Innlent

Ekkert flug í nótt vegna forfalla

Bjarki Ármannsson skrifar
Upplýsingafulltrúi Isavia segist eiga bágt með að trúa því að flugumferðarstjórar vilji ekki manna aukavaktir vegna kjarabaráttu sinnar.
Upplýsingafulltrúi Isavia segist eiga bágt með að trúa því að flugumferðarstjórar vilji ekki manna aukavaktir vegna kjarabaráttu sinnar. Vísir/GVA
Ekkert flug verður um Reykjavíkurflugvöll seint í kvöld og í nótt vegna forfalla á næturvakt í flugturninum. Notendum flugvallarins er í tilkynningu frá Isavia bent á að nota Keflavíkurflugvöll í staðinn á milli klukkan níu í kvöld og sjö í fyrramálið.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segist eiga bágt með að trúa því að flugumferðarstjórar vilji ekki manna aukavaktirnar vegna kjarabaráttu sinnar og að þetta sé það sem koma skal.

Sem kunnugt er bannaði Alþingi í gær yfirvinnubann Félags íslenskra flugumferðarstjóra með lögum. Flugumferðarstjórar bentu þó á það í ályktun á fundi sínum í gærkvöldi að þeir ráða því enn sjálfir hvort þeir vinni yfirvinnu.

„Það er samningafundur í fyrramálið og við munum bara halda áfram viðræðunum,“ segir Guðni. „Núna höfum við frest til 24. júní til að ná samningi og við vonum bara að það setji pressu á báða aðila.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×