Vont frumvarp Arna Guðmundsdóttir skrifar 26. maí 2016 07:00 Frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um greiðsluþátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu er afleitt. Nauðsynlegt er að taka það til rækilegrar endurskoðunar. Og í því ferli er vonandi að samráð verði haft við lækna en slíkt var ekki gert á meðan þessi frumvarpsdrög urðu að veruleika. Sérfræðingar frá velferðarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og Sjúkratryggingum Íslands sáu einir um smíðina. Í fyrsta lagi ber að nefna að þakið sem sett er á útgjöld hvers sjúklings er ekki fjármagnað með auknu framlagi ríkisins heldur viðbótarkostnaði annarra sjúklinga. Með öðrum orðum: Þeir sem minna eru veikir borga meira en fyrr til þess að fjármagna sjúkrakostnað hinna sem verr eru settir. Þeir sem ekkert eru veikir leggja ekkert fram aukalega. Kostnaður sem fer upp fyrir árlegt hámark er ekki greiddur af samfélaginu í heild sinni heldur ákveðnum hópi þess. Sá hópur telur um 120 þúsund manns og þar af er um þriðjungur, eða 40 þúsund manns, lífeyrisþegar. Í annan stað ber að nefna tilvísanakerfið eða þjónustustýringuna sem lagt er til að verði á nýjan leik allsráðandi í aðgengi fólks að læknisþjónustu. Í sjálfu sér þarf það ekki endilega að vera vont fyrirkomulag en þegar vonlaust er að núverandi fjöldi heimilislækna geti annað álaginu og þegar vandséð er í hverju sparnaðurinn á að vera fólginn er eðlilegt að staldra við. Markmið breytinganna er að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga. Á sama tíma hafa tugþúsundir manna engan heimilislækni af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru ekki fáanlegir. Þess vegna er löng bið eftir viðtali við heimilislækni en sem betur fer hefur beint aðgengi að sérfræðilæknum verið nokkuð gott á flestum sviðum og munar þar mest um þjónustu sérgreinalækna í einkarekstri.Öngþveiti Talið er að heimilislæknar þurfi að vera að lágmarki um 30% af heildarfjölda lækna til að tilvísanakerfi borgi sig en hér á landi eru þeir 16,4%. Sem dæmi um öngþveitið sem myndast á heilsugæslunni með tilkomu þessara breytinga má nefna að komur til barnalækna árið 2015 voru um 109.000. Tilgangurinn er að spara sjúklingum komugjöld sem nema innan við eitt þúsund krónum fyrir hverja heimsókn til barnalæknis. Koma á heilsugæslustöð kostar hið opinbera hins vegar um 9.000 krónur og ef hún endar með tilvísun til sérfræðilæknis greiðir ríkið til viðbótar um 10.000 krónur. Erfitt er að sjá hvernig þetta fyrirkomulag sparar fjármuni og einnig hvað gerist þegar bankað er upp á með veikt barn og bið eftir tíma hjá heimilislækni er jafnvel talin í vikum. Tilvísanakerfinu er m.a. ætlað að tryggja ódýrara aðgengi að sérfræðiþjónustu. Hin hliðin á þeim peningi er sú að þeir sem vilja sleppa undan biðinni eftir að hitta heimilislækninn geta, mögulega gegn hærra gjaldi, farið beint til sérfræðilæknis. Hinir efnameiri geta þannig keypt sér forgang. Það er þvert á vilja þjóðarinnar sem lítur á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem grundvallaratriði í íslensku velferðarsamfélagi. Krafan um fyrstu komu til heilsugæslu er stundum augljós lykkja á leið sjúklinga. Heimsókn til kvensjúkdómalæknis þarf ekki að byrja á viðtali við heimilislækni. Ekki frekar en til dæmis ferð til tannlæknis eða augnlæknis. Oft er ástæðulaust að neyða almenning til heimsóknar á heilsugæslustöð til þess eins að fá uppáskrift fyrir hið augljósa: Sérfræðilækni. Í frumvarpið vantar alla umfjöllun um það hvort tilvísun eigi að vera gefin út vegna ákveðinnar sjúkdómsgreiningar eða á nafn ákveðins sérfræðings, sérgrein sérfræðings, undirsérgrein sérfræðings eða starfsstöð sérfræðinga. Engin umfjöllun er heldur um það hver gildistími tilvísunar eigi að vera eða hvort sjúklingur hafi einhver úrræði ef honum er neitað um tilvísun. Allt þetta er í fullkominni óvissu en tilvísanakerfi skal keyrt í gegn án umræðu eða samráðs við þá sem best þekkja til.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um greiðsluþátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu er afleitt. Nauðsynlegt er að taka það til rækilegrar endurskoðunar. Og í því ferli er vonandi að samráð verði haft við lækna en slíkt var ekki gert á meðan þessi frumvarpsdrög urðu að veruleika. Sérfræðingar frá velferðarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og Sjúkratryggingum Íslands sáu einir um smíðina. Í fyrsta lagi ber að nefna að þakið sem sett er á útgjöld hvers sjúklings er ekki fjármagnað með auknu framlagi ríkisins heldur viðbótarkostnaði annarra sjúklinga. Með öðrum orðum: Þeir sem minna eru veikir borga meira en fyrr til þess að fjármagna sjúkrakostnað hinna sem verr eru settir. Þeir sem ekkert eru veikir leggja ekkert fram aukalega. Kostnaður sem fer upp fyrir árlegt hámark er ekki greiddur af samfélaginu í heild sinni heldur ákveðnum hópi þess. Sá hópur telur um 120 þúsund manns og þar af er um þriðjungur, eða 40 þúsund manns, lífeyrisþegar. Í annan stað ber að nefna tilvísanakerfið eða þjónustustýringuna sem lagt er til að verði á nýjan leik allsráðandi í aðgengi fólks að læknisþjónustu. Í sjálfu sér þarf það ekki endilega að vera vont fyrirkomulag en þegar vonlaust er að núverandi fjöldi heimilislækna geti annað álaginu og þegar vandséð er í hverju sparnaðurinn á að vera fólginn er eðlilegt að staldra við. Markmið breytinganna er að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga. Á sama tíma hafa tugþúsundir manna engan heimilislækni af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru ekki fáanlegir. Þess vegna er löng bið eftir viðtali við heimilislækni en sem betur fer hefur beint aðgengi að sérfræðilæknum verið nokkuð gott á flestum sviðum og munar þar mest um þjónustu sérgreinalækna í einkarekstri.Öngþveiti Talið er að heimilislæknar þurfi að vera að lágmarki um 30% af heildarfjölda lækna til að tilvísanakerfi borgi sig en hér á landi eru þeir 16,4%. Sem dæmi um öngþveitið sem myndast á heilsugæslunni með tilkomu þessara breytinga má nefna að komur til barnalækna árið 2015 voru um 109.000. Tilgangurinn er að spara sjúklingum komugjöld sem nema innan við eitt þúsund krónum fyrir hverja heimsókn til barnalæknis. Koma á heilsugæslustöð kostar hið opinbera hins vegar um 9.000 krónur og ef hún endar með tilvísun til sérfræðilæknis greiðir ríkið til viðbótar um 10.000 krónur. Erfitt er að sjá hvernig þetta fyrirkomulag sparar fjármuni og einnig hvað gerist þegar bankað er upp á með veikt barn og bið eftir tíma hjá heimilislækni er jafnvel talin í vikum. Tilvísanakerfinu er m.a. ætlað að tryggja ódýrara aðgengi að sérfræðiþjónustu. Hin hliðin á þeim peningi er sú að þeir sem vilja sleppa undan biðinni eftir að hitta heimilislækninn geta, mögulega gegn hærra gjaldi, farið beint til sérfræðilæknis. Hinir efnameiri geta þannig keypt sér forgang. Það er þvert á vilja þjóðarinnar sem lítur á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem grundvallaratriði í íslensku velferðarsamfélagi. Krafan um fyrstu komu til heilsugæslu er stundum augljós lykkja á leið sjúklinga. Heimsókn til kvensjúkdómalæknis þarf ekki að byrja á viðtali við heimilislækni. Ekki frekar en til dæmis ferð til tannlæknis eða augnlæknis. Oft er ástæðulaust að neyða almenning til heimsóknar á heilsugæslustöð til þess eins að fá uppáskrift fyrir hið augljósa: Sérfræðilækni. Í frumvarpið vantar alla umfjöllun um það hvort tilvísun eigi að vera gefin út vegna ákveðinnar sjúkdómsgreiningar eða á nafn ákveðins sérfræðings, sérgrein sérfræðings, undirsérgrein sérfræðings eða starfsstöð sérfræðinga. Engin umfjöllun er heldur um það hver gildistími tilvísunar eigi að vera eða hvort sjúklingur hafi einhver úrræði ef honum er neitað um tilvísun. Allt þetta er í fullkominni óvissu en tilvísanakerfi skal keyrt í gegn án umræðu eða samráðs við þá sem best þekkja til.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun