Innlent

Ástþór talaði mest í kappræðunum á föstudag og Guðni næst minnst

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon og Davíð Oddsson í sjónvarpssal á föstudag.
Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon og Davíð Oddsson í sjónvarpssal á föstudag. vísir/eyþór
Ástþór Magnússon talaði mest allra forsetaframbjóðenda í kappræðum RÚV á föstudagskvöld en Guðrún Margrét Pálsdóttir talaði minnst. Sá sem nýtur mest fylgis samkvæmt skoðanakönnunum, Guðni Th. Jóhannesson, talaði næst minnst. Ástþór hefur verið afar gagnrýninn á umfjöllun RÚV um kosningarnar og meðal annars sagt að Guðni sé frambjóðandi sem að RÚV tefli fram.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Andrésar Inga Jónssonar stjórnmálafræðings og varaþingmanns Vinstri grænna en þar segist hann hafa verið með skeiðklukku við höndina yfir kappræðunum.

Tímamælingar leiddu í ljós að Ástþór talaði samtals í 13 mínútur og 12 sekúndur. Næst á eftir kom Elísabet Jökulsdóttir sem talaði i 10 mínútur og 9 sekúndur og í þriðja sæti, ef hægt er að segja sem svo, kom Davíð Oddsson sem talaði alls í 9 mínútur og 38 sekúndur.

Guðrún Margrét talaði svo minnst eins og áður segir eða í 5 mínútur og 1 sekúndu. Guðni talaði svo í 6 mínútur og 36 sekúndur en nánari útlistun á því hversu aðrir frambjóðendur töluðu í kappræðunum má sjá í færslu Andrésar hér að neðan.


Tengdar fréttir

Guðna líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins

Guðna Th. Jóhannessyni forsetaframbjóðanda er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins í dag. Eins og venja er er leiðarinn nafnlaus en Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta Íslands er ritstjóri Morgunblaðsins.

Yfirburðastaða Guðna vekur athygli

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir athyglisvert að gagnrýni Davíðs Oddssonar á Guðna Th. Jóhannesson virðist ekki gagnast þeim fyrrnefnda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×