Adidas eða Nike? Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. júní 2016 10:00 Ef einungis er litið á hagnað fyrirtækjanna er þetta engin samkeppni; Nike trónir á toppnum og Adidas er í órafjarlægð. Árið 2015 var markaðsvirði Nike um 86 milljarðar dollara á meðan markaðsvirði Adidas var 17 milljarðar. Vísir/Stefán Ef einungis er litið á hagnað fyrirtækjanna er þetta engin samkeppni; Nike trónir á toppnum og Adidas er í órafjarlægð. Árið 2015 var markaðsvirði Nike um 86 milljarðar dollara á meðan markaðsvirði Adidas var 17 milljarðar. Stærstur hluti hagnaðar fyrirtækjanna kemur frá sölu á íþróttaskóm – en sá markaður er talinn vera um 55 milljarða dollara virði og hann stækkar stöðugt. Ein helsta ástæðan fyrir yfirburðum Nike er sú að fyrirtækið er bandarískt, en bandaríski markaðurinn er sá stærsti, og er með yfir 600 hönnuði í vinnu á meðan hið þýska Adidas er með um 200 hönnuði sem eru flestir staðsettir í þýska verksmiðjubænum Herzogenaurach, langt frá hugum amerískra íþróttamanna og aðdáenda. Nike á algjörlega markaðinn fyrir körfubolta, hafnabolta og amerískan fótbolta. Hins vegar virðist Adidas vera að sækja í sig veðrið. Þýska fyrirtækið er til að mynda miklu vinsælla á samfélagsmiðlum og hefur töluvert stærri nöfn á sínum snærum þegar kemur að götutísku. Yeezy-línan hans Kanye West fer um heiminn eins og stormsveipur og Yeezy Boost skórnir seljast upp á nokkrum sekúndum. Adidas hefur fjárfest í markaðsmálum, ráðið til sín íþróttamenn og stórstjörnur auk þess sem fyrirtækið er að vinna í að flytja hönnunarteymi til Bandaríkjanna. Adidas er að fjárfesta til langtíma og reyna að verða svalara en Nike og byggja orðspor merkisins upp á ný. Áhugafólk um tísku fylgist spennt með þessari samkeppni, enda eru ávextir hennar aukinn metnaður þessara risa á markaðnum til að framleiða enn flottari fatnað.Arnar Freyr Frostason, rappari í Úlfur Úlfur er í essinu sínu í Adidas íþróttagalla. Vísir/Anton BrinkArnar Freyr – Adidas „Það er algjör klisja að segjast ekki spá í merkjum – en almennt þá geri ég það ekki. Ég fíla bara kúl dót sama hvað þú kallar það. Adidas er hins vegar merki sem talar til mín, ekki bara vörurnar frá þeim heldur andrúmsloftið og kúltúrinn í kringum vörumerkið: Tengsl þess við rappið síðan á níunda áratugnum, Bob Marley í fótbolta og Freddie Mercury – öll þessi saga yo. Þegar ég rokka tracksuit og hvíta sokka er ég í essinu mínu og ég hvet alla til þess að prófa að fara þannig út í daginn og bera höfuðið hátt. Tilfinningin er ólýsanleg. Staða merkisins er líka sterk í dag, kúl línur í samstarfi við kúl fólk í gangi. Vonandi endar þetta með Úlfur Úlfur línu í samstarfi við Adidas. Fullt af leðri, skeggi og þremur röndum.“Emmsjé Gauti er með ör á höfðinu sem er eins og Nike merkið í laginu. Vísir/StefánEmmsjé Gauti - Nike „Í fyrsta lagi finnst mér Nike svo nett því að ég er óvart með Nike-laga ör á hausnum eftir óheppilegt slys. Margir af mínum áhrifavöldum hafa verið í Nike, sérstaklega þegar Nike Skateboarding og Nike Snowboarding komu fyrst, það náði mér inn í merkið til að byrja með. Nike komu svo sterkir inn á markaðinn með þessum merkjum sínum en fyrir það voru þeir bara með íþróttaföt. Þarna kemur street-lína inn frá þeim sem var gerð fyrir skeitara og fólk eins og mig. Nike-lógóið er stílhreint og þægilegt. Síðan er engin hætta að ég týnist í þessu merki. Ég hef heyrt að menn séu að týnast í öðrum merkjum en finna sig hjá Nike. Jordan-brandið er í miklu uppáhaldi hjá mér þó að ég sé bara algjör poser, ég hef farið á einn körfuboltaleik í lífinu sem var KR og Haukar held ég. Uppáhaldið mitt núna eru Tech Fleece buxurnar því að þær eru ógeðslega þægilegar og lúkka – nógu nettar til að fara úr húsi í þeim en líka nógu þægilegar til að vera haugur uppi í rúmi í þeim.“ Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Ef einungis er litið á hagnað fyrirtækjanna er þetta engin samkeppni; Nike trónir á toppnum og Adidas er í órafjarlægð. Árið 2015 var markaðsvirði Nike um 86 milljarðar dollara á meðan markaðsvirði Adidas var 17 milljarðar. Stærstur hluti hagnaðar fyrirtækjanna kemur frá sölu á íþróttaskóm – en sá markaður er talinn vera um 55 milljarða dollara virði og hann stækkar stöðugt. Ein helsta ástæðan fyrir yfirburðum Nike er sú að fyrirtækið er bandarískt, en bandaríski markaðurinn er sá stærsti, og er með yfir 600 hönnuði í vinnu á meðan hið þýska Adidas er með um 200 hönnuði sem eru flestir staðsettir í þýska verksmiðjubænum Herzogenaurach, langt frá hugum amerískra íþróttamanna og aðdáenda. Nike á algjörlega markaðinn fyrir körfubolta, hafnabolta og amerískan fótbolta. Hins vegar virðist Adidas vera að sækja í sig veðrið. Þýska fyrirtækið er til að mynda miklu vinsælla á samfélagsmiðlum og hefur töluvert stærri nöfn á sínum snærum þegar kemur að götutísku. Yeezy-línan hans Kanye West fer um heiminn eins og stormsveipur og Yeezy Boost skórnir seljast upp á nokkrum sekúndum. Adidas hefur fjárfest í markaðsmálum, ráðið til sín íþróttamenn og stórstjörnur auk þess sem fyrirtækið er að vinna í að flytja hönnunarteymi til Bandaríkjanna. Adidas er að fjárfesta til langtíma og reyna að verða svalara en Nike og byggja orðspor merkisins upp á ný. Áhugafólk um tísku fylgist spennt með þessari samkeppni, enda eru ávextir hennar aukinn metnaður þessara risa á markaðnum til að framleiða enn flottari fatnað.Arnar Freyr Frostason, rappari í Úlfur Úlfur er í essinu sínu í Adidas íþróttagalla. Vísir/Anton BrinkArnar Freyr – Adidas „Það er algjör klisja að segjast ekki spá í merkjum – en almennt þá geri ég það ekki. Ég fíla bara kúl dót sama hvað þú kallar það. Adidas er hins vegar merki sem talar til mín, ekki bara vörurnar frá þeim heldur andrúmsloftið og kúltúrinn í kringum vörumerkið: Tengsl þess við rappið síðan á níunda áratugnum, Bob Marley í fótbolta og Freddie Mercury – öll þessi saga yo. Þegar ég rokka tracksuit og hvíta sokka er ég í essinu mínu og ég hvet alla til þess að prófa að fara þannig út í daginn og bera höfuðið hátt. Tilfinningin er ólýsanleg. Staða merkisins er líka sterk í dag, kúl línur í samstarfi við kúl fólk í gangi. Vonandi endar þetta með Úlfur Úlfur línu í samstarfi við Adidas. Fullt af leðri, skeggi og þremur röndum.“Emmsjé Gauti er með ör á höfðinu sem er eins og Nike merkið í laginu. Vísir/StefánEmmsjé Gauti - Nike „Í fyrsta lagi finnst mér Nike svo nett því að ég er óvart með Nike-laga ör á hausnum eftir óheppilegt slys. Margir af mínum áhrifavöldum hafa verið í Nike, sérstaklega þegar Nike Skateboarding og Nike Snowboarding komu fyrst, það náði mér inn í merkið til að byrja með. Nike komu svo sterkir inn á markaðinn með þessum merkjum sínum en fyrir það voru þeir bara með íþróttaföt. Þarna kemur street-lína inn frá þeim sem var gerð fyrir skeitara og fólk eins og mig. Nike-lógóið er stílhreint og þægilegt. Síðan er engin hætta að ég týnist í þessu merki. Ég hef heyrt að menn séu að týnast í öðrum merkjum en finna sig hjá Nike. Jordan-brandið er í miklu uppáhaldi hjá mér þó að ég sé bara algjör poser, ég hef farið á einn körfuboltaleik í lífinu sem var KR og Haukar held ég. Uppáhaldið mitt núna eru Tech Fleece buxurnar því að þær eru ógeðslega þægilegar og lúkka – nógu nettar til að fara úr húsi í þeim en líka nógu þægilegar til að vera haugur uppi í rúmi í þeim.“
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira