Innlent

122 laxar hafa veiðst í Norðurá á fimm dögum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Met veiði hefur verið í þeim ám þar sem laxveiði er hafin. Í Norðurá í Borgarfirði hafa veiðst 122 laxar á fimm dögum.

„Það verður náttúrulega að segjast eins og er að laxveiðin hefur farið afar vel af stað. Við opnuðum hér á laugardaginn fyrir tæpri viku og fyrsta hollið, opnunarhollið, fékk 77 fiska sem er náttúrulega bara met. Gríðarlega skemmtilegt og fiskurinn kemur vel haldinn úr hafi. Þannig að við gátum ekki beðið um meira. Blanda fór af stað daginn eftir með feiknaveiði þannig það er mikil bjartsýni ríkjandi,“ segir Einar Sigfússon rekstrarstjóri Norðurár.

Hann segir stærstu fiskana hafa verið um 95 sentimetrar. „Þetta er náttúrulega stór fiskur. Þetta er tveggja ára lax,“ segir Einar. Hann segir að það hafi líka komið smálaxar með sem teljist gæfumerki.

Einar telur að þakka megi átaki Veiðimálastofnunar, þar sem fólk er hvatt til að sleppa stórum fiskum, hversu vel veiðist nú. Fiski hefur verið sleppt í miklum mæli síðastliðinn áratug nema hann sé skaddaður. Þannig er langflestum fiskum sleppt í Norðurá. „Það hrygnir meira þessum fiski í ánni fyrir bragðið og það eru fleiri seiði sem að komast á legg sem að hafa þetta gen. Sem að hafa þessa erfðaeiginleika að koma heim eftir að þeir ganga til hafs. Koma heim eftir tvö ár í hafi og eru þá 7 og upp í 15 pund. Smálaxinn, sem er eitt ár í hafi, hann er svona fjögur og upp í sjö pund. Mér finnst svona mjög nærtækt að álykta sem svo að það geti verið að þetta sé að skila sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×