Komin úr skugga atvinnuleysis Svavar Hávarðsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Fjölgun starfa í ferðaþjónustu, ekki síst á Keflavíkurflugvelli, hefur haft mest að segja við að rétta kúrsinn. vísir/stefán Í fyrsta skipti í hálfan annan áratug mælist atvinnuleysi ekki það hæsta á landinu öllu á Suðurnesjum. Þetta er markverður árangur ekki síst í ljósi þess að frá árinu 2006 hafa sveitarfélög á Suðurnesjum þurft að rífa sig upp eftir tvö áföll – brottför hersins og eins og alþjóð eftir efnahagshrunið tveimur árum seinna. Þetta sýna gögn Vinnumálastofnunar frá árinu 2000 til dagsins í dag. Stóra myndin er sú að atvinnuleysi mælist óverulegt um allt land – er 2,8% á landsvísu. Hins vegar bregður svo við að atvinnuleysi á Suðurnesjum var í lok aprílmánaðar minna en á landsvísu og á höfuðborgarsvæðinu, þó sáralitlu muni á milli atvinnusvæðanna tveggja. Þessi staða hefur ekki verið uppi allt frá aldamótum. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, segir ekkert launungarmál að ein helsta ástæða minnkandi atvinnuleysis á Reykjanesi sé ferðaþjónustan, og afleidd störf. Hún minnir á að gert sé ráð fyrir að um 900 störf skapist á hverja milljón farþega, en 85% starfsmanna Isavia eru búsett á Suðurnesjum.Berglind Kristinsdóttir„Vinna við stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur kallað á fjölda iðnaðarmanna sem og uppbygging í Helguvík. Nálægðin við flugvöllinn hefur líka gefið sjávarútvegsfyrirtækjum tækifæri til að koma sínum vörum hratt og örugglega á markaði erlendis. Þetta er afar ánægjuleg þróun, því ef borið er saman atvinnuleysi á Suðurnesjum og t.d. Reykjavík frá árunum 2000-2008, var atvinnuleysi minna á Suðurnesjum. Ástandið sem varð til eftir brotthvarf hersins og fjármálahrunið var því ástand sem við áttum ekki að venjast. Við getum því ekki verið neitt annað en bjartsýn á framtíðina,“ segir Berglind. Eins og Fréttablaðið greindi frá nýlega þáðu rúmlega helmingi færri einstaklingar eða fjölskyldur fjárhagsaðstoð vegna framfærslu frá Reykjanesbæ fyrstu mánuði þessa árs en á sama tímabili árið 2014. Þetta kemur fram í tölum frá velferðarsviði bæjarins. Í samhengi má rifja upp áfangaskýrslu samstarfshóps á Suðurnesjum frá árinu 2011 þar sem tölur sýndu að ekkert hafði dregið úr atvinnuleysi á Suðurnesjum frá hruni. Í mars 2011 mældist atvinnuleysi á Suðurnesjum 14,5%, miðað við einstaklinga með bótarétt hjá Vinnumálastofnun, sem var umtalsvert hærra en annars staðar á landinu. Næst á eftir Suðurnesjum kom höfuðborgarsvæðið með 9,2% og yfir landið allt mældist atvinnuleysið 8,6%. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Í fyrsta skipti í hálfan annan áratug mælist atvinnuleysi ekki það hæsta á landinu öllu á Suðurnesjum. Þetta er markverður árangur ekki síst í ljósi þess að frá árinu 2006 hafa sveitarfélög á Suðurnesjum þurft að rífa sig upp eftir tvö áföll – brottför hersins og eins og alþjóð eftir efnahagshrunið tveimur árum seinna. Þetta sýna gögn Vinnumálastofnunar frá árinu 2000 til dagsins í dag. Stóra myndin er sú að atvinnuleysi mælist óverulegt um allt land – er 2,8% á landsvísu. Hins vegar bregður svo við að atvinnuleysi á Suðurnesjum var í lok aprílmánaðar minna en á landsvísu og á höfuðborgarsvæðinu, þó sáralitlu muni á milli atvinnusvæðanna tveggja. Þessi staða hefur ekki verið uppi allt frá aldamótum. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, segir ekkert launungarmál að ein helsta ástæða minnkandi atvinnuleysis á Reykjanesi sé ferðaþjónustan, og afleidd störf. Hún minnir á að gert sé ráð fyrir að um 900 störf skapist á hverja milljón farþega, en 85% starfsmanna Isavia eru búsett á Suðurnesjum.Berglind Kristinsdóttir„Vinna við stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur kallað á fjölda iðnaðarmanna sem og uppbygging í Helguvík. Nálægðin við flugvöllinn hefur líka gefið sjávarútvegsfyrirtækjum tækifæri til að koma sínum vörum hratt og örugglega á markaði erlendis. Þetta er afar ánægjuleg þróun, því ef borið er saman atvinnuleysi á Suðurnesjum og t.d. Reykjavík frá árunum 2000-2008, var atvinnuleysi minna á Suðurnesjum. Ástandið sem varð til eftir brotthvarf hersins og fjármálahrunið var því ástand sem við áttum ekki að venjast. Við getum því ekki verið neitt annað en bjartsýn á framtíðina,“ segir Berglind. Eins og Fréttablaðið greindi frá nýlega þáðu rúmlega helmingi færri einstaklingar eða fjölskyldur fjárhagsaðstoð vegna framfærslu frá Reykjanesbæ fyrstu mánuði þessa árs en á sama tímabili árið 2014. Þetta kemur fram í tölum frá velferðarsviði bæjarins. Í samhengi má rifja upp áfangaskýrslu samstarfshóps á Suðurnesjum frá árinu 2011 þar sem tölur sýndu að ekkert hafði dregið úr atvinnuleysi á Suðurnesjum frá hruni. Í mars 2011 mældist atvinnuleysi á Suðurnesjum 14,5%, miðað við einstaklinga með bótarétt hjá Vinnumálastofnun, sem var umtalsvert hærra en annars staðar á landinu. Næst á eftir Suðurnesjum kom höfuðborgarsvæðið með 9,2% og yfir landið allt mældist atvinnuleysið 8,6%. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira