Fyrsta banaslysið í Hvalfjarðargöngum Ingvar Haraldsson skrifar 6. júní 2016 06:00 Slysið í Hvalfjarðargöngum. Vísir/Eyþór Banaslys varð í Hvalfjarðargöngunum skömmu fyrir klukkan tvö í gær. Jeppi, á leið til suðurs, hafnaði á öfugum vegarhelmingi í göngunum, tæpum kílómetra frá suðurenda þeirra, og lenti framan á fólksbíl. Hin látna, kona á sjötugsaldri, var farþegi í framsæti fólksbílsins. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi samkvæmt lögreglu. Slysið er fyrsta banaslysið í Hvalfjarðargöngunum frá opnun þeirra árið 1998. Fjórir voru fluttir slasaðir á Landspítalann, þar af einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar en tveir voru í öðrum bílnum og þrír í hinum. Þrír voru á gjörgæsludeild og einn var í rannsóknum í gærkvöldi samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Göngin voru lokuð í um þrjár klukkustundir í kjölfar slyssins. Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar sem rekur Hvalfjarðargöngin, segir umferð hafa aukist mikið í göngunum í ár og því fari að verða brýnt að taka ákvörðun um hvort tvöfalda eigi göngin.Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar„Þá náttúrulega verða svona slys ekki, langhættulegustu slysin eru framanáakstur,“ segir Gylfi. Erfitt sé að gera frekari öryggisráðstafanir í göngunum en þær sem þegar hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir slys sem þessi. Útlit sé fyrir að allt tuttugu prósent aukningu í ár þannig að meðalfjöldi bíla á dag verði milli 6.600 og 6.700. „Hættan á þessu eykst, bæði utan ganganna og innan, þegar umferð eykst svona rosalega eins og gerst hefur í ár alls staðar. Þetta eru allt saman 1+1 vegir, nánast, þar sem þessi mikla traffík er,“ segir Gylfi. Aukist umferð jafn mikið það sem af er þessu ári út árið og á því næsta má búast við að umferðin í Hvalfjarðargöngunum verði komin upp í hámark leyfilegrar umferðar samkvæmt Evróputilskipunum á næsta ári. Það eru 8.000 bílar að meðaltali á dag yfir allt árið. Því kallar Gylfi eftir umræðu um hvort tvöfalda eigi göngin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslys í Hvalfjarðargöngunum Einn lést í mjög alvarlegu umferðarslysi sem varð í Hvalfjarðargöngunum í dag. 5. júní 2016 16:30 Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð að nýju Einn lést í umferðarslysinu samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. 5. júní 2016 17:30 Mikill viðbúnaður vegna bílslyss í Hvalfjarðargöngunum Fjöldi sjúkrabíla er nú á leið í Hvalfjarðargöngin en þar varð bílslys fyrir stundu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. 5. júní 2016 14:16 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Banaslys varð í Hvalfjarðargöngunum skömmu fyrir klukkan tvö í gær. Jeppi, á leið til suðurs, hafnaði á öfugum vegarhelmingi í göngunum, tæpum kílómetra frá suðurenda þeirra, og lenti framan á fólksbíl. Hin látna, kona á sjötugsaldri, var farþegi í framsæti fólksbílsins. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi samkvæmt lögreglu. Slysið er fyrsta banaslysið í Hvalfjarðargöngunum frá opnun þeirra árið 1998. Fjórir voru fluttir slasaðir á Landspítalann, þar af einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar en tveir voru í öðrum bílnum og þrír í hinum. Þrír voru á gjörgæsludeild og einn var í rannsóknum í gærkvöldi samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Göngin voru lokuð í um þrjár klukkustundir í kjölfar slyssins. Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar sem rekur Hvalfjarðargöngin, segir umferð hafa aukist mikið í göngunum í ár og því fari að verða brýnt að taka ákvörðun um hvort tvöfalda eigi göngin.Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar„Þá náttúrulega verða svona slys ekki, langhættulegustu slysin eru framanáakstur,“ segir Gylfi. Erfitt sé að gera frekari öryggisráðstafanir í göngunum en þær sem þegar hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir slys sem þessi. Útlit sé fyrir að allt tuttugu prósent aukningu í ár þannig að meðalfjöldi bíla á dag verði milli 6.600 og 6.700. „Hættan á þessu eykst, bæði utan ganganna og innan, þegar umferð eykst svona rosalega eins og gerst hefur í ár alls staðar. Þetta eru allt saman 1+1 vegir, nánast, þar sem þessi mikla traffík er,“ segir Gylfi. Aukist umferð jafn mikið það sem af er þessu ári út árið og á því næsta má búast við að umferðin í Hvalfjarðargöngunum verði komin upp í hámark leyfilegrar umferðar samkvæmt Evróputilskipunum á næsta ári. Það eru 8.000 bílar að meðaltali á dag yfir allt árið. Því kallar Gylfi eftir umræðu um hvort tvöfalda eigi göngin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslys í Hvalfjarðargöngunum Einn lést í mjög alvarlegu umferðarslysi sem varð í Hvalfjarðargöngunum í dag. 5. júní 2016 16:30 Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð að nýju Einn lést í umferðarslysinu samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. 5. júní 2016 17:30 Mikill viðbúnaður vegna bílslyss í Hvalfjarðargöngunum Fjöldi sjúkrabíla er nú á leið í Hvalfjarðargöngin en þar varð bílslys fyrir stundu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. 5. júní 2016 14:16 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Banaslys í Hvalfjarðargöngunum Einn lést í mjög alvarlegu umferðarslysi sem varð í Hvalfjarðargöngunum í dag. 5. júní 2016 16:30
Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð að nýju Einn lést í umferðarslysinu samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. 5. júní 2016 17:30
Mikill viðbúnaður vegna bílslyss í Hvalfjarðargöngunum Fjöldi sjúkrabíla er nú á leið í Hvalfjarðargöngin en þar varð bílslys fyrir stundu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. 5. júní 2016 14:16