Útilokun foreldra í keppnisferðum mögulega brot á jafnréttislögum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 04:00 Dæmi eru um félög sem leyfðu ekki feðrum að vera næturverðir eða liðsstjórar á pæjumótinu árið 2013 vegna reglna foreldrafélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson Ekki er óalgengt að gerð sé krafa um að eingöngu mæður gisti með stúlkum í keppnisferðum íþróttafélaga. Ekki er jafn algengt að krafa sé gerð um að eingöngu feður gisti með drengjunum. Þetta staðfesta íþróttafulltrúar, þjálfarar og fulltrúar í barna- og unglingaráðum íþróttafélaga sem Fréttablaðið ræddi við. Reglurnar eru settar af foreldrafélögunum enda eru börnin ætíð á ábyrgð foreldra á ferðalögunum, ekki þjálfara. Í Val er þetta fyrirkomulag skráð regla í gæðahandbók félagsins. Eingöngu konur gista með stúlkum og eingöngu karlar með drengjum. Þessi regla er sett af barna- og unglingasviði félagsins. Guðmundur Breiðfjörð, formaður sviðsins, segir regluna setta í samráði við börn og foreldra. „Það er mjög góð sátt um þessa reglu og við höfum engar áhyggjur af því að við séum að ýta til dæmis áhugasömum pöbbum frá. Þetta var gert til að skapa sátt og hefur gengið vel upp.“ Hjá KR hefur þetta fyrirkomulag verið rætt reglulega meðal foreldra en ekki verið sett sem viðmið í ferðum. „Þessi umræða er samt meiri stelpumegin en strákamegin,“ segir Rósa Hrönn Árnadóttir í barna- og unglingaráði KR. „Það er gott að eiga samtalið en við höfum aldrei farið út í að setja reglur. Enda eru þetta foreldrar í umönnunarhlutverki á mótunum og eðlilegt að pabbarnir sinni stelpunum sínum, og öfugt.“ Lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir kynjaskiptingu í þessu umönnunarhlutverki foreldra geta verið brot á jafnréttislögum. „Fortakslaus regla þar sem foreldri er útilokað frá þátttöku í íþróttaferðum barns síns á grundvelli kyns er að minnsta kosti á gráu svæði og líklega ekki í samræmi við meginreglur í lögum um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kyns,“ segir Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur. „Til þess að þetta sé brot á lögum þyrfti að fallast á að það sé óhagstæðari meðferð í skilningi jafnréttislaga, að foreldri af öðru kyninu geti ekki farið með barni sínu og sinnt liðsstjórahlutverki eða gist með því.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ekki er óalgengt að gerð sé krafa um að eingöngu mæður gisti með stúlkum í keppnisferðum íþróttafélaga. Ekki er jafn algengt að krafa sé gerð um að eingöngu feður gisti með drengjunum. Þetta staðfesta íþróttafulltrúar, þjálfarar og fulltrúar í barna- og unglingaráðum íþróttafélaga sem Fréttablaðið ræddi við. Reglurnar eru settar af foreldrafélögunum enda eru börnin ætíð á ábyrgð foreldra á ferðalögunum, ekki þjálfara. Í Val er þetta fyrirkomulag skráð regla í gæðahandbók félagsins. Eingöngu konur gista með stúlkum og eingöngu karlar með drengjum. Þessi regla er sett af barna- og unglingasviði félagsins. Guðmundur Breiðfjörð, formaður sviðsins, segir regluna setta í samráði við börn og foreldra. „Það er mjög góð sátt um þessa reglu og við höfum engar áhyggjur af því að við séum að ýta til dæmis áhugasömum pöbbum frá. Þetta var gert til að skapa sátt og hefur gengið vel upp.“ Hjá KR hefur þetta fyrirkomulag verið rætt reglulega meðal foreldra en ekki verið sett sem viðmið í ferðum. „Þessi umræða er samt meiri stelpumegin en strákamegin,“ segir Rósa Hrönn Árnadóttir í barna- og unglingaráði KR. „Það er gott að eiga samtalið en við höfum aldrei farið út í að setja reglur. Enda eru þetta foreldrar í umönnunarhlutverki á mótunum og eðlilegt að pabbarnir sinni stelpunum sínum, og öfugt.“ Lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir kynjaskiptingu í þessu umönnunarhlutverki foreldra geta verið brot á jafnréttislögum. „Fortakslaus regla þar sem foreldri er útilokað frá þátttöku í íþróttaferðum barns síns á grundvelli kyns er að minnsta kosti á gráu svæði og líklega ekki í samræmi við meginreglur í lögum um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kyns,“ segir Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur. „Til þess að þetta sé brot á lögum þyrfti að fallast á að það sé óhagstæðari meðferð í skilningi jafnréttislaga, að foreldri af öðru kyninu geti ekki farið með barni sínu og sinnt liðsstjórahlutverki eða gist með því.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira