Forsætisráðherra talaði um misskiptingu í hátíðarræðunni Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. júní 2016 07:00 Aðalhátíðarsvæðið í Reykjavík var í nágrenni Tjarnarinnar. vísir/Hanna Samfélag Afgirt svæði á Austurvelli vegna hátíðardagskrár þjóðhátíðardagsins í gær var töluvert stærra en verið hefur síðustu ár. Breytingin er sögð hafa verið gerð í samstarfi við forsætisráðuneytið og Alþingi vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Þá hópuðust þar saman allt að þrjú þúsund manns til að mótmæla þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem leidd var af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Í viðtali við Vísi sagði Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem yfirumsjón hafði með öryggisgæslu á Austurvelli, að hátíðardagkráin hafi farið friðsamlega fram.Veðrið lék við landsmenn í gær og var víðast hvar fjölmennt á hátíðarhöldum í tilefni af 17. júní, jafnt í Reykjavík sem annars staðar. Fréttablaðið/HannaHátíðarhöld 17. júní voru annars með hefðbundnu sniði um land allt. Tugir þúsunda Íslendinga lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna deginum. Meðal dagskrárliða í borginni var fornbílasýning, mót í siglingum og þétt tónlistardagskrá í Hörpu. Veður var milt þótt sólin hefði ekki látið sjá sig. Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi forsætisráðherra, hélt ræðu á Austurvelli líkt og venjan er. Í ræðu sinni ræddi forsætisráðherrann misskiptingu í samfélaginu. „Ísland er auðugt land, land sem býr við gnægð auðlinda og mannauð mikinn. Þann auð eigum við að nýta til að tryggja sem best að á Íslandi þurfi enginn að líða skort,“ sagði hann í ræðunni. „Það er stórt verkefni sem ekki verður leyst í einu vetfangi, og það verður aðeins leyst þannig að við leggjumst öll á árar – saman.“ Sigurður Ingi sagði fólk ekki gera kröfu um að allir séu jafnsettir en fólk hafi hins vegar ekki þol fyrir óréttlátri skiptingu þar sem sumir fái að njóta á meðan aðrir gera það ekki. „Sérstaklega á þetta við þegar tilfinning fólks er sú að sumir fái fleiri og betri tækifæri en aðrir. En gleymum því ekki heldur að hver er sinnar gæfu smiður.“ Það var ekki eingöngu í Reykjavík sem menn fögnuðu deginum, heldur var það gert í flestum stærri byggðarlögum. Á Akureyri var hátíðardagskrá í Lystigarðinum og skátakvöldvaka, í Reykjanesbæ var metnaðarfull skemmtidagskrá, á Ísafirði var gengin skrúðganga með skátum og lögreglu í broddi fylkingar og á Egilsstöðum var glænýtt leikrit um Lagarfljótsorminn frumsýnt við mikinn fögnuð, svo eitthvað sé nefnt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Samfélag Afgirt svæði á Austurvelli vegna hátíðardagskrár þjóðhátíðardagsins í gær var töluvert stærra en verið hefur síðustu ár. Breytingin er sögð hafa verið gerð í samstarfi við forsætisráðuneytið og Alþingi vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Þá hópuðust þar saman allt að þrjú þúsund manns til að mótmæla þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem leidd var af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Í viðtali við Vísi sagði Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem yfirumsjón hafði með öryggisgæslu á Austurvelli, að hátíðardagkráin hafi farið friðsamlega fram.Veðrið lék við landsmenn í gær og var víðast hvar fjölmennt á hátíðarhöldum í tilefni af 17. júní, jafnt í Reykjavík sem annars staðar. Fréttablaðið/HannaHátíðarhöld 17. júní voru annars með hefðbundnu sniði um land allt. Tugir þúsunda Íslendinga lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna deginum. Meðal dagskrárliða í borginni var fornbílasýning, mót í siglingum og þétt tónlistardagskrá í Hörpu. Veður var milt þótt sólin hefði ekki látið sjá sig. Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi forsætisráðherra, hélt ræðu á Austurvelli líkt og venjan er. Í ræðu sinni ræddi forsætisráðherrann misskiptingu í samfélaginu. „Ísland er auðugt land, land sem býr við gnægð auðlinda og mannauð mikinn. Þann auð eigum við að nýta til að tryggja sem best að á Íslandi þurfi enginn að líða skort,“ sagði hann í ræðunni. „Það er stórt verkefni sem ekki verður leyst í einu vetfangi, og það verður aðeins leyst þannig að við leggjumst öll á árar – saman.“ Sigurður Ingi sagði fólk ekki gera kröfu um að allir séu jafnsettir en fólk hafi hins vegar ekki þol fyrir óréttlátri skiptingu þar sem sumir fái að njóta á meðan aðrir gera það ekki. „Sérstaklega á þetta við þegar tilfinning fólks er sú að sumir fái fleiri og betri tækifæri en aðrir. En gleymum því ekki heldur að hver er sinnar gæfu smiður.“ Það var ekki eingöngu í Reykjavík sem menn fögnuðu deginum, heldur var það gert í flestum stærri byggðarlögum. Á Akureyri var hátíðardagskrá í Lystigarðinum og skátakvöldvaka, í Reykjanesbæ var metnaðarfull skemmtidagskrá, á Ísafirði var gengin skrúðganga með skátum og lögreglu í broddi fylkingar og á Egilsstöðum var glænýtt leikrit um Lagarfljótsorminn frumsýnt við mikinn fögnuð, svo eitthvað sé nefnt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira