Innlent

Fundi slitið í kjaradeilu flugumferðarstjóra og ekki boðað til næsta fundar

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá fundi deiluaðila í apríl.
Frá fundi deiluaðila í apríl. Vísir/Ernir
Fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, lauk hjá ríkissáttasemjara nú á fimmta tímanum og ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni.

Mikið ber á milli deiluaðila. Fréttastofa greindi nýverið frá því að Félag flugumferðarstjóra hefði hafnað tilboði sem samsvaraði 25 prósenta launahækkun, eða um 250 þúsund krónum á mánuði miðað við heildarlaun flugumferðarstjóra.

Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur verið í gildi frá 6. apríl en það hefur haft í för með sér tafir á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki má kalla út starfsmenn vegna til dæmis veikinda.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að tafir gætu mögulega orðið á Keflavíkurflugvelli næstu þrjár nætur þar sem aðeins einn flugumferðarstjóri verður á næturvakt, frá níu um kvöld til sjö um morgun.

„Það er möguleiki á að það verði einhverjar tafir milli fjögur og sjö en við teljum að það verði ekki mikið,“ segir Guðni.


Tengdar fréttir

Flugumferðarstjórar vilja meira en 25%

Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×