Eigandi Hraðbergs: „Það er ekki gott að vakna við þetta“ Bjarki Ármannsson skrifar 24. maí 2016 11:51 Atli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hraðbergs, var á vettvangi brunans í Vesturvör í Kópavogi þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun og hafði verið þar lengi. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út ásamt lögreglu rétt eftir klukkan þrjú í nótt vegna elds sem kom upp í iðnaðarhúsnæðinu þar sem Hraðberg er til húsa. „Ég var bara vakinn af símanum klukkan átta mínútur yfir þrjú og þá er það Öryggismiðstöðin að segja að brunakerfið sé farið í gang,“ segir Atli. „Þegar ég kem á svæðið þá er búið að girða allt af hérna og þeir hleypa mér í gegn. Þannig ég kem að húsinu og sé að það er alelda. Og eldurinn magnaðist eiginlega bara þegar ég kom.“ Atli segir vel unnin störf slökkviliðsins hafa komið í veg fyrir að öll húsalengjan yrði eldinum að bráð. Hraðberg rekur verkstæði fyrir lyftara og voru mörg slík tæki í húsinu þegar eldurinn kom upp, bæði í eigu fyrirtækisins og viðskiptavina. Atli segist ekki vita til þess að neitt hafi bjargast af tækjabúnaði eða verkfærum en hann hafði enn ekki getað komist inn í húsið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ljóst er að tjónið er mikið en Atli segist ekki treysta sér til að meta það að svo stöddu.Ekki gott að vakna við þetta„Ég vakna einfaldlega við það að brunakerfið fer í gang. Ég hleyp hérna niður og þá er þetta strax farið að loga ansi vel við aðra iðnaðarhurðina niðri á verkstæðinu,“ segir Sigurður Guðmundsson, annar af eigendum Hraðbergs.„Það er ekki gott að vakna við þetta. Ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti náð út einhverjum vélunum en svo byrjuðu sprengingar. Gaskútarnir eru þarna rétt við hliðina þannig að ég forðaði mér bara út.“Sigurður hringdi í slökkviliðið sem var þegar á leiðinni og lögregla rétt að mæta á staðinn. Ástandið var orðið skuggalegt að sögn Sigurðar.„Ég gat útskýrt fyrir þeim hvernig væri hagað til í húsinu. Hvar gaskútarnir væru og eldhólfin. Þeir þorðu ekki inn útaf kútunum.“Lillý Valgerður Pétursdóttir hitti á Sigurð á vettvangi í morgun. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Altjón eftir eld í iðnaðarhúsnæði Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. 24. maí 2016 06:05 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Atli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hraðbergs, var á vettvangi brunans í Vesturvör í Kópavogi þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun og hafði verið þar lengi. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út ásamt lögreglu rétt eftir klukkan þrjú í nótt vegna elds sem kom upp í iðnaðarhúsnæðinu þar sem Hraðberg er til húsa. „Ég var bara vakinn af símanum klukkan átta mínútur yfir þrjú og þá er það Öryggismiðstöðin að segja að brunakerfið sé farið í gang,“ segir Atli. „Þegar ég kem á svæðið þá er búið að girða allt af hérna og þeir hleypa mér í gegn. Þannig ég kem að húsinu og sé að það er alelda. Og eldurinn magnaðist eiginlega bara þegar ég kom.“ Atli segir vel unnin störf slökkviliðsins hafa komið í veg fyrir að öll húsalengjan yrði eldinum að bráð. Hraðberg rekur verkstæði fyrir lyftara og voru mörg slík tæki í húsinu þegar eldurinn kom upp, bæði í eigu fyrirtækisins og viðskiptavina. Atli segist ekki vita til þess að neitt hafi bjargast af tækjabúnaði eða verkfærum en hann hafði enn ekki getað komist inn í húsið þegar fréttastofa náði af honum tali. Ljóst er að tjónið er mikið en Atli segist ekki treysta sér til að meta það að svo stöddu.Ekki gott að vakna við þetta„Ég vakna einfaldlega við það að brunakerfið fer í gang. Ég hleyp hérna niður og þá er þetta strax farið að loga ansi vel við aðra iðnaðarhurðina niðri á verkstæðinu,“ segir Sigurður Guðmundsson, annar af eigendum Hraðbergs.„Það er ekki gott að vakna við þetta. Ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti náð út einhverjum vélunum en svo byrjuðu sprengingar. Gaskútarnir eru þarna rétt við hliðina þannig að ég forðaði mér bara út.“Sigurður hringdi í slökkviliðið sem var þegar á leiðinni og lögregla rétt að mæta á staðinn. Ástandið var orðið skuggalegt að sögn Sigurðar.„Ég gat útskýrt fyrir þeim hvernig væri hagað til í húsinu. Hvar gaskútarnir væru og eldhólfin. Þeir þorðu ekki inn útaf kútunum.“Lillý Valgerður Pétursdóttir hitti á Sigurð á vettvangi í morgun. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Altjón eftir eld í iðnaðarhúsnæði Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. 24. maí 2016 06:05 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Altjón eftir eld í iðnaðarhúsnæði Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. 24. maí 2016 06:05