Flaug til Köben til að mæla strákana Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. júní 2016 08:30 Aðalsteinn Jón Bergdal sýnir okkur hálsmálið á jakkanum sem skartar þessum fína útsaumi. Vísir/Jóhanna Við byrjuðum að mæla þá í kringum jólin. Þetta var mikið verkefni. Við fórum tveir ásamt eigandanum til Köben um páskana, við vorum allan föstudaginn langa að klára þetta, ná öllum sem komust ekki um jólin – sem voru ansi margir,“ segir Aðalsteinn Jón Bergdal, starfsmaður Herragarðsins, sem var einn af þeim sem komu að þessu mikla verki. „Þetta er ekki beint sérsaumur, þetta er kallað „made to measure“. Þannig að þú ferð í jakkaföt frá þessu fyrirtæki og það eru gerðar mælingar út frá því. Það komu einhverjir um jólin og þeir eru sumir hverjir í aðeins betra formi en um jólin. Eins og við bjóðum upp á fyrir okkar kúnna sem eru að kaupa þennan sérsaum þá skiptir önnur mátun máli – þegar fötin koma þá mátarðu aftur og ef þarf að gera eitthvað þá erum við með besta klæðskera á landinu til að redda því.“Var einhver þeirra með föt sem þurfti að laga mikið eftir jólin? „Sumir voru komnir með grennra mitti eftir jólin,“ segir Aðalsteinn kíminn.Hvernig föt eru þetta sem strákarnir eru í? „Þetta er þessi Herragarðs-sérsaumur sem við erum með í gangi og byrjuðum með í fyrra. Á fundi með KSÍ mæltum við auðvitað með ákveðnum efnum sem væru þægileg á ferðalögum og annað slíkt. Það er smá „stretch“ í efninu í jakkafötunum sem þeir eru í.“Gætu þeir sem sagt spilað fótbolta í fötunum? „Það væri möguleiki en færi sennilega ekki vel með fötin.“Landsliðsstrákarnir nýlentir í Frakklandi. Stórglæsilegir í jakkafötunum sérsniðnu.Vísir/EPAVar einhver í liðinu með vesen og sérþarfir varðandi fötin? „Það var enginn með vesen, en þeir voru með ákveðnar skoðanir, mismunandi skoðanir eftir því hvar þeir voru að spila – þeir sem eru að spila á Ítalíu sérstaklega,“ segir Aðalsteinn og hlær, „þeir eru allir í hörku formi og flott vaxnir þannig að það var hægt að hafa þetta slim og gæjalegt á þeim öllum, en það fylgir auðvitað fótboltamönnum að vera með sver læri og stóra kálfa og svona. En við reyndum að hafa flott heildarlúkk á þessu þannig að allir væru frekar svipaðir og það væri ekki einhver einn í níðþröngum buxum til dæmis. Við höfðum hnappagatið á boðungnum vínrautt og neðsta hnappagatið á erminni líka – þannig að bindið sem þeir eru með tengist aðeins út í það. Þetta er skírskotun í þetta hvíta, bláa, rauða án þess að vera alveg eins og gangandi fáni. Við vildum eitthvað sem væri virkilega töff en vísaði í fánann. Við vildum ekki vera með eldrautt bindi eða neitt þannig.“Er alvanalegt að þið farið svona úr landi til að taka mál af mönnum? „Við gerum ýmislegt, við förum úr húsi ef þess þarf til að koma til móts við kúnna. En þetta var ekki hægt öðruvísi – þeir voru ekkert að koma til landsins margir hverjir. Þetta þurfti auðvitað að gerast á ákveðnum tíma til að þetta kæmist út í saum í tæka tíð.“ Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Við byrjuðum að mæla þá í kringum jólin. Þetta var mikið verkefni. Við fórum tveir ásamt eigandanum til Köben um páskana, við vorum allan föstudaginn langa að klára þetta, ná öllum sem komust ekki um jólin – sem voru ansi margir,“ segir Aðalsteinn Jón Bergdal, starfsmaður Herragarðsins, sem var einn af þeim sem komu að þessu mikla verki. „Þetta er ekki beint sérsaumur, þetta er kallað „made to measure“. Þannig að þú ferð í jakkaföt frá þessu fyrirtæki og það eru gerðar mælingar út frá því. Það komu einhverjir um jólin og þeir eru sumir hverjir í aðeins betra formi en um jólin. Eins og við bjóðum upp á fyrir okkar kúnna sem eru að kaupa þennan sérsaum þá skiptir önnur mátun máli – þegar fötin koma þá mátarðu aftur og ef þarf að gera eitthvað þá erum við með besta klæðskera á landinu til að redda því.“Var einhver þeirra með föt sem þurfti að laga mikið eftir jólin? „Sumir voru komnir með grennra mitti eftir jólin,“ segir Aðalsteinn kíminn.Hvernig föt eru þetta sem strákarnir eru í? „Þetta er þessi Herragarðs-sérsaumur sem við erum með í gangi og byrjuðum með í fyrra. Á fundi með KSÍ mæltum við auðvitað með ákveðnum efnum sem væru þægileg á ferðalögum og annað slíkt. Það er smá „stretch“ í efninu í jakkafötunum sem þeir eru í.“Gætu þeir sem sagt spilað fótbolta í fötunum? „Það væri möguleiki en færi sennilega ekki vel með fötin.“Landsliðsstrákarnir nýlentir í Frakklandi. Stórglæsilegir í jakkafötunum sérsniðnu.Vísir/EPAVar einhver í liðinu með vesen og sérþarfir varðandi fötin? „Það var enginn með vesen, en þeir voru með ákveðnar skoðanir, mismunandi skoðanir eftir því hvar þeir voru að spila – þeir sem eru að spila á Ítalíu sérstaklega,“ segir Aðalsteinn og hlær, „þeir eru allir í hörku formi og flott vaxnir þannig að það var hægt að hafa þetta slim og gæjalegt á þeim öllum, en það fylgir auðvitað fótboltamönnum að vera með sver læri og stóra kálfa og svona. En við reyndum að hafa flott heildarlúkk á þessu þannig að allir væru frekar svipaðir og það væri ekki einhver einn í níðþröngum buxum til dæmis. Við höfðum hnappagatið á boðungnum vínrautt og neðsta hnappagatið á erminni líka – þannig að bindið sem þeir eru með tengist aðeins út í það. Þetta er skírskotun í þetta hvíta, bláa, rauða án þess að vera alveg eins og gangandi fáni. Við vildum eitthvað sem væri virkilega töff en vísaði í fánann. Við vildum ekki vera með eldrautt bindi eða neitt þannig.“Er alvanalegt að þið farið svona úr landi til að taka mál af mönnum? „Við gerum ýmislegt, við förum úr húsi ef þess þarf til að koma til móts við kúnna. En þetta var ekki hægt öðruvísi – þeir voru ekkert að koma til landsins margir hverjir. Þetta þurfti auðvitað að gerast á ákveðnum tíma til að þetta kæmist út í saum í tæka tíð.“
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira