Eftirlaunaaldur, atvinnuleysi, sóun og arðrán Einar Ólafsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Nú liggja fyrir hugmyndir um hækkun eftirlaunaaldurs til sjötíu ára. Hugmyndir í þá veru eru uppi víða á Vesturlöndum. Rökin eru að ævi fólks lengist og þar með sá tími sem fólk nýtur eftirlauna. Og ungu fólki fækkar hlutfallslega þannig að stöðugt færri vinnandi hendur standa undir kostnaði við eftirlaun. Þetta er vissulega gild rök svo langt sem þau ná. En það er full ástæða til að gá að fleiri þáttum en þeim sem snúa bara að mannfjöldaspám. Margt fleira er að breytast en hlutföll aldurshópa. Lítum á nokkur atriði. Tækniþróun er ör, hefur verið það lengi en heldur áfram með stöðugri þróun tölvutækni og þar með sjálfvirkni. Þetta verður að vega á móti fækkun ungra vinnandi handa. Og vinnandi höndum fækkar reyndar ekki bara vegna þess að ungu fólki fækkar heldur líka af því að þeim fækkar sem fá vinnu. Vegna síaukinnar afkastagetu í hinni tæknivæddu framleiðslu minnkar stöðugt þörfin fyrir vinnandi hendur. Þetta kemur fram í viðvarandi atvinnuleysi í flestum þróuðum löndum. Í löndum Evrópusambandsins mældist atvinnuleysi í janúar 2016 8,9% að meðaltali en 19,7% hjá fólki undir 25 ára og hefur verið yfir 15% öll árin frá aldamótum. Þótt atvinnuleysi hafi alla jafna verið talsvert minna hér er hæpið að stóla á að þannig verði um ókomna tíð. Önnur breyting er sú að framleiðsla og neysla á Vesturlöndum er í rauninni komin langt fram úr þörfunum. Við þekkjum umræðuna um matarsóun og sama á við um fjölmargar aðrar vörur svo sem fatnað, húsgögn og alls konar tól og tæki. Þetta er ekki bara efnahagslegt vandamál heldur líka umhverfislegt. Af þeim sökum er að því komið að reynt verði að sporna við þessari þróun og takmarka neyslu og sóun og þar með framleiðslu.Endurskoðun nauðsynleg Atvinnusköpun felst þá fyrst og fremst í alls kyns þjónustu sem er meira og minna þarflaus og gagnslaus og skapar ekkert annað en vinnu og hreyfingu fjármagns frá einni vinnandi hendi til annarrar. Það væri þá kannski nær að þeir sem hafa verið lengi á vinnumarkaði rými fyrir hinum yngri og það fjármagn sem fer í atvinnuleysisbætur fari í staðinn til greiðslu eftirlauna. Þriðja breytingin er sú að arðrán og ójöfnuður fer sívaxandi. Æ stærri hluti af þjóðartekjum flestra landa fer í sjóði æ færri auðkýfinga sem hafa lag á að koma miklum hluta tekna sinna undan skattheimtunni þannig að þær nýtast ekki í hinni sameiginlegu velferðarþjónustu, þar á meðal til að greiða lífeyri og þjónustu við aldraða. Ef þetta fé yrði sótt mætti nýta hluta þess til að greiða eftirlaun í stað þess að láta fólk vinna lengur í þessu arðránskerfi. Eftirlaunaaldur ætti að skoða í þessu samhengi og í samhengi við vinnutímann almennt og hugmyndir um styttingu hans. Ef fyrirsjáanlegt er að eftirlaunakerfið eins og það er nú geti ekki staðið undir núverandi eftirlaunaaldri þarf að endurskoða það. Og svo er sjálfsagt að líta til einhverra útfærslna á sveigjanlegum starfslokum, enda eru óskir og þarfir fólks misjafnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kirkjuklukkum hringt Bjarni Karlsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjuklukkum hringt Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir hugmyndir um hækkun eftirlaunaaldurs til sjötíu ára. Hugmyndir í þá veru eru uppi víða á Vesturlöndum. Rökin eru að ævi fólks lengist og þar með sá tími sem fólk nýtur eftirlauna. Og ungu fólki fækkar hlutfallslega þannig að stöðugt færri vinnandi hendur standa undir kostnaði við eftirlaun. Þetta er vissulega gild rök svo langt sem þau ná. En það er full ástæða til að gá að fleiri þáttum en þeim sem snúa bara að mannfjöldaspám. Margt fleira er að breytast en hlutföll aldurshópa. Lítum á nokkur atriði. Tækniþróun er ör, hefur verið það lengi en heldur áfram með stöðugri þróun tölvutækni og þar með sjálfvirkni. Þetta verður að vega á móti fækkun ungra vinnandi handa. Og vinnandi höndum fækkar reyndar ekki bara vegna þess að ungu fólki fækkar heldur líka af því að þeim fækkar sem fá vinnu. Vegna síaukinnar afkastagetu í hinni tæknivæddu framleiðslu minnkar stöðugt þörfin fyrir vinnandi hendur. Þetta kemur fram í viðvarandi atvinnuleysi í flestum þróuðum löndum. Í löndum Evrópusambandsins mældist atvinnuleysi í janúar 2016 8,9% að meðaltali en 19,7% hjá fólki undir 25 ára og hefur verið yfir 15% öll árin frá aldamótum. Þótt atvinnuleysi hafi alla jafna verið talsvert minna hér er hæpið að stóla á að þannig verði um ókomna tíð. Önnur breyting er sú að framleiðsla og neysla á Vesturlöndum er í rauninni komin langt fram úr þörfunum. Við þekkjum umræðuna um matarsóun og sama á við um fjölmargar aðrar vörur svo sem fatnað, húsgögn og alls konar tól og tæki. Þetta er ekki bara efnahagslegt vandamál heldur líka umhverfislegt. Af þeim sökum er að því komið að reynt verði að sporna við þessari þróun og takmarka neyslu og sóun og þar með framleiðslu.Endurskoðun nauðsynleg Atvinnusköpun felst þá fyrst og fremst í alls kyns þjónustu sem er meira og minna þarflaus og gagnslaus og skapar ekkert annað en vinnu og hreyfingu fjármagns frá einni vinnandi hendi til annarrar. Það væri þá kannski nær að þeir sem hafa verið lengi á vinnumarkaði rými fyrir hinum yngri og það fjármagn sem fer í atvinnuleysisbætur fari í staðinn til greiðslu eftirlauna. Þriðja breytingin er sú að arðrán og ójöfnuður fer sívaxandi. Æ stærri hluti af þjóðartekjum flestra landa fer í sjóði æ færri auðkýfinga sem hafa lag á að koma miklum hluta tekna sinna undan skattheimtunni þannig að þær nýtast ekki í hinni sameiginlegu velferðarþjónustu, þar á meðal til að greiða lífeyri og þjónustu við aldraða. Ef þetta fé yrði sótt mætti nýta hluta þess til að greiða eftirlaun í stað þess að láta fólk vinna lengur í þessu arðránskerfi. Eftirlaunaaldur ætti að skoða í þessu samhengi og í samhengi við vinnutímann almennt og hugmyndir um styttingu hans. Ef fyrirsjáanlegt er að eftirlaunakerfið eins og það er nú geti ekki staðið undir núverandi eftirlaunaaldri þarf að endurskoða það. Og svo er sjálfsagt að líta til einhverra útfærslna á sveigjanlegum starfslokum, enda eru óskir og þarfir fólks misjafnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar