Eigandi Hraðbergs: „Það er ekki gott að vakna við þetta“ Bjarki Ármannsson skrifar 24. maí 2016 11:51 Atli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hraðbergs, var á vettvangi brunans í Vesturvör í Kópavogi þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun og hafði verið þar lengi. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út ásamt lögreglu rétt eftir klukkan þrjú í nótt vegna elds sem kom upp í iðnaðarhúsnæðinu þar sem Hraðberg er til húsa. „Ég var bara vakinn af símanum klukkan átta mínútur yfir þrjú og þá er það Öryggismiðstöðin að segja að brunakerfið sé farið í gang,“ segir Atli. „Þegar ég kem á svæðið þá er búið að girða allt af hérna og þeir hleypa mér í gegn. Þannig ég kem að húsinu og sé að það er alelda. Og eldurinn magnaðist eiginlega bara þegar ég kom.“ Atli segir vel unnin störf slökkviliðsins hafa komið í veg fyrir að öll húsalengjan yrði eldinum að bráð. Hraðberg rekur verkstæði fyrir lyftara og voru mörg slík tæki í húsinu þegar eldurinn kom upp, bæði í eigu fyrirtækisins og viðskiptavina. Atli segist ekki vita til þess að neitt hafi bjargast af tækjabúnaði eða verkfærum en hann hafði enn ekki getað komist inn í húsið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ljóst er að tjónið er mikið en Atli segist ekki treysta sér til að meta það að svo stöddu.Ekki gott að vakna við þetta„Ég vakna einfaldlega við það að brunakerfið fer í gang. Ég hleyp hérna niður og þá er þetta strax farið að loga ansi vel við aðra iðnaðarhurðina niðri á verkstæðinu,“ segir Sigurður Guðmundsson, annar af eigendum Hraðbergs.„Það er ekki gott að vakna við þetta. Ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti náð út einhverjum vélunum en svo byrjuðu sprengingar. Gaskútarnir eru þarna rétt við hliðina þannig að ég forðaði mér bara út.“Sigurður hringdi í slökkviliðið sem var þegar á leiðinni og lögregla rétt að mæta á staðinn. Ástandið var orðið skuggalegt að sögn Sigurðar.„Ég gat útskýrt fyrir þeim hvernig væri hagað til í húsinu. Hvar gaskútarnir væru og eldhólfin. Þeir þorðu ekki inn útaf kútunum.“Lillý Valgerður Pétursdóttir hitti á Sigurð á vettvangi í morgun. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Altjón eftir eld í iðnaðarhúsnæði Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. 24. maí 2016 06:05 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Atli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hraðbergs, var á vettvangi brunans í Vesturvör í Kópavogi þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun og hafði verið þar lengi. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út ásamt lögreglu rétt eftir klukkan þrjú í nótt vegna elds sem kom upp í iðnaðarhúsnæðinu þar sem Hraðberg er til húsa. „Ég var bara vakinn af símanum klukkan átta mínútur yfir þrjú og þá er það Öryggismiðstöðin að segja að brunakerfið sé farið í gang,“ segir Atli. „Þegar ég kem á svæðið þá er búið að girða allt af hérna og þeir hleypa mér í gegn. Þannig ég kem að húsinu og sé að það er alelda. Og eldurinn magnaðist eiginlega bara þegar ég kom.“ Atli segir vel unnin störf slökkviliðsins hafa komið í veg fyrir að öll húsalengjan yrði eldinum að bráð. Hraðberg rekur verkstæði fyrir lyftara og voru mörg slík tæki í húsinu þegar eldurinn kom upp, bæði í eigu fyrirtækisins og viðskiptavina. Atli segist ekki vita til þess að neitt hafi bjargast af tækjabúnaði eða verkfærum en hann hafði enn ekki getað komist inn í húsið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ljóst er að tjónið er mikið en Atli segist ekki treysta sér til að meta það að svo stöddu.Ekki gott að vakna við þetta„Ég vakna einfaldlega við það að brunakerfið fer í gang. Ég hleyp hérna niður og þá er þetta strax farið að loga ansi vel við aðra iðnaðarhurðina niðri á verkstæðinu,“ segir Sigurður Guðmundsson, annar af eigendum Hraðbergs.„Það er ekki gott að vakna við þetta. Ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti náð út einhverjum vélunum en svo byrjuðu sprengingar. Gaskútarnir eru þarna rétt við hliðina þannig að ég forðaði mér bara út.“Sigurður hringdi í slökkviliðið sem var þegar á leiðinni og lögregla rétt að mæta á staðinn. Ástandið var orðið skuggalegt að sögn Sigurðar.„Ég gat útskýrt fyrir þeim hvernig væri hagað til í húsinu. Hvar gaskútarnir væru og eldhólfin. Þeir þorðu ekki inn útaf kútunum.“Lillý Valgerður Pétursdóttir hitti á Sigurð á vettvangi í morgun. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Altjón eftir eld í iðnaðarhúsnæði Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. 24. maí 2016 06:05 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Altjón eftir eld í iðnaðarhúsnæði Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. 24. maí 2016 06:05
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent