Komin úr skugga atvinnuleysis Svavar Hávarðsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Fjölgun starfa í ferðaþjónustu, ekki síst á Keflavíkurflugvelli, hefur haft mest að segja við að rétta kúrsinn. vísir/stefán Í fyrsta skipti í hálfan annan áratug mælist atvinnuleysi ekki það hæsta á landinu öllu á Suðurnesjum. Þetta er markverður árangur ekki síst í ljósi þess að frá árinu 2006 hafa sveitarfélög á Suðurnesjum þurft að rífa sig upp eftir tvö áföll – brottför hersins og eins og alþjóð eftir efnahagshrunið tveimur árum seinna. Þetta sýna gögn Vinnumálastofnunar frá árinu 2000 til dagsins í dag. Stóra myndin er sú að atvinnuleysi mælist óverulegt um allt land – er 2,8% á landsvísu. Hins vegar bregður svo við að atvinnuleysi á Suðurnesjum var í lok aprílmánaðar minna en á landsvísu og á höfuðborgarsvæðinu, þó sáralitlu muni á milli atvinnusvæðanna tveggja. Þessi staða hefur ekki verið uppi allt frá aldamótum. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, segir ekkert launungarmál að ein helsta ástæða minnkandi atvinnuleysis á Reykjanesi sé ferðaþjónustan, og afleidd störf. Hún minnir á að gert sé ráð fyrir að um 900 störf skapist á hverja milljón farþega, en 85% starfsmanna Isavia eru búsett á Suðurnesjum.Berglind Kristinsdóttir„Vinna við stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur kallað á fjölda iðnaðarmanna sem og uppbygging í Helguvík. Nálægðin við flugvöllinn hefur líka gefið sjávarútvegsfyrirtækjum tækifæri til að koma sínum vörum hratt og örugglega á markaði erlendis. Þetta er afar ánægjuleg þróun, því ef borið er saman atvinnuleysi á Suðurnesjum og t.d. Reykjavík frá árunum 2000-2008, var atvinnuleysi minna á Suðurnesjum. Ástandið sem varð til eftir brotthvarf hersins og fjármálahrunið var því ástand sem við áttum ekki að venjast. Við getum því ekki verið neitt annað en bjartsýn á framtíðina,“ segir Berglind. Eins og Fréttablaðið greindi frá nýlega þáðu rúmlega helmingi færri einstaklingar eða fjölskyldur fjárhagsaðstoð vegna framfærslu frá Reykjanesbæ fyrstu mánuði þessa árs en á sama tímabili árið 2014. Þetta kemur fram í tölum frá velferðarsviði bæjarins. Í samhengi má rifja upp áfangaskýrslu samstarfshóps á Suðurnesjum frá árinu 2011 þar sem tölur sýndu að ekkert hafði dregið úr atvinnuleysi á Suðurnesjum frá hruni. Í mars 2011 mældist atvinnuleysi á Suðurnesjum 14,5%, miðað við einstaklinga með bótarétt hjá Vinnumálastofnun, sem var umtalsvert hærra en annars staðar á landinu. Næst á eftir Suðurnesjum kom höfuðborgarsvæðið með 9,2% og yfir landið allt mældist atvinnuleysið 8,6%. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Í fyrsta skipti í hálfan annan áratug mælist atvinnuleysi ekki það hæsta á landinu öllu á Suðurnesjum. Þetta er markverður árangur ekki síst í ljósi þess að frá árinu 2006 hafa sveitarfélög á Suðurnesjum þurft að rífa sig upp eftir tvö áföll – brottför hersins og eins og alþjóð eftir efnahagshrunið tveimur árum seinna. Þetta sýna gögn Vinnumálastofnunar frá árinu 2000 til dagsins í dag. Stóra myndin er sú að atvinnuleysi mælist óverulegt um allt land – er 2,8% á landsvísu. Hins vegar bregður svo við að atvinnuleysi á Suðurnesjum var í lok aprílmánaðar minna en á landsvísu og á höfuðborgarsvæðinu, þó sáralitlu muni á milli atvinnusvæðanna tveggja. Þessi staða hefur ekki verið uppi allt frá aldamótum. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, segir ekkert launungarmál að ein helsta ástæða minnkandi atvinnuleysis á Reykjanesi sé ferðaþjónustan, og afleidd störf. Hún minnir á að gert sé ráð fyrir að um 900 störf skapist á hverja milljón farþega, en 85% starfsmanna Isavia eru búsett á Suðurnesjum.Berglind Kristinsdóttir„Vinna við stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur kallað á fjölda iðnaðarmanna sem og uppbygging í Helguvík. Nálægðin við flugvöllinn hefur líka gefið sjávarútvegsfyrirtækjum tækifæri til að koma sínum vörum hratt og örugglega á markaði erlendis. Þetta er afar ánægjuleg þróun, því ef borið er saman atvinnuleysi á Suðurnesjum og t.d. Reykjavík frá árunum 2000-2008, var atvinnuleysi minna á Suðurnesjum. Ástandið sem varð til eftir brotthvarf hersins og fjármálahrunið var því ástand sem við áttum ekki að venjast. Við getum því ekki verið neitt annað en bjartsýn á framtíðina,“ segir Berglind. Eins og Fréttablaðið greindi frá nýlega þáðu rúmlega helmingi færri einstaklingar eða fjölskyldur fjárhagsaðstoð vegna framfærslu frá Reykjanesbæ fyrstu mánuði þessa árs en á sama tímabili árið 2014. Þetta kemur fram í tölum frá velferðarsviði bæjarins. Í samhengi má rifja upp áfangaskýrslu samstarfshóps á Suðurnesjum frá árinu 2011 þar sem tölur sýndu að ekkert hafði dregið úr atvinnuleysi á Suðurnesjum frá hruni. Í mars 2011 mældist atvinnuleysi á Suðurnesjum 14,5%, miðað við einstaklinga með bótarétt hjá Vinnumálastofnun, sem var umtalsvert hærra en annars staðar á landinu. Næst á eftir Suðurnesjum kom höfuðborgarsvæðið með 9,2% og yfir landið allt mældist atvinnuleysið 8,6%. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira