Keyrði á eigið herbergi: „Allt í einu er ég bara búin að keyra á húsið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2016 20:30 "Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta“ Mynd/Íris Katla Hin 17 ára gamla Íris Katla Jónsdóttir kom foreldrum sínum á óvart í gær þegar hún keyrði á sitt eigið herbergi. Foreldrar hennar voru þó ekki heima þegar atvikið átti sér stað og héldu það að Íris væri að stríða þeim þegar hún sagði þeim frá hvað hafði gerst. Írís býr á Akureyri og var að leggja bílnum, sem hún hafði fengið lánaðan hjá foreldrum sínum, fyrir utan heimili þeirra. „Ég var að keyra inn í heimkeyrsluna og var að vanda mig eins og ég gat. Það var hjól og ég var að fylgjast með því,“ segir Íris Katla í samtali við Vísi. „Allt í einu er ég svo bara búin að keyra á húsið.“Það er ekki allir sem geta sagst hafa keyrt á eigið herbergi.Mynd/Íris KatlaLeit í kringum sig til að sjá hvort einhver hafi séð þetta Svo virðist sem að Íris Katla hafi óvart stigið á bensíngjöfina þegar hún ætlaði að bremsa með þeim afleiðingum að bílinn skall á bílskúr hússins sem búið er að gera upp og breyta í herbergi, herbergið hennar Írisar. „Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta,“ segir Íris en hún segist hafa verið frekar róleg í fyrstu enda sást lítið sem ekkert á bílnum og ekki mikið á húsinu sjálfu. Skap hennar breyttist þó þegar hún kom inn í herbergið sitt. „Það er sprunga allann vegginn og pípurnar sem liggja í ofninn sprungu næstum því,“ segir Íris sem afréð að segja ekki foreldrum sínum, sem voru í Reykjavík, alveg strax frá þessu enda þurfti hún að drífa sig í vinnuna.Pabbi hennar grínaðist með þetta á Twitter Þegar hún kom heim úr vinnunni hringdi hún svo í foreldra sína sem héldu að hún væri að plata sig. Það breyttist þó þegar hún sendi þeim mynd og segir Íris að þau hafi orðið ansi pirruð. Svo virðist þó sem að þau hafi eitthvað mildast í afstöðu sinni. Faðir Írisar er Jón Ólafsson sem rekur tæknivefsíðuna Lappari.com. Hann hefur verið að grínast með atvikið á Twitter í dag.Lánaði dóttir minni bílinn og hún keyrði á húsið mitt...#kostnaðarliðurinn https://t.co/Lh0Ax97C0X— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs Íris: Pabbi ég borga þetta bara sjálf...Ég: Giska á 500 þús kall með vinnuÍris: uhhhhÍris: Við finnum útúr þessu saman— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016@jonolafs Samt smá séns að þetta verði til þess að hún taki til inni hjá sér.... leyfi mér að vona— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs En hún meiddi síg ekkert.... það skiptir öllu sko— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Hin 17 ára gamla Íris Katla Jónsdóttir kom foreldrum sínum á óvart í gær þegar hún keyrði á sitt eigið herbergi. Foreldrar hennar voru þó ekki heima þegar atvikið átti sér stað og héldu það að Íris væri að stríða þeim þegar hún sagði þeim frá hvað hafði gerst. Írís býr á Akureyri og var að leggja bílnum, sem hún hafði fengið lánaðan hjá foreldrum sínum, fyrir utan heimili þeirra. „Ég var að keyra inn í heimkeyrsluna og var að vanda mig eins og ég gat. Það var hjól og ég var að fylgjast með því,“ segir Íris Katla í samtali við Vísi. „Allt í einu er ég svo bara búin að keyra á húsið.“Það er ekki allir sem geta sagst hafa keyrt á eigið herbergi.Mynd/Íris KatlaLeit í kringum sig til að sjá hvort einhver hafi séð þetta Svo virðist sem að Íris Katla hafi óvart stigið á bensíngjöfina þegar hún ætlaði að bremsa með þeim afleiðingum að bílinn skall á bílskúr hússins sem búið er að gera upp og breyta í herbergi, herbergið hennar Írisar. „Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta,“ segir Íris en hún segist hafa verið frekar róleg í fyrstu enda sást lítið sem ekkert á bílnum og ekki mikið á húsinu sjálfu. Skap hennar breyttist þó þegar hún kom inn í herbergið sitt. „Það er sprunga allann vegginn og pípurnar sem liggja í ofninn sprungu næstum því,“ segir Íris sem afréð að segja ekki foreldrum sínum, sem voru í Reykjavík, alveg strax frá þessu enda þurfti hún að drífa sig í vinnuna.Pabbi hennar grínaðist með þetta á Twitter Þegar hún kom heim úr vinnunni hringdi hún svo í foreldra sína sem héldu að hún væri að plata sig. Það breyttist þó þegar hún sendi þeim mynd og segir Íris að þau hafi orðið ansi pirruð. Svo virðist þó sem að þau hafi eitthvað mildast í afstöðu sinni. Faðir Írisar er Jón Ólafsson sem rekur tæknivefsíðuna Lappari.com. Hann hefur verið að grínast með atvikið á Twitter í dag.Lánaði dóttir minni bílinn og hún keyrði á húsið mitt...#kostnaðarliðurinn https://t.co/Lh0Ax97C0X— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs Íris: Pabbi ég borga þetta bara sjálf...Ég: Giska á 500 þús kall með vinnuÍris: uhhhhÍris: Við finnum útúr þessu saman— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016@jonolafs Samt smá séns að þetta verði til þess að hún taki til inni hjá sér.... leyfi mér að vona— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs En hún meiddi síg ekkert.... það skiptir öllu sko— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira