Víst getur matarverð lækkað um 35% Jóhannes Gunnarsson og Guðjón Sigurbjartsson skrifar 26. maí 2016 10:49 Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, telur fullyrðingar greinarhöfunda um að matvara gæti verið 35% ódýrari ef matartollarnir væru felldir niður ekki standast. Hún spyr í aðsendri grein í Fréttablaðinu og á visir.is, 28. apríl sl.: „Er betra að veifa röngu tré en öngu?“ Þar heldur hún því fram að matvæli kosti hér svipað eða minna en í nágrannalöndunum! Bændasamtökin berjast af alefli gegn niðurfellingu tolla. Þau segja jafnvel á sama tíma: 1) verð matvæla á Íslandi er lægra en í nágrannalöndunum og 2) alls ekki má lækka eða fella niður matartolla því þá verða innflutt matvæli svo ódýr að innlend framleiðsla hrynur! Hvort skyldi nú vera rétt? Í grein undirritaðra sem birtist í Fréttablaðinu hinn 20. apríl var birt tafla sem sýnir að innflutt matvara getur að meðaltali orðið um 35% ódýrari en innlend, verði matartollar niðurfelldir. Upplýsingarnar áætluðu Hagar/Aðföng að okkar beiðni. Bændasamtökin halda því stundum fram að ekki eigi að taka mark á versluninni, hún hugsi bara um sinn hag. Finnur Árnason, forstjóri Haga, hefur boðið að „endurskoðandi fyrirtækisins skili t.d. til Neytendasamtakanna (JG) staðfestingu á verðútreikningum, eða mismun á innlendu og erlendu innkaupsverði“.Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingurFramkvæmdastjóri Krónunnar upplýsti undirritaða nýverið um að Krónan myndi bjóða álíka verðlækkun og Bónus ef tollar yrðu felldir niður á þessar vörur. Verðlækkun nautakjöts gæti reyndar verið eitthvað meiri en lækkun kindakjöts lítil eða engin. Í heildina myndi verð lækka um 35% við afnám matartollanna. Það eru reyndar fleiri leiðir til að staðfesta verðmuninn, sem Bændasamtökin rengja þegar þeim hentar.Hagfræðistofnun Háskóla Íslands tók árið 2009 saman upplýsingar um málið fyrir utanríkisráðuneytið og skilaði í skýrslunni „Íslensk bú í finnsku umhverfi“. Þar segir á síðu 3: „má ætla að verð til bænda lækki um 30-40% ef tollar falla niður á búvörum milli Íslands og Evrópusambandslanda“. Starfshópur um tollamál á sviði landbúnaðar á vegum landbúnaðarráðherra skilaði árið 2014 skýrslu þar sem segir á síðu 30: „Á árunum 1995-1997 var afurðaverð hérlendis um það bil 80 til 90% hærra en innflutningsverð, en er nú í kringum 30% hærra.“Ofangreindar upplýsingar frá fjórum ótengdum aðilum sýna að verð innfluttrar matvöru getur án tolla verið um 35% lægra en innlendrar. Ástæðan er augljóslega stærðarhagkvæmni og betri veðurfarslegar aðstæður sunnar á hnettinum. Þetta vita allir en sumir sem vinna við að vernda kerfið láta stundum sem þeir viti þetta ekki.Kerfið er meingallað Skattgreiðendur styðja landbúnaðinn um 14 milljarða króna á ári og auk þess styðja neytendur bændur og vinnslugreinar um 22 milljarða með hærra matvælaverði. Samtals eru þetta 36 milljarðar króna á ári eða 360 milljarðar á þeim 10 árum sem fyrirhugað er að búvörusamningar gildi. Heildarstuðningur er hér að meðaltali 11 milljónir á bú á ári, þar af 4 milljónir frá skattgreiðendum og 7 frá neytendum. Í Finnlandi og Danmörku er stuðningurinn um 3 milljónir kr. á bú á ári í heild. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, hefur nýlega sýnt fram á að tæpur helmingur af 22 milljarða kr. árlegum stuðningi neytenda við landbúnaðinn fer til stórfyrirtækja! Í Evrópu er opinn markaður milli landa og neytendastuðningur núll. Við ættum líka að fella niður matartollana en styrkja landbúnaðinn áfram á fjárlögum um svipaða upphæð á bú og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Það væri ásættanlegt. Aðlaga þarf landbúnaðinn nýjum veruleika og sjálfsagt væri að styðja við þau umskipti sem verða öllum í hag þegar upp er staðið.Stórmál fyrir (fátæka) neytendur Samkvæmt UNICEF búa 6.100 börn hér á landi við skort. Um fjórðungur örorkulífeyrisþega og stór hluti aldraðra lifir á strípuðum bótum. Samtals eru 9,4% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða rúmlega 30 þúsund manns. 35% ódýrari matvæli lækka matarútgjöld á mann um 68 þúsund krónur á ári. Það munar um minna. Þessar umbætur geta ekki beðið mikið lengur, hvað þá í 10 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, telur fullyrðingar greinarhöfunda um að matvara gæti verið 35% ódýrari ef matartollarnir væru felldir niður ekki standast. Hún spyr í aðsendri grein í Fréttablaðinu og á visir.is, 28. apríl sl.: „Er betra að veifa röngu tré en öngu?“ Þar heldur hún því fram að matvæli kosti hér svipað eða minna en í nágrannalöndunum! Bændasamtökin berjast af alefli gegn niðurfellingu tolla. Þau segja jafnvel á sama tíma: 1) verð matvæla á Íslandi er lægra en í nágrannalöndunum og 2) alls ekki má lækka eða fella niður matartolla því þá verða innflutt matvæli svo ódýr að innlend framleiðsla hrynur! Hvort skyldi nú vera rétt? Í grein undirritaðra sem birtist í Fréttablaðinu hinn 20. apríl var birt tafla sem sýnir að innflutt matvara getur að meðaltali orðið um 35% ódýrari en innlend, verði matartollar niðurfelldir. Upplýsingarnar áætluðu Hagar/Aðföng að okkar beiðni. Bændasamtökin halda því stundum fram að ekki eigi að taka mark á versluninni, hún hugsi bara um sinn hag. Finnur Árnason, forstjóri Haga, hefur boðið að „endurskoðandi fyrirtækisins skili t.d. til Neytendasamtakanna (JG) staðfestingu á verðútreikningum, eða mismun á innlendu og erlendu innkaupsverði“.Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingurFramkvæmdastjóri Krónunnar upplýsti undirritaða nýverið um að Krónan myndi bjóða álíka verðlækkun og Bónus ef tollar yrðu felldir niður á þessar vörur. Verðlækkun nautakjöts gæti reyndar verið eitthvað meiri en lækkun kindakjöts lítil eða engin. Í heildina myndi verð lækka um 35% við afnám matartollanna. Það eru reyndar fleiri leiðir til að staðfesta verðmuninn, sem Bændasamtökin rengja þegar þeim hentar.Hagfræðistofnun Háskóla Íslands tók árið 2009 saman upplýsingar um málið fyrir utanríkisráðuneytið og skilaði í skýrslunni „Íslensk bú í finnsku umhverfi“. Þar segir á síðu 3: „má ætla að verð til bænda lækki um 30-40% ef tollar falla niður á búvörum milli Íslands og Evrópusambandslanda“. Starfshópur um tollamál á sviði landbúnaðar á vegum landbúnaðarráðherra skilaði árið 2014 skýrslu þar sem segir á síðu 30: „Á árunum 1995-1997 var afurðaverð hérlendis um það bil 80 til 90% hærra en innflutningsverð, en er nú í kringum 30% hærra.“Ofangreindar upplýsingar frá fjórum ótengdum aðilum sýna að verð innfluttrar matvöru getur án tolla verið um 35% lægra en innlendrar. Ástæðan er augljóslega stærðarhagkvæmni og betri veðurfarslegar aðstæður sunnar á hnettinum. Þetta vita allir en sumir sem vinna við að vernda kerfið láta stundum sem þeir viti þetta ekki.Kerfið er meingallað Skattgreiðendur styðja landbúnaðinn um 14 milljarða króna á ári og auk þess styðja neytendur bændur og vinnslugreinar um 22 milljarða með hærra matvælaverði. Samtals eru þetta 36 milljarðar króna á ári eða 360 milljarðar á þeim 10 árum sem fyrirhugað er að búvörusamningar gildi. Heildarstuðningur er hér að meðaltali 11 milljónir á bú á ári, þar af 4 milljónir frá skattgreiðendum og 7 frá neytendum. Í Finnlandi og Danmörku er stuðningurinn um 3 milljónir kr. á bú á ári í heild. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, hefur nýlega sýnt fram á að tæpur helmingur af 22 milljarða kr. árlegum stuðningi neytenda við landbúnaðinn fer til stórfyrirtækja! Í Evrópu er opinn markaður milli landa og neytendastuðningur núll. Við ættum líka að fella niður matartollana en styrkja landbúnaðinn áfram á fjárlögum um svipaða upphæð á bú og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Það væri ásættanlegt. Aðlaga þarf landbúnaðinn nýjum veruleika og sjálfsagt væri að styðja við þau umskipti sem verða öllum í hag þegar upp er staðið.Stórmál fyrir (fátæka) neytendur Samkvæmt UNICEF búa 6.100 börn hér á landi við skort. Um fjórðungur örorkulífeyrisþega og stór hluti aldraðra lifir á strípuðum bótum. Samtals eru 9,4% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða rúmlega 30 þúsund manns. 35% ódýrari matvæli lækka matarútgjöld á mann um 68 þúsund krónur á ári. Það munar um minna. Þessar umbætur geta ekki beðið mikið lengur, hvað þá í 10 ár.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun