Innlent

Þúsundir kvenna tóku þátt í Kvennahlaupinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Kvennahlaupinu í dag.
Frá Kvennahlaupinu í dag. mynd/ísí
Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og sjöunda sinn í dag í blíðskaparveðri um allt land. Góð þátttaka var í hlaupinu en gera má ráð fyrir að um 12.000 konur hafi tekið þátt á yfir 80 stöðum hérlendis og erlendis.

Í tilkynningu segir að í kringum 4.000 konur hlupu í Garðabænum og um 1.500 í Mosfellsbæ sem eru tveir stærstu hlaupastaðir hlaupsins. Þá tóku einnig margir strákar þátt í hlaupinu því þó svo að hlaupið hafi upphaflega verið ætlað konum hafa karlmenn ávallt verið velkomnir. 

„Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Hver kona tekur þátt á sínum forsendum og lögð er áhersla á að allar konur komi í mark á sínum hraða og meðbros á vör. 

Garðbæingar hafa haft þá hefð að veita elsta þátttakanda hlaupsins viðurkenningu. Að þessu sinni var það María Jóna Helgadóttir sem er fædd 1930 sem fékk afhentan grip sem ÍSÍ og Stjarnan gáfu til minningar um Lovísu Einarsdóttir, íþróttakennara og upphafskonu Kvennahlaupsins. Mosfellingar gáfu að vanda öllum langömmum rós þegar þær koma í mark,“ segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Viðrar vel til Kvennahlaups

Hlaupið verður á yfir hundrað stöðum hérlendis og erlendis í Kvennahlaupi ÍSÍ í dag. Spáð er fyrirtaks veðri um land allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×