Innlent

Viðrar vel til Kvennahlaups

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá setningu hlaupsins í Viðey.
Frá setningu hlaupsins í Viðey. Vísir/Eyþór
Hlaupið verður á yfir hundrað stöðum hérlendis og erlendis í Kvennahlaupi ÍSÍ í dag. Fjölmennustu hlaupin verða í Garðabæ, Mosfellsbæ og Akureyri en spáð er fyrirtaks veðri um land allt.

Þúsundir taka þátt í hlaupinu ár hvert og má búast við því að það sama verði uppi á teningnum í dag.

„Það er alltaf gaman í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ, hvernig sem veðrið er,“ segir Sigríður Inga Viggósdóttir, sviðstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í tilkynningu. „En það spillir síður en svo fyrir að fá svona spá. Það er eins og við höfum pantað þetta veður.“

Nánari upplýsingar um hlaupið og þátttöku má finna á vefsíðu Kvennahlaupsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×