Adidas eða Nike? Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. júní 2016 10:00 Ef einungis er litið á hagnað fyrirtækjanna er þetta engin samkeppni; Nike trónir á toppnum og Adidas er í órafjarlægð. Árið 2015 var markaðsvirði Nike um 86 milljarðar dollara á meðan markaðsvirði Adidas var 17 milljarðar. Vísir/Stefán Ef einungis er litið á hagnað fyrirtækjanna er þetta engin samkeppni; Nike trónir á toppnum og Adidas er í órafjarlægð. Árið 2015 var markaðsvirði Nike um 86 milljarðar dollara á meðan markaðsvirði Adidas var 17 milljarðar. Stærstur hluti hagnaðar fyrirtækjanna kemur frá sölu á íþróttaskóm – en sá markaður er talinn vera um 55 milljarða dollara virði og hann stækkar stöðugt. Ein helsta ástæðan fyrir yfirburðum Nike er sú að fyrirtækið er bandarískt, en bandaríski markaðurinn er sá stærsti, og er með yfir 600 hönnuði í vinnu á meðan hið þýska Adidas er með um 200 hönnuði sem eru flestir staðsettir í þýska verksmiðjubænum Herzogenaurach, langt frá hugum amerískra íþróttamanna og aðdáenda. Nike á algjörlega markaðinn fyrir körfubolta, hafnabolta og amerískan fótbolta. Hins vegar virðist Adidas vera að sækja í sig veðrið. Þýska fyrirtækið er til að mynda miklu vinsælla á samfélagsmiðlum og hefur töluvert stærri nöfn á sínum snærum þegar kemur að götutísku. Yeezy-línan hans Kanye West fer um heiminn eins og stormsveipur og Yeezy Boost skórnir seljast upp á nokkrum sekúndum. Adidas hefur fjárfest í markaðsmálum, ráðið til sín íþróttamenn og stórstjörnur auk þess sem fyrirtækið er að vinna í að flytja hönnunarteymi til Bandaríkjanna. Adidas er að fjárfesta til langtíma og reyna að verða svalara en Nike og byggja orðspor merkisins upp á ný. Áhugafólk um tísku fylgist spennt með þessari samkeppni, enda eru ávextir hennar aukinn metnaður þessara risa á markaðnum til að framleiða enn flottari fatnað.Arnar Freyr Frostason, rappari í Úlfur Úlfur er í essinu sínu í Adidas íþróttagalla. Vísir/Anton BrinkArnar Freyr – Adidas „Það er algjör klisja að segjast ekki spá í merkjum – en almennt þá geri ég það ekki. Ég fíla bara kúl dót sama hvað þú kallar það. Adidas er hins vegar merki sem talar til mín, ekki bara vörurnar frá þeim heldur andrúmsloftið og kúltúrinn í kringum vörumerkið: Tengsl þess við rappið síðan á níunda áratugnum, Bob Marley í fótbolta og Freddie Mercury – öll þessi saga yo. Þegar ég rokka tracksuit og hvíta sokka er ég í essinu mínu og ég hvet alla til þess að prófa að fara þannig út í daginn og bera höfuðið hátt. Tilfinningin er ólýsanleg. Staða merkisins er líka sterk í dag, kúl línur í samstarfi við kúl fólk í gangi. Vonandi endar þetta með Úlfur Úlfur línu í samstarfi við Adidas. Fullt af leðri, skeggi og þremur röndum.“Emmsjé Gauti er með ör á höfðinu sem er eins og Nike merkið í laginu. Vísir/StefánEmmsjé Gauti - Nike „Í fyrsta lagi finnst mér Nike svo nett því að ég er óvart með Nike-laga ör á hausnum eftir óheppilegt slys. Margir af mínum áhrifavöldum hafa verið í Nike, sérstaklega þegar Nike Skateboarding og Nike Snowboarding komu fyrst, það náði mér inn í merkið til að byrja með. Nike komu svo sterkir inn á markaðinn með þessum merkjum sínum en fyrir það voru þeir bara með íþróttaföt. Þarna kemur street-lína inn frá þeim sem var gerð fyrir skeitara og fólk eins og mig. Nike-lógóið er stílhreint og þægilegt. Síðan er engin hætta að ég týnist í þessu merki. Ég hef heyrt að menn séu að týnast í öðrum merkjum en finna sig hjá Nike. Jordan-brandið er í miklu uppáhaldi hjá mér þó að ég sé bara algjör poser, ég hef farið á einn körfuboltaleik í lífinu sem var KR og Haukar held ég. Uppáhaldið mitt núna eru Tech Fleece buxurnar því að þær eru ógeðslega þægilegar og lúkka – nógu nettar til að fara úr húsi í þeim en líka nógu þægilegar til að vera haugur uppi í rúmi í þeim.“ Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Ef einungis er litið á hagnað fyrirtækjanna er þetta engin samkeppni; Nike trónir á toppnum og Adidas er í órafjarlægð. Árið 2015 var markaðsvirði Nike um 86 milljarðar dollara á meðan markaðsvirði Adidas var 17 milljarðar. Stærstur hluti hagnaðar fyrirtækjanna kemur frá sölu á íþróttaskóm – en sá markaður er talinn vera um 55 milljarða dollara virði og hann stækkar stöðugt. Ein helsta ástæðan fyrir yfirburðum Nike er sú að fyrirtækið er bandarískt, en bandaríski markaðurinn er sá stærsti, og er með yfir 600 hönnuði í vinnu á meðan hið þýska Adidas er með um 200 hönnuði sem eru flestir staðsettir í þýska verksmiðjubænum Herzogenaurach, langt frá hugum amerískra íþróttamanna og aðdáenda. Nike á algjörlega markaðinn fyrir körfubolta, hafnabolta og amerískan fótbolta. Hins vegar virðist Adidas vera að sækja í sig veðrið. Þýska fyrirtækið er til að mynda miklu vinsælla á samfélagsmiðlum og hefur töluvert stærri nöfn á sínum snærum þegar kemur að götutísku. Yeezy-línan hans Kanye West fer um heiminn eins og stormsveipur og Yeezy Boost skórnir seljast upp á nokkrum sekúndum. Adidas hefur fjárfest í markaðsmálum, ráðið til sín íþróttamenn og stórstjörnur auk þess sem fyrirtækið er að vinna í að flytja hönnunarteymi til Bandaríkjanna. Adidas er að fjárfesta til langtíma og reyna að verða svalara en Nike og byggja orðspor merkisins upp á ný. Áhugafólk um tísku fylgist spennt með þessari samkeppni, enda eru ávextir hennar aukinn metnaður þessara risa á markaðnum til að framleiða enn flottari fatnað.Arnar Freyr Frostason, rappari í Úlfur Úlfur er í essinu sínu í Adidas íþróttagalla. Vísir/Anton BrinkArnar Freyr – Adidas „Það er algjör klisja að segjast ekki spá í merkjum – en almennt þá geri ég það ekki. Ég fíla bara kúl dót sama hvað þú kallar það. Adidas er hins vegar merki sem talar til mín, ekki bara vörurnar frá þeim heldur andrúmsloftið og kúltúrinn í kringum vörumerkið: Tengsl þess við rappið síðan á níunda áratugnum, Bob Marley í fótbolta og Freddie Mercury – öll þessi saga yo. Þegar ég rokka tracksuit og hvíta sokka er ég í essinu mínu og ég hvet alla til þess að prófa að fara þannig út í daginn og bera höfuðið hátt. Tilfinningin er ólýsanleg. Staða merkisins er líka sterk í dag, kúl línur í samstarfi við kúl fólk í gangi. Vonandi endar þetta með Úlfur Úlfur línu í samstarfi við Adidas. Fullt af leðri, skeggi og þremur röndum.“Emmsjé Gauti er með ör á höfðinu sem er eins og Nike merkið í laginu. Vísir/StefánEmmsjé Gauti - Nike „Í fyrsta lagi finnst mér Nike svo nett því að ég er óvart með Nike-laga ör á hausnum eftir óheppilegt slys. Margir af mínum áhrifavöldum hafa verið í Nike, sérstaklega þegar Nike Skateboarding og Nike Snowboarding komu fyrst, það náði mér inn í merkið til að byrja með. Nike komu svo sterkir inn á markaðinn með þessum merkjum sínum en fyrir það voru þeir bara með íþróttaföt. Þarna kemur street-lína inn frá þeim sem var gerð fyrir skeitara og fólk eins og mig. Nike-lógóið er stílhreint og þægilegt. Síðan er engin hætta að ég týnist í þessu merki. Ég hef heyrt að menn séu að týnast í öðrum merkjum en finna sig hjá Nike. Jordan-brandið er í miklu uppáhaldi hjá mér þó að ég sé bara algjör poser, ég hef farið á einn körfuboltaleik í lífinu sem var KR og Haukar held ég. Uppáhaldið mitt núna eru Tech Fleece buxurnar því að þær eru ógeðslega þægilegar og lúkka – nógu nettar til að fara úr húsi í þeim en líka nógu þægilegar til að vera haugur uppi í rúmi í þeim.“
Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira