Forsætisráðherra talaði um misskiptingu í hátíðarræðunni Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. júní 2016 07:00 Aðalhátíðarsvæðið í Reykjavík var í nágrenni Tjarnarinnar. vísir/Hanna Samfélag Afgirt svæði á Austurvelli vegna hátíðardagskrár þjóðhátíðardagsins í gær var töluvert stærra en verið hefur síðustu ár. Breytingin er sögð hafa verið gerð í samstarfi við forsætisráðuneytið og Alþingi vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Þá hópuðust þar saman allt að þrjú þúsund manns til að mótmæla þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem leidd var af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Í viðtali við Vísi sagði Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem yfirumsjón hafði með öryggisgæslu á Austurvelli, að hátíðardagkráin hafi farið friðsamlega fram.Veðrið lék við landsmenn í gær og var víðast hvar fjölmennt á hátíðarhöldum í tilefni af 17. júní, jafnt í Reykjavík sem annars staðar. Fréttablaðið/HannaHátíðarhöld 17. júní voru annars með hefðbundnu sniði um land allt. Tugir þúsunda Íslendinga lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna deginum. Meðal dagskrárliða í borginni var fornbílasýning, mót í siglingum og þétt tónlistardagskrá í Hörpu. Veður var milt þótt sólin hefði ekki látið sjá sig. Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi forsætisráðherra, hélt ræðu á Austurvelli líkt og venjan er. Í ræðu sinni ræddi forsætisráðherrann misskiptingu í samfélaginu. „Ísland er auðugt land, land sem býr við gnægð auðlinda og mannauð mikinn. Þann auð eigum við að nýta til að tryggja sem best að á Íslandi þurfi enginn að líða skort,“ sagði hann í ræðunni. „Það er stórt verkefni sem ekki verður leyst í einu vetfangi, og það verður aðeins leyst þannig að við leggjumst öll á árar – saman.“ Sigurður Ingi sagði fólk ekki gera kröfu um að allir séu jafnsettir en fólk hafi hins vegar ekki þol fyrir óréttlátri skiptingu þar sem sumir fái að njóta á meðan aðrir gera það ekki. „Sérstaklega á þetta við þegar tilfinning fólks er sú að sumir fái fleiri og betri tækifæri en aðrir. En gleymum því ekki heldur að hver er sinnar gæfu smiður.“ Það var ekki eingöngu í Reykjavík sem menn fögnuðu deginum, heldur var það gert í flestum stærri byggðarlögum. Á Akureyri var hátíðardagskrá í Lystigarðinum og skátakvöldvaka, í Reykjanesbæ var metnaðarfull skemmtidagskrá, á Ísafirði var gengin skrúðganga með skátum og lögreglu í broddi fylkingar og á Egilsstöðum var glænýtt leikrit um Lagarfljótsorminn frumsýnt við mikinn fögnuð, svo eitthvað sé nefnt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Samfélag Afgirt svæði á Austurvelli vegna hátíðardagskrár þjóðhátíðardagsins í gær var töluvert stærra en verið hefur síðustu ár. Breytingin er sögð hafa verið gerð í samstarfi við forsætisráðuneytið og Alþingi vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Þá hópuðust þar saman allt að þrjú þúsund manns til að mótmæla þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem leidd var af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Í viðtali við Vísi sagði Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem yfirumsjón hafði með öryggisgæslu á Austurvelli, að hátíðardagkráin hafi farið friðsamlega fram.Veðrið lék við landsmenn í gær og var víðast hvar fjölmennt á hátíðarhöldum í tilefni af 17. júní, jafnt í Reykjavík sem annars staðar. Fréttablaðið/HannaHátíðarhöld 17. júní voru annars með hefðbundnu sniði um land allt. Tugir þúsunda Íslendinga lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna deginum. Meðal dagskrárliða í borginni var fornbílasýning, mót í siglingum og þétt tónlistardagskrá í Hörpu. Veður var milt þótt sólin hefði ekki látið sjá sig. Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi forsætisráðherra, hélt ræðu á Austurvelli líkt og venjan er. Í ræðu sinni ræddi forsætisráðherrann misskiptingu í samfélaginu. „Ísland er auðugt land, land sem býr við gnægð auðlinda og mannauð mikinn. Þann auð eigum við að nýta til að tryggja sem best að á Íslandi þurfi enginn að líða skort,“ sagði hann í ræðunni. „Það er stórt verkefni sem ekki verður leyst í einu vetfangi, og það verður aðeins leyst þannig að við leggjumst öll á árar – saman.“ Sigurður Ingi sagði fólk ekki gera kröfu um að allir séu jafnsettir en fólk hafi hins vegar ekki þol fyrir óréttlátri skiptingu þar sem sumir fái að njóta á meðan aðrir gera það ekki. „Sérstaklega á þetta við þegar tilfinning fólks er sú að sumir fái fleiri og betri tækifæri en aðrir. En gleymum því ekki heldur að hver er sinnar gæfu smiður.“ Það var ekki eingöngu í Reykjavík sem menn fögnuðu deginum, heldur var það gert í flestum stærri byggðarlögum. Á Akureyri var hátíðardagskrá í Lystigarðinum og skátakvöldvaka, í Reykjanesbæ var metnaðarfull skemmtidagskrá, á Ísafirði var gengin skrúðganga með skátum og lögreglu í broddi fylkingar og á Egilsstöðum var glænýtt leikrit um Lagarfljótsorminn frumsýnt við mikinn fögnuð, svo eitthvað sé nefnt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira