Keyrði á eigið herbergi: „Allt í einu er ég bara búin að keyra á húsið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2016 20:30 "Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta“ Mynd/Íris Katla Hin 17 ára gamla Íris Katla Jónsdóttir kom foreldrum sínum á óvart í gær þegar hún keyrði á sitt eigið herbergi. Foreldrar hennar voru þó ekki heima þegar atvikið átti sér stað og héldu það að Íris væri að stríða þeim þegar hún sagði þeim frá hvað hafði gerst. Írís býr á Akureyri og var að leggja bílnum, sem hún hafði fengið lánaðan hjá foreldrum sínum, fyrir utan heimili þeirra. „Ég var að keyra inn í heimkeyrsluna og var að vanda mig eins og ég gat. Það var hjól og ég var að fylgjast með því,“ segir Íris Katla í samtali við Vísi. „Allt í einu er ég svo bara búin að keyra á húsið.“Það er ekki allir sem geta sagst hafa keyrt á eigið herbergi.Mynd/Íris KatlaLeit í kringum sig til að sjá hvort einhver hafi séð þetta Svo virðist sem að Íris Katla hafi óvart stigið á bensíngjöfina þegar hún ætlaði að bremsa með þeim afleiðingum að bílinn skall á bílskúr hússins sem búið er að gera upp og breyta í herbergi, herbergið hennar Írisar. „Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta,“ segir Íris en hún segist hafa verið frekar róleg í fyrstu enda sást lítið sem ekkert á bílnum og ekki mikið á húsinu sjálfu. Skap hennar breyttist þó þegar hún kom inn í herbergið sitt. „Það er sprunga allann vegginn og pípurnar sem liggja í ofninn sprungu næstum því,“ segir Íris sem afréð að segja ekki foreldrum sínum, sem voru í Reykjavík, alveg strax frá þessu enda þurfti hún að drífa sig í vinnuna.Pabbi hennar grínaðist með þetta á Twitter Þegar hún kom heim úr vinnunni hringdi hún svo í foreldra sína sem héldu að hún væri að plata sig. Það breyttist þó þegar hún sendi þeim mynd og segir Íris að þau hafi orðið ansi pirruð. Svo virðist þó sem að þau hafi eitthvað mildast í afstöðu sinni. Faðir Írisar er Jón Ólafsson sem rekur tæknivefsíðuna Lappari.com. Hann hefur verið að grínast með atvikið á Twitter í dag.Lánaði dóttir minni bílinn og hún keyrði á húsið mitt...#kostnaðarliðurinn https://t.co/Lh0Ax97C0X— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs Íris: Pabbi ég borga þetta bara sjálf...Ég: Giska á 500 þús kall með vinnuÍris: uhhhhÍris: Við finnum útúr þessu saman— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016@jonolafs Samt smá séns að þetta verði til þess að hún taki til inni hjá sér.... leyfi mér að vona— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs En hún meiddi síg ekkert.... það skiptir öllu sko— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Hin 17 ára gamla Íris Katla Jónsdóttir kom foreldrum sínum á óvart í gær þegar hún keyrði á sitt eigið herbergi. Foreldrar hennar voru þó ekki heima þegar atvikið átti sér stað og héldu það að Íris væri að stríða þeim þegar hún sagði þeim frá hvað hafði gerst. Írís býr á Akureyri og var að leggja bílnum, sem hún hafði fengið lánaðan hjá foreldrum sínum, fyrir utan heimili þeirra. „Ég var að keyra inn í heimkeyrsluna og var að vanda mig eins og ég gat. Það var hjól og ég var að fylgjast með því,“ segir Íris Katla í samtali við Vísi. „Allt í einu er ég svo bara búin að keyra á húsið.“Það er ekki allir sem geta sagst hafa keyrt á eigið herbergi.Mynd/Íris KatlaLeit í kringum sig til að sjá hvort einhver hafi séð þetta Svo virðist sem að Íris Katla hafi óvart stigið á bensíngjöfina þegar hún ætlaði að bremsa með þeim afleiðingum að bílinn skall á bílskúr hússins sem búið er að gera upp og breyta í herbergi, herbergið hennar Írisar. „Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta,“ segir Íris en hún segist hafa verið frekar róleg í fyrstu enda sást lítið sem ekkert á bílnum og ekki mikið á húsinu sjálfu. Skap hennar breyttist þó þegar hún kom inn í herbergið sitt. „Það er sprunga allann vegginn og pípurnar sem liggja í ofninn sprungu næstum því,“ segir Íris sem afréð að segja ekki foreldrum sínum, sem voru í Reykjavík, alveg strax frá þessu enda þurfti hún að drífa sig í vinnuna.Pabbi hennar grínaðist með þetta á Twitter Þegar hún kom heim úr vinnunni hringdi hún svo í foreldra sína sem héldu að hún væri að plata sig. Það breyttist þó þegar hún sendi þeim mynd og segir Íris að þau hafi orðið ansi pirruð. Svo virðist þó sem að þau hafi eitthvað mildast í afstöðu sinni. Faðir Írisar er Jón Ólafsson sem rekur tæknivefsíðuna Lappari.com. Hann hefur verið að grínast með atvikið á Twitter í dag.Lánaði dóttir minni bílinn og hún keyrði á húsið mitt...#kostnaðarliðurinn https://t.co/Lh0Ax97C0X— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs Íris: Pabbi ég borga þetta bara sjálf...Ég: Giska á 500 þús kall með vinnuÍris: uhhhhÍris: Við finnum útúr þessu saman— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016@jonolafs Samt smá séns að þetta verði til þess að hún taki til inni hjá sér.... leyfi mér að vona— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs En hún meiddi síg ekkert.... það skiptir öllu sko— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira