Hjúkrunarfræðingar segja nýtt greiðsluþátttökukerfi óraunhæft sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2016 12:41 Fréttablaðið/Vilhelm Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggst gegn því að frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga verði samþykkt óbreytt. Guðbjörg Pálsdóttir, starfandi formaður félagsins segir hámarkskostnað í kerfinu óraunhæfan og fer fram á að hann verði lækkaður verulega. Hún segir að með frumvarpinu sé ekki mörkuð heildstæð stefna og tannlækningar og sálfræðiþjónustu vanti inn í nýja kerfið. „Það er ekki tannlæknaþjónusta, sálfræðiþjónusta og aðrir þættir sem fólk er að borga fyrir í dag í heilbrigðiskostnaðinn í heild sinni. Þannig að þetta 95 þúsund króna hámark er í rauninni óraunhæft og er bara hluti af myndinni,“ segir Guðbjörg. „Okkur finnst þessi upphæð of há og við teljum að með því að gera heilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa með öllu þá mun það ekki kosta ríkissjóð verulega upphæð í rauninni á ári. Það mætti byrja á að gera heilbrigðisþjónustu barna og öryrkja gjaldfrjálsa og skoða hvort það komi í veg hvort þessir hópar þurfi að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.“ Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga kveður á um að mánaðargreiðslur fólks fari aldrei yfir tiltekið hámark. Þannig verði hann aldrei meiri en 95 þúsund krónur á ári, en í kringum 65 þúsund krónur á ári hjá eldri borgurum og öryrkjum. Þá á heilsugæslan að vera í vaxandi mæli fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Guðbjörg segist fagna því að unnið sé að því að heilsugæslan verði almennt fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. Slík breyting geti þó skapað hættu fyrir sjúklinga er fjármagn verði ekki aukið til heilsugæslunnar, sem ráði vart við stöðuna eins og hún sé í dag. „Það verður til dæmis dýrara fyrir sjúklinga að leita sér sérfræðilækna án tilvísunar því þeir þurfa fyrst að fara í gegnum heilsugæsluna. En eins og ég held að allir viti í dag að þá ræður heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ekki við í dag að veita þá þjónustu sem hún þegar á að veita vegna skorts á fjármagni og starfsfólki og eins í rauninni er ekki búið að taka ákvörðun um hver á að sinna hverju starfi innan heilsugæslunnar. Þannig að áður en við förum að taka svona skref þá í rauninni þarf að setja inn fjármagn til heilsugæslunnar,“ segir hún. Tengdar fréttir ASÍ gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku "Ekki stendur til að auka fjármagn til málaflokksins og draga úr heildarkostnaðarþátttöku sjúklinga,“ bendir sambandið á og segir að því sé verið að færa kostnað milli hópa. 4. maí 2016 16:22 Landlæknir: Þörf á skjótum aðgerðum ef ástandið á ekki að versna enn frekar Birgir Jakobsson landlæknir segir heilbrigðiskerfið á rangri braut. 18. maí 2016 18:32 Hætta á að börn efnaminni foreldra bíði lengur eftir heilbrigðisþjónustu Þetta er mat umboðsmanns barna sem í umsögn um nýtt greiðsluþáttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. 3. maí 2016 20:15 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggst gegn því að frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga verði samþykkt óbreytt. Guðbjörg Pálsdóttir, starfandi formaður félagsins segir hámarkskostnað í kerfinu óraunhæfan og fer fram á að hann verði lækkaður verulega. Hún segir að með frumvarpinu sé ekki mörkuð heildstæð stefna og tannlækningar og sálfræðiþjónustu vanti inn í nýja kerfið. „Það er ekki tannlæknaþjónusta, sálfræðiþjónusta og aðrir þættir sem fólk er að borga fyrir í dag í heilbrigðiskostnaðinn í heild sinni. Þannig að þetta 95 þúsund króna hámark er í rauninni óraunhæft og er bara hluti af myndinni,“ segir Guðbjörg. „Okkur finnst þessi upphæð of há og við teljum að með því að gera heilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa með öllu þá mun það ekki kosta ríkissjóð verulega upphæð í rauninni á ári. Það mætti byrja á að gera heilbrigðisþjónustu barna og öryrkja gjaldfrjálsa og skoða hvort það komi í veg hvort þessir hópar þurfi að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.“ Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra um nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga kveður á um að mánaðargreiðslur fólks fari aldrei yfir tiltekið hámark. Þannig verði hann aldrei meiri en 95 þúsund krónur á ári, en í kringum 65 þúsund krónur á ári hjá eldri borgurum og öryrkjum. Þá á heilsugæslan að vera í vaxandi mæli fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Guðbjörg segist fagna því að unnið sé að því að heilsugæslan verði almennt fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. Slík breyting geti þó skapað hættu fyrir sjúklinga er fjármagn verði ekki aukið til heilsugæslunnar, sem ráði vart við stöðuna eins og hún sé í dag. „Það verður til dæmis dýrara fyrir sjúklinga að leita sér sérfræðilækna án tilvísunar því þeir þurfa fyrst að fara í gegnum heilsugæsluna. En eins og ég held að allir viti í dag að þá ræður heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ekki við í dag að veita þá þjónustu sem hún þegar á að veita vegna skorts á fjármagni og starfsfólki og eins í rauninni er ekki búið að taka ákvörðun um hver á að sinna hverju starfi innan heilsugæslunnar. Þannig að áður en við förum að taka svona skref þá í rauninni þarf að setja inn fjármagn til heilsugæslunnar,“ segir hún.
Tengdar fréttir ASÍ gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku "Ekki stendur til að auka fjármagn til málaflokksins og draga úr heildarkostnaðarþátttöku sjúklinga,“ bendir sambandið á og segir að því sé verið að færa kostnað milli hópa. 4. maí 2016 16:22 Landlæknir: Þörf á skjótum aðgerðum ef ástandið á ekki að versna enn frekar Birgir Jakobsson landlæknir segir heilbrigðiskerfið á rangri braut. 18. maí 2016 18:32 Hætta á að börn efnaminni foreldra bíði lengur eftir heilbrigðisþjónustu Þetta er mat umboðsmanns barna sem í umsögn um nýtt greiðsluþáttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. 3. maí 2016 20:15 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
ASÍ gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku "Ekki stendur til að auka fjármagn til málaflokksins og draga úr heildarkostnaðarþátttöku sjúklinga,“ bendir sambandið á og segir að því sé verið að færa kostnað milli hópa. 4. maí 2016 16:22
Landlæknir: Þörf á skjótum aðgerðum ef ástandið á ekki að versna enn frekar Birgir Jakobsson landlæknir segir heilbrigðiskerfið á rangri braut. 18. maí 2016 18:32
Hætta á að börn efnaminni foreldra bíði lengur eftir heilbrigðisþjónustu Þetta er mat umboðsmanns barna sem í umsögn um nýtt greiðsluþáttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. 3. maí 2016 20:15