Starfsmenn sýslumanns áfram óánægðastir: „Það er rosalegt álag hérna“ Bjarki Ármannsson skrifar 24. maí 2016 12:39 Örtröð hefur oft myndast í afgreiðslu sýslumannsins við Dalveg í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hafnar í neðsta sæti starfsánægjukönnunar SFR annað árið í röð. Trúnaðarmaður hjá sýslumanni segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart enda sé álagið á starfsfólki ekki boðlegt. Starfsmenn 142 ríkisstofnana voru í janúar og febrúar spurðir um ánægju sína og voru niðurstöðurnar kynntar fyrr í mánuðinum. Starfsmenn Héraðsdóms Suðurlands reyndust ánægðastir en óánægðastir, annað árið í röð, reyndust starfsmenn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Embættið fékk sérstaklega lágar einkunnir í flokkunum stjórnun, vinnuskilyrði, ímynd stofnunar og launakjör, en í síðastnefnda flokknum gáfu starfsmenn einkunnina 1,71 af fimm.Sjá einnig: Starfsóánægja kemur ráðherra á óvart Cilia Marianne Úlfsdóttir er starfsmaður hjá ökuskírteina og vegabréfadeild sýslumanns og trúnaðarmaður SFR. Hún segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart.„Það er kominn maí 2016 og við erum ekki enn flutt,“ segir Cilia.Vísir/Anton Brink„Það er rosalegt álag hérna,“ segir Cilia. „Fólk er að bíða hérna eins og kindur í rétt, stundum. Bæði við starfsfólkið og þeir sem við erum að afgreiða erum orðin þreytt.“Greint var frá því fyrr í mánuðinum að langar raðir myndast reglulega við afgreiðslu sýslumanns við Dalveg í Kópavogi. Fólk hefur lent í því að bíða í tvo klukkutíma eftir afgreiðslu. Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varð til við sameiningu árið 2015. Embættið hefur þannig lent í neðsta sæti könnunarinnar bæði árin sem það hefur verið til.Var brugðist við þessum sömu niðurstöðum í fyrra? „Það er náttúrulega verið að vinna í því að flytja okkur í nýtt húsnæði,“ segir Cilia. „En við erum búin að heyra það svolítið lengi, eiginlega bara frá því sameiningunni, að það fari að koma að því. Það er kominn maí 2016 og við erum ekki enn flutt.“ Tengdar fréttir Afgreiðslu lokað með 100 á bið Fólk er í röð fyrir utan skrifstofu sýslumanns við opnun til að sækja um vegabréf. Tæplega hundrað biðu við lok dags í gær og var þá ákveðið að loka afgreiðslu. Starfsfólk örþreytt en ekki fjárheimild til að ráða fleiri. 7. maí 2016 07:00 Starfsóánægja kemur ráðherra á óvart Utanríkisráðuneytið er neðst ráðuneyta í niðurstöðum starfsánægjukönnunar SFR, Stofnun ársins. Launakjör eru sögð lök og ímynd slæm. Ráðherra segir niðurstöðurnar koma að nokkru leyti á óvart en þó hafi ráðuneytið ekki fe 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hafnar í neðsta sæti starfsánægjukönnunar SFR annað árið í röð. Trúnaðarmaður hjá sýslumanni segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart enda sé álagið á starfsfólki ekki boðlegt. Starfsmenn 142 ríkisstofnana voru í janúar og febrúar spurðir um ánægju sína og voru niðurstöðurnar kynntar fyrr í mánuðinum. Starfsmenn Héraðsdóms Suðurlands reyndust ánægðastir en óánægðastir, annað árið í röð, reyndust starfsmenn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Embættið fékk sérstaklega lágar einkunnir í flokkunum stjórnun, vinnuskilyrði, ímynd stofnunar og launakjör, en í síðastnefnda flokknum gáfu starfsmenn einkunnina 1,71 af fimm.Sjá einnig: Starfsóánægja kemur ráðherra á óvart Cilia Marianne Úlfsdóttir er starfsmaður hjá ökuskírteina og vegabréfadeild sýslumanns og trúnaðarmaður SFR. Hún segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart.„Það er kominn maí 2016 og við erum ekki enn flutt,“ segir Cilia.Vísir/Anton Brink„Það er rosalegt álag hérna,“ segir Cilia. „Fólk er að bíða hérna eins og kindur í rétt, stundum. Bæði við starfsfólkið og þeir sem við erum að afgreiða erum orðin þreytt.“Greint var frá því fyrr í mánuðinum að langar raðir myndast reglulega við afgreiðslu sýslumanns við Dalveg í Kópavogi. Fólk hefur lent í því að bíða í tvo klukkutíma eftir afgreiðslu. Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varð til við sameiningu árið 2015. Embættið hefur þannig lent í neðsta sæti könnunarinnar bæði árin sem það hefur verið til.Var brugðist við þessum sömu niðurstöðum í fyrra? „Það er náttúrulega verið að vinna í því að flytja okkur í nýtt húsnæði,“ segir Cilia. „En við erum búin að heyra það svolítið lengi, eiginlega bara frá því sameiningunni, að það fari að koma að því. Það er kominn maí 2016 og við erum ekki enn flutt.“
Tengdar fréttir Afgreiðslu lokað með 100 á bið Fólk er í röð fyrir utan skrifstofu sýslumanns við opnun til að sækja um vegabréf. Tæplega hundrað biðu við lok dags í gær og var þá ákveðið að loka afgreiðslu. Starfsfólk örþreytt en ekki fjárheimild til að ráða fleiri. 7. maí 2016 07:00 Starfsóánægja kemur ráðherra á óvart Utanríkisráðuneytið er neðst ráðuneyta í niðurstöðum starfsánægjukönnunar SFR, Stofnun ársins. Launakjör eru sögð lök og ímynd slæm. Ráðherra segir niðurstöðurnar koma að nokkru leyti á óvart en þó hafi ráðuneytið ekki fe 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Afgreiðslu lokað með 100 á bið Fólk er í röð fyrir utan skrifstofu sýslumanns við opnun til að sækja um vegabréf. Tæplega hundrað biðu við lok dags í gær og var þá ákveðið að loka afgreiðslu. Starfsfólk örþreytt en ekki fjárheimild til að ráða fleiri. 7. maí 2016 07:00
Starfsóánægja kemur ráðherra á óvart Utanríkisráðuneytið er neðst ráðuneyta í niðurstöðum starfsánægjukönnunar SFR, Stofnun ársins. Launakjör eru sögð lök og ímynd slæm. Ráðherra segir niðurstöðurnar koma að nokkru leyti á óvart en þó hafi ráðuneytið ekki fe 24. maí 2016 07:00