Innlent

Kynna nýtt krabbameinslyf

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Alvogen er alþjóðlegt samheitalyfjafyrirtæki með starfsemi í 35 löndum og hjá fyrirtækinu vinna um 2.300 starfsmenn.
Alvogen er alþjóðlegt samheitalyfjafyrirtæki með starfsemi í 35 löndum og hjá fyrirtækinu vinna um 2.300 starfsmenn. Mynd/Alvogen
Lyfjafyrirtækið Alvogen segist vera fyrst á markað með nýtt samheitalyf á Íslandi og á ýmsum mörkuðum í Mið- og Austur Evrópu.

Um er að ræða krabbameinslyfið Reseligo, sem er samheitalyf Zoladex, en sala þess hér á landi hófst um síðustu mánaðamót. Lyfið er einnig sagt verða selt í átta öðrum löndum.

„Krabbameinslyfið Zoladex seldist fyrir um 200 milljónir evra í Evrópu á síðasta ári en á Íslandi nam sala frumlyfsins um 66 milljónum króna. Við markaðssetningu Res­eligo, sem er heiti samheitalyfsins, býðst sjúklingum ódýrari valkostur,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins, en skráning Reseligo er sögð ein af stærri markaðssetningum Alvogen í Evrópu á þessu ári.

Reseligo er notað til meðhöndlunar á krabbameini í blöðruhálskirtli hjá körlum en hjá konum er það meðal annars notað við brjóstakrabbameini.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×