Komin úr skugga atvinnuleysis Svavar Hávarðsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Fjölgun starfa í ferðaþjónustu, ekki síst á Keflavíkurflugvelli, hefur haft mest að segja við að rétta kúrsinn. vísir/stefán Í fyrsta skipti í hálfan annan áratug mælist atvinnuleysi ekki það hæsta á landinu öllu á Suðurnesjum. Þetta er markverður árangur ekki síst í ljósi þess að frá árinu 2006 hafa sveitarfélög á Suðurnesjum þurft að rífa sig upp eftir tvö áföll – brottför hersins og eins og alþjóð eftir efnahagshrunið tveimur árum seinna. Þetta sýna gögn Vinnumálastofnunar frá árinu 2000 til dagsins í dag. Stóra myndin er sú að atvinnuleysi mælist óverulegt um allt land – er 2,8% á landsvísu. Hins vegar bregður svo við að atvinnuleysi á Suðurnesjum var í lok aprílmánaðar minna en á landsvísu og á höfuðborgarsvæðinu, þó sáralitlu muni á milli atvinnusvæðanna tveggja. Þessi staða hefur ekki verið uppi allt frá aldamótum. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, segir ekkert launungarmál að ein helsta ástæða minnkandi atvinnuleysis á Reykjanesi sé ferðaþjónustan, og afleidd störf. Hún minnir á að gert sé ráð fyrir að um 900 störf skapist á hverja milljón farþega, en 85% starfsmanna Isavia eru búsett á Suðurnesjum.Berglind Kristinsdóttir„Vinna við stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur kallað á fjölda iðnaðarmanna sem og uppbygging í Helguvík. Nálægðin við flugvöllinn hefur líka gefið sjávarútvegsfyrirtækjum tækifæri til að koma sínum vörum hratt og örugglega á markaði erlendis. Þetta er afar ánægjuleg þróun, því ef borið er saman atvinnuleysi á Suðurnesjum og t.d. Reykjavík frá árunum 2000-2008, var atvinnuleysi minna á Suðurnesjum. Ástandið sem varð til eftir brotthvarf hersins og fjármálahrunið var því ástand sem við áttum ekki að venjast. Við getum því ekki verið neitt annað en bjartsýn á framtíðina,“ segir Berglind. Eins og Fréttablaðið greindi frá nýlega þáðu rúmlega helmingi færri einstaklingar eða fjölskyldur fjárhagsaðstoð vegna framfærslu frá Reykjanesbæ fyrstu mánuði þessa árs en á sama tímabili árið 2014. Þetta kemur fram í tölum frá velferðarsviði bæjarins. Í samhengi má rifja upp áfangaskýrslu samstarfshóps á Suðurnesjum frá árinu 2011 þar sem tölur sýndu að ekkert hafði dregið úr atvinnuleysi á Suðurnesjum frá hruni. Í mars 2011 mældist atvinnuleysi á Suðurnesjum 14,5%, miðað við einstaklinga með bótarétt hjá Vinnumálastofnun, sem var umtalsvert hærra en annars staðar á landinu. Næst á eftir Suðurnesjum kom höfuðborgarsvæðið með 9,2% og yfir landið allt mældist atvinnuleysið 8,6%. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Í fyrsta skipti í hálfan annan áratug mælist atvinnuleysi ekki það hæsta á landinu öllu á Suðurnesjum. Þetta er markverður árangur ekki síst í ljósi þess að frá árinu 2006 hafa sveitarfélög á Suðurnesjum þurft að rífa sig upp eftir tvö áföll – brottför hersins og eins og alþjóð eftir efnahagshrunið tveimur árum seinna. Þetta sýna gögn Vinnumálastofnunar frá árinu 2000 til dagsins í dag. Stóra myndin er sú að atvinnuleysi mælist óverulegt um allt land – er 2,8% á landsvísu. Hins vegar bregður svo við að atvinnuleysi á Suðurnesjum var í lok aprílmánaðar minna en á landsvísu og á höfuðborgarsvæðinu, þó sáralitlu muni á milli atvinnusvæðanna tveggja. Þessi staða hefur ekki verið uppi allt frá aldamótum. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, segir ekkert launungarmál að ein helsta ástæða minnkandi atvinnuleysis á Reykjanesi sé ferðaþjónustan, og afleidd störf. Hún minnir á að gert sé ráð fyrir að um 900 störf skapist á hverja milljón farþega, en 85% starfsmanna Isavia eru búsett á Suðurnesjum.Berglind Kristinsdóttir„Vinna við stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur kallað á fjölda iðnaðarmanna sem og uppbygging í Helguvík. Nálægðin við flugvöllinn hefur líka gefið sjávarútvegsfyrirtækjum tækifæri til að koma sínum vörum hratt og örugglega á markaði erlendis. Þetta er afar ánægjuleg þróun, því ef borið er saman atvinnuleysi á Suðurnesjum og t.d. Reykjavík frá árunum 2000-2008, var atvinnuleysi minna á Suðurnesjum. Ástandið sem varð til eftir brotthvarf hersins og fjármálahrunið var því ástand sem við áttum ekki að venjast. Við getum því ekki verið neitt annað en bjartsýn á framtíðina,“ segir Berglind. Eins og Fréttablaðið greindi frá nýlega þáðu rúmlega helmingi færri einstaklingar eða fjölskyldur fjárhagsaðstoð vegna framfærslu frá Reykjanesbæ fyrstu mánuði þessa árs en á sama tímabili árið 2014. Þetta kemur fram í tölum frá velferðarsviði bæjarins. Í samhengi má rifja upp áfangaskýrslu samstarfshóps á Suðurnesjum frá árinu 2011 þar sem tölur sýndu að ekkert hafði dregið úr atvinnuleysi á Suðurnesjum frá hruni. Í mars 2011 mældist atvinnuleysi á Suðurnesjum 14,5%, miðað við einstaklinga með bótarétt hjá Vinnumálastofnun, sem var umtalsvert hærra en annars staðar á landinu. Næst á eftir Suðurnesjum kom höfuðborgarsvæðið með 9,2% og yfir landið allt mældist atvinnuleysið 8,6%. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira