Kanye olli algjöru öngþveiti með óvæntum tónleikum sem ekkert varð af Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2016 14:46 Talið er að allt að fjögur þúsund manns hafi verið við Webster Hall þegar mest var. Vísir/EPA/Twitter Þrátt fyrir að tónleikum rapparans Kanye West á Governors Ball-tónlistarhátíðinni á Randall-eyju í New York hafi verið frestað í gær náði rapparinn hins vegar að skapa algjöran glundroða í borginni með því efna til óvæntra næturtónleika sem ekkert varð úr. Skipuleggjendur Governors Ball tóku þá ákvörðun að aflýsa öllum tónleikum á þriðja degi hátíðarinnar á sunnudag vegna veðurs. Kanye var einn af þeim sem átti að spila á sunnudeginum en tók þess í stað nokkur lög á tónleikum á vegum útvarpsstöðvarinnar Hot 97. Skömmu síðar fóru fregnir að berast um samfélagsmiðla að Kanye væri búinn að plana tónleika á tónleikastaðnum Webster Hall á Manhattan klukkan tvö að staðartíma í síðastliðna nótt. Aðdáendur hröðuðu sér að tónleikastaðnum og á örskömmum tíma myndaðist algjört öngþveiti á götum Manhattan. Talið er að allt rúmlega fjögur þúsund manns hafi verið á svæðinu þegar mest var á sagði Billboard að ástandið minnti um margt á óeirðir.Kanye show causing chaos out here at Webster Hall. pic.twitter.com/Vowqwa7P9s— Pigeons & Planes (@PigsAndPlans) June 6, 2016 Eiginkona Kanye, Kim Kardashian, birti myndband á Snapchat-reikningi sínum þar sem Kanye sást reyna að ná í borgarstjórann sjálfan Bill de Blasio með það að markmiði að ná fram skyndilokunum á götum í grennd við Webster Hall svo aðdáendur hans gætu haldið partí þar utandyra. Hann fékk því þó ekki framgengt og þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í tvö í nótt á austurströnd Bandaríkjanna barst tilkynning frá Webster Hall þess efnis að næturtónleikar Kanye færu ekki fram.New York Daily News greinir frá því að mannmergðin fyrir utan staðinn hafi gert það að verkum að eigendur staðarins tóku þá ákvörðun. Þrátt fyrir þá tilkynningu ákváðu fjöldi þeirra sem mættu á staðinn að bíða í þeirri von að sjá goðið. Þeim varð að ósk sinni þegar West veifaði þeim úr bíl sínum. when @kanyewest is getting mobbed by screaming fans right across your dorm pic.twitter.com/PMVJWD6MAw— Eric Liang (@hiEricLiang) June 6, 2016 Look at this power. It's almost 2 AM & more than half of these people aren't going to get in. pic.twitter.com/sdGyKEhFzi— ronald isley (@yoyotrav) June 6, 2016 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Þrátt fyrir að tónleikum rapparans Kanye West á Governors Ball-tónlistarhátíðinni á Randall-eyju í New York hafi verið frestað í gær náði rapparinn hins vegar að skapa algjöran glundroða í borginni með því efna til óvæntra næturtónleika sem ekkert varð úr. Skipuleggjendur Governors Ball tóku þá ákvörðun að aflýsa öllum tónleikum á þriðja degi hátíðarinnar á sunnudag vegna veðurs. Kanye var einn af þeim sem átti að spila á sunnudeginum en tók þess í stað nokkur lög á tónleikum á vegum útvarpsstöðvarinnar Hot 97. Skömmu síðar fóru fregnir að berast um samfélagsmiðla að Kanye væri búinn að plana tónleika á tónleikastaðnum Webster Hall á Manhattan klukkan tvö að staðartíma í síðastliðna nótt. Aðdáendur hröðuðu sér að tónleikastaðnum og á örskömmum tíma myndaðist algjört öngþveiti á götum Manhattan. Talið er að allt rúmlega fjögur þúsund manns hafi verið á svæðinu þegar mest var á sagði Billboard að ástandið minnti um margt á óeirðir.Kanye show causing chaos out here at Webster Hall. pic.twitter.com/Vowqwa7P9s— Pigeons & Planes (@PigsAndPlans) June 6, 2016 Eiginkona Kanye, Kim Kardashian, birti myndband á Snapchat-reikningi sínum þar sem Kanye sást reyna að ná í borgarstjórann sjálfan Bill de Blasio með það að markmiði að ná fram skyndilokunum á götum í grennd við Webster Hall svo aðdáendur hans gætu haldið partí þar utandyra. Hann fékk því þó ekki framgengt og þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í tvö í nótt á austurströnd Bandaríkjanna barst tilkynning frá Webster Hall þess efnis að næturtónleikar Kanye færu ekki fram.New York Daily News greinir frá því að mannmergðin fyrir utan staðinn hafi gert það að verkum að eigendur staðarins tóku þá ákvörðun. Þrátt fyrir þá tilkynningu ákváðu fjöldi þeirra sem mættu á staðinn að bíða í þeirri von að sjá goðið. Þeim varð að ósk sinni þegar West veifaði þeim úr bíl sínum. when @kanyewest is getting mobbed by screaming fans right across your dorm pic.twitter.com/PMVJWD6MAw— Eric Liang (@hiEricLiang) June 6, 2016 Look at this power. It's almost 2 AM & more than half of these people aren't going to get in. pic.twitter.com/sdGyKEhFzi— ronald isley (@yoyotrav) June 6, 2016
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira