Útilokun foreldra í keppnisferðum mögulega brot á jafnréttislögum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 04:00 Dæmi eru um félög sem leyfðu ekki feðrum að vera næturverðir eða liðsstjórar á pæjumótinu árið 2013 vegna reglna foreldrafélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson Ekki er óalgengt að gerð sé krafa um að eingöngu mæður gisti með stúlkum í keppnisferðum íþróttafélaga. Ekki er jafn algengt að krafa sé gerð um að eingöngu feður gisti með drengjunum. Þetta staðfesta íþróttafulltrúar, þjálfarar og fulltrúar í barna- og unglingaráðum íþróttafélaga sem Fréttablaðið ræddi við. Reglurnar eru settar af foreldrafélögunum enda eru börnin ætíð á ábyrgð foreldra á ferðalögunum, ekki þjálfara. Í Val er þetta fyrirkomulag skráð regla í gæðahandbók félagsins. Eingöngu konur gista með stúlkum og eingöngu karlar með drengjum. Þessi regla er sett af barna- og unglingasviði félagsins. Guðmundur Breiðfjörð, formaður sviðsins, segir regluna setta í samráði við börn og foreldra. „Það er mjög góð sátt um þessa reglu og við höfum engar áhyggjur af því að við séum að ýta til dæmis áhugasömum pöbbum frá. Þetta var gert til að skapa sátt og hefur gengið vel upp.“ Hjá KR hefur þetta fyrirkomulag verið rætt reglulega meðal foreldra en ekki verið sett sem viðmið í ferðum. „Þessi umræða er samt meiri stelpumegin en strákamegin,“ segir Rósa Hrönn Árnadóttir í barna- og unglingaráði KR. „Það er gott að eiga samtalið en við höfum aldrei farið út í að setja reglur. Enda eru þetta foreldrar í umönnunarhlutverki á mótunum og eðlilegt að pabbarnir sinni stelpunum sínum, og öfugt.“ Lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir kynjaskiptingu í þessu umönnunarhlutverki foreldra geta verið brot á jafnréttislögum. „Fortakslaus regla þar sem foreldri er útilokað frá þátttöku í íþróttaferðum barns síns á grundvelli kyns er að minnsta kosti á gráu svæði og líklega ekki í samræmi við meginreglur í lögum um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kyns,“ segir Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur. „Til þess að þetta sé brot á lögum þyrfti að fallast á að það sé óhagstæðari meðferð í skilningi jafnréttislaga, að foreldri af öðru kyninu geti ekki farið með barni sínu og sinnt liðsstjórahlutverki eða gist með því.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Ekki er óalgengt að gerð sé krafa um að eingöngu mæður gisti með stúlkum í keppnisferðum íþróttafélaga. Ekki er jafn algengt að krafa sé gerð um að eingöngu feður gisti með drengjunum. Þetta staðfesta íþróttafulltrúar, þjálfarar og fulltrúar í barna- og unglingaráðum íþróttafélaga sem Fréttablaðið ræddi við. Reglurnar eru settar af foreldrafélögunum enda eru börnin ætíð á ábyrgð foreldra á ferðalögunum, ekki þjálfara. Í Val er þetta fyrirkomulag skráð regla í gæðahandbók félagsins. Eingöngu konur gista með stúlkum og eingöngu karlar með drengjum. Þessi regla er sett af barna- og unglingasviði félagsins. Guðmundur Breiðfjörð, formaður sviðsins, segir regluna setta í samráði við börn og foreldra. „Það er mjög góð sátt um þessa reglu og við höfum engar áhyggjur af því að við séum að ýta til dæmis áhugasömum pöbbum frá. Þetta var gert til að skapa sátt og hefur gengið vel upp.“ Hjá KR hefur þetta fyrirkomulag verið rætt reglulega meðal foreldra en ekki verið sett sem viðmið í ferðum. „Þessi umræða er samt meiri stelpumegin en strákamegin,“ segir Rósa Hrönn Árnadóttir í barna- og unglingaráði KR. „Það er gott að eiga samtalið en við höfum aldrei farið út í að setja reglur. Enda eru þetta foreldrar í umönnunarhlutverki á mótunum og eðlilegt að pabbarnir sinni stelpunum sínum, og öfugt.“ Lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir kynjaskiptingu í þessu umönnunarhlutverki foreldra geta verið brot á jafnréttislögum. „Fortakslaus regla þar sem foreldri er útilokað frá þátttöku í íþróttaferðum barns síns á grundvelli kyns er að minnsta kosti á gráu svæði og líklega ekki í samræmi við meginreglur í lögum um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kyns,“ segir Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur. „Til þess að þetta sé brot á lögum þyrfti að fallast á að það sé óhagstæðari meðferð í skilningi jafnréttislaga, að foreldri af öðru kyninu geti ekki farið með barni sínu og sinnt liðsstjórahlutverki eða gist með því.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira