Áramótateiti Trumps? Hulda Vigdísardóttir skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Í augum margra er hann faðir minn sannkallaður ævintýramaður. Óútreiknanlegur og spennandi. Hann starfar sem leiðsögumaður og er alltaf með annan fótinn á Íslandi en hinn, tja, einhvers staðar annars staðar. Hann er fljótur að kynnast nýju fólki og þó hann sjálfur hleypi ekki hverjum sem er að sér (og í raun afar fáum) lítur fjöldi fólks um allan heim á hann sem trúnaðarvin og segir honum jafnvel sín dýpstu leyndarmál. Í gegnum árin hef ég oft verið spurð hvar pabbi sé staddur og hvað hann sé að gera: „Oh! Hvað er hann pabbi þinn að bralla skemmtilegt núna? Hvar í heiminum er hann? Hvað er hann að gera þar? Hvað ætlar hann svo að gera næst? Veistu það? Verður hann eitthvað á Íslandi á næstunni? Það er alltaf svo spennandi að fylgjast með honum!“ Og þó ég hafi e.t.v. ekki alltaf verið ýkja hrifin af lítilli viðveru hans hér heima og stöðugu spurningaflóði ættingja og vina, hefur spennandi líferni hans oft veitt mér innblástur og ég fengið að ferðast mikið og kynnast heiminum á annan hátt en margir jafnaldrar mínir. Fyrir rúmu ári síðan tók pabbi á móti bandarískum hópi ferðamanna í Leifsstöð og fór með þeim í tíu daga ferð í kringum landið. Í þessum hópi var áttræð ekkja frá Manhattan sem ákvað strax á fyrsta degi ferðar að kynnast Íslandi enn betur og koma aftur að ári liðnu. Þá ákvörðun stóð hún við og í sumar ferðuðust þau pabbi um landið og skoðuðu alla króka og kima. Þar sem eitt helsta áhugamál pabba er alþjóðastjórnmál, barst talið eitt kvöldið að forsetakosningum Bandaríkjanna 2016. Eitt leiddi af öðru og áður en pabbi vissi af var honum boðið í heimsókn til Bandaríkjanna.Afþakkaði heimboðiðEn þetta heimboð var ekki bara hvenær sem er, hvert sem er né heldur í hvaða erindagjörðum sem er. Nú stóð pabba skyndilega til boða að heimsækja blómafylkið Flórída, vetrardvalarstað ekkjunnar, um áramótin. Og nei, ekki stóð til að spranga léttklædd um á ströndinni með sólgleraugu á nefinu, né heldur myndataka með Mikka mús, ef út í það er farið. Honum var hér með formlega boðið í áramótateiti einhvers umdeildasta manns okkar daga, Donalds Trump. Svo hvar er pabbi? Hvað er hann að bralla skemmtilegt núna? Og hvar í veröldinni verður hann um næstu áramót? Situr hann tveimur borðum frá verðandi forseta Bandaríkjanna og bíður eftir litríkri flugeldasýningu til marks um að árið 2017 sé gengið í garð? Árið sem Trump tekur við forsetaembætti eins valdamesta ríkis heims nú á dögum. Árið sem margir óttast. Árið sem allt getur gerst. Nei, hann verður á Snæfellsnesi. Hann verður á Snæfellsnesi að gæta steinasafns vinar síns og var sko ekki lengi að afþakka heimboðið til Flórída þegar hann vissi hver héldi veisluna. Ég get því með stolti sagt að þessi áramót sé faðir minn steinasafnvörður á Snæfellsnesi. Hann er ekki gestur Trumps, hvorki í áramótateiti né annars staðar og ég vona að sem fæstir taki boðum hans næstu fjögur ár, allavega valdboðum hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í augum margra er hann faðir minn sannkallaður ævintýramaður. Óútreiknanlegur og spennandi. Hann starfar sem leiðsögumaður og er alltaf með annan fótinn á Íslandi en hinn, tja, einhvers staðar annars staðar. Hann er fljótur að kynnast nýju fólki og þó hann sjálfur hleypi ekki hverjum sem er að sér (og í raun afar fáum) lítur fjöldi fólks um allan heim á hann sem trúnaðarvin og segir honum jafnvel sín dýpstu leyndarmál. Í gegnum árin hef ég oft verið spurð hvar pabbi sé staddur og hvað hann sé að gera: „Oh! Hvað er hann pabbi þinn að bralla skemmtilegt núna? Hvar í heiminum er hann? Hvað er hann að gera þar? Hvað ætlar hann svo að gera næst? Veistu það? Verður hann eitthvað á Íslandi á næstunni? Það er alltaf svo spennandi að fylgjast með honum!“ Og þó ég hafi e.t.v. ekki alltaf verið ýkja hrifin af lítilli viðveru hans hér heima og stöðugu spurningaflóði ættingja og vina, hefur spennandi líferni hans oft veitt mér innblástur og ég fengið að ferðast mikið og kynnast heiminum á annan hátt en margir jafnaldrar mínir. Fyrir rúmu ári síðan tók pabbi á móti bandarískum hópi ferðamanna í Leifsstöð og fór með þeim í tíu daga ferð í kringum landið. Í þessum hópi var áttræð ekkja frá Manhattan sem ákvað strax á fyrsta degi ferðar að kynnast Íslandi enn betur og koma aftur að ári liðnu. Þá ákvörðun stóð hún við og í sumar ferðuðust þau pabbi um landið og skoðuðu alla króka og kima. Þar sem eitt helsta áhugamál pabba er alþjóðastjórnmál, barst talið eitt kvöldið að forsetakosningum Bandaríkjanna 2016. Eitt leiddi af öðru og áður en pabbi vissi af var honum boðið í heimsókn til Bandaríkjanna.Afþakkaði heimboðiðEn þetta heimboð var ekki bara hvenær sem er, hvert sem er né heldur í hvaða erindagjörðum sem er. Nú stóð pabba skyndilega til boða að heimsækja blómafylkið Flórída, vetrardvalarstað ekkjunnar, um áramótin. Og nei, ekki stóð til að spranga léttklædd um á ströndinni með sólgleraugu á nefinu, né heldur myndataka með Mikka mús, ef út í það er farið. Honum var hér með formlega boðið í áramótateiti einhvers umdeildasta manns okkar daga, Donalds Trump. Svo hvar er pabbi? Hvað er hann að bralla skemmtilegt núna? Og hvar í veröldinni verður hann um næstu áramót? Situr hann tveimur borðum frá verðandi forseta Bandaríkjanna og bíður eftir litríkri flugeldasýningu til marks um að árið 2017 sé gengið í garð? Árið sem Trump tekur við forsetaembætti eins valdamesta ríkis heims nú á dögum. Árið sem margir óttast. Árið sem allt getur gerst. Nei, hann verður á Snæfellsnesi. Hann verður á Snæfellsnesi að gæta steinasafns vinar síns og var sko ekki lengi að afþakka heimboðið til Flórída þegar hann vissi hver héldi veisluna. Ég get því með stolti sagt að þessi áramót sé faðir minn steinasafnvörður á Snæfellsnesi. Hann er ekki gestur Trumps, hvorki í áramótateiti né annars staðar og ég vona að sem fæstir taki boðum hans næstu fjögur ár, allavega valdboðum hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar