Kristilegir leiðtogar á einkaþotu skoða aðstæður á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2016 12:01 Eiríkur svarar engum skilaboðum og því eru ekki nákvæmar upplýsingar fyrirliggjandi um erindi hinna stöndugu gesta hans. Einkaþota þeirra er að fara af landi brott. Kristilegir útsendarar Trinity Broadcasting Network, sem er stærsta kristilega fjölmiðlafyrirtæki heims, eru nú staddir á Íslandi. Þeir eru sérlegir gestir Omega – kristilegrar sjónvarpsstöðvar. Ekki er vitað nákvæmlega hvað þeir eru að vilja á Íslandi, en talsmenn Omega verjast allra frétta.Umsvif Trinity Broadcasting Network eru veruleg. Um er að ræða alþjóðlegt fjölmiðlafyrirtæki en höfuðstöðvar TBN eru í Costa Mesa í Kaliforníu. Og víst er að um verulega stöndugt fyrirbæri er að ræða, enda ferðast útsendarar TBN um á einkaþotum. Einkunnarorð þeirra eru: „TBN is the world's largest religious network, delivering the Christian message of hope around the globe“. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þotan verið á Reykjavíkurvelli nú í nokkra daga en áætlað er að hún fari af landi brott nú uppúr hádegi. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Eiríki Sigurbjörnssyni, sjónvarpsstjóra Omega, bæði í dag og í gær, en án árangurs. Hann svarar engum skilaboðum, og mun hann ekki vera með farsíma. Guðmundur Örn Ragnarsson, sem var fyrir svörum hjá Omega, staðfesti að menn á vegum TBN væru gestir Omega en vildi að öðru leyti engar upplýsingar gefa. Var ekki betur á honum að skilja en hann teldi sig, og kristilega starfsemi almennt, brennda vegna umfjöllunar fjölmiðla – sem Guðmundi Erni sýnist andsnúnir kristilegu starfi. Ísland hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu, meðal annars vegna Panama-skjalanna og í kjölfarið hefur predikarinn Steve Anderson, í babtistakirkjunni Faithful Word, beint sjónum sínum hingað og gefið íslensku samfélagi heldur nöturlegar einkunnir, svo sem „bastarðaþjóð“ og „femínistahelvíti“. Hann telur engan vafa á því leika að Íslendingar séu á villigötum.Hvort hér sé um vísbendingu að ræða þess efnis að til standi að setja aukinn kraft í kristilegt starf á Ísland – eða ekki... um það eru engar upplýsingar fyrirliggjandi að svo stöddu. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Kristilegir útsendarar Trinity Broadcasting Network, sem er stærsta kristilega fjölmiðlafyrirtæki heims, eru nú staddir á Íslandi. Þeir eru sérlegir gestir Omega – kristilegrar sjónvarpsstöðvar. Ekki er vitað nákvæmlega hvað þeir eru að vilja á Íslandi, en talsmenn Omega verjast allra frétta.Umsvif Trinity Broadcasting Network eru veruleg. Um er að ræða alþjóðlegt fjölmiðlafyrirtæki en höfuðstöðvar TBN eru í Costa Mesa í Kaliforníu. Og víst er að um verulega stöndugt fyrirbæri er að ræða, enda ferðast útsendarar TBN um á einkaþotum. Einkunnarorð þeirra eru: „TBN is the world's largest religious network, delivering the Christian message of hope around the globe“. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þotan verið á Reykjavíkurvelli nú í nokkra daga en áætlað er að hún fari af landi brott nú uppúr hádegi. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Eiríki Sigurbjörnssyni, sjónvarpsstjóra Omega, bæði í dag og í gær, en án árangurs. Hann svarar engum skilaboðum, og mun hann ekki vera með farsíma. Guðmundur Örn Ragnarsson, sem var fyrir svörum hjá Omega, staðfesti að menn á vegum TBN væru gestir Omega en vildi að öðru leyti engar upplýsingar gefa. Var ekki betur á honum að skilja en hann teldi sig, og kristilega starfsemi almennt, brennda vegna umfjöllunar fjölmiðla – sem Guðmundi Erni sýnist andsnúnir kristilegu starfi. Ísland hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu, meðal annars vegna Panama-skjalanna og í kjölfarið hefur predikarinn Steve Anderson, í babtistakirkjunni Faithful Word, beint sjónum sínum hingað og gefið íslensku samfélagi heldur nöturlegar einkunnir, svo sem „bastarðaþjóð“ og „femínistahelvíti“. Hann telur engan vafa á því leika að Íslendingar séu á villigötum.Hvort hér sé um vísbendingu að ræða þess efnis að til standi að setja aukinn kraft í kristilegt starf á Ísland – eða ekki... um það eru engar upplýsingar fyrirliggjandi að svo stöddu.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira