Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og ISAVIA. Rætt verður við fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og formann félags Íslenskra flugumferðarstjóra í beinni útsendingu. Þá verður fjallað um mokveiði í laxveiðiám landsins en í Norðurá í Borgarfirði hafa veiðst rúmlega 120 laxar á fimm dögum.

Einnig verður rætt við Davíð Oddsson, forsetaframbjóðanda, en hann segir það vera það vera rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu.



Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×