Innlent

Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð að nýju

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvalfjarðargöngunum var lokað.
Hvalfjarðargöngunum var lokað. Vísir/Eyþór
Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð eftir að þeim var lokað í dag vegna banaslyss.

Lögregla lokaði göngunum í því skyni að rannsaka tildrög slyssins en jeppi skall á fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt. Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hafa lokið störfum á vettvangi. Einn lést í umferðarslysinu samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Var hann látinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Fjórir voru fluttir slasaðir á spítalann og eru þrír á gjörgæslu og einn í rannsóknum.

Umferð var beint um Hvalfjörð á meðan göngunum var haldið lokuðum en talsverð umferð var á svæðinu. 






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×