Innlent

Um 400 lítrar af gambra fundust í húsinu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lögreglumenn að störfum á vettvangi.
Lögreglumenn að störfum á vettvangi. vísir/vilhelm
Tveir voru handteknir á ellefta tímanum í morgun grunaðir um framleiðslu á áfengi í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir voru yfirheyrðir og látnir lausir að yfirheyrslu lokinni. Málið telst upplýst. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. 

Á staðnum fundust á bilinu 300-400 lítrar af gambra og nokkrir tugir lítra af hreinum landa. Vökvinn var gerður upptækur af lögreglu. Þá voru tæki og tól til bruggunar gerð upptæk. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×