Innlent

Umfangsmikil landaframleiðsla stöðvuð á Laugavegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá aðgerð lögreglu við Laugaveg í dag.
Frá aðgerð lögreglu við Laugaveg í dag. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu blés til nokkuð umfangsmikillar aðgerðar í húsi við Laugaveg 67 á tólfta tímanum í morgun. Fjölmargir lögreglumenn komu að aðgerðinni sem farið var í vegna gruns um landaframleiðslu í húsinu.

Sú reyndist raunin og þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis, bar að garði var verið að bera brúsa og aðrar græjur út í lögreglubíl.

Von er á tilkynningu frá lögreglu síðar í dag vegna aðgerðarinnar.

 

Hluti þess búnaðar sem gerður var upptækur.Vísir/Vilhelm
Lögreglumenn við störf.vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×