Innlent

Þjóðin hélt í sér yfir Eurovision

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fólk sat fast við skjáinn á meðan flutningur Gretu Salóme stóð yfir.
Fólk sat fast við skjáinn á meðan flutningur Gretu Salóme stóð yfir. vísir/eurovision.tv
Margir voru komnir í spreng þegar úrslitin í Eurovision lágu fyrir í gærkvöldi, samkvæmt rennslistölum út vatnsveitu Veitna í Reykjavík. Fjórðungsaukning í rennsli varð eftir að niðurstöður lágu fyrir.

Vatnsnotkun virðist hafa verið minnst á meðan Greta Salóme söng og óx síðan svolítið á meðan kosningu stóð. Hún minnkaði að nýju þegar úrslit voru kynnt og rauk svo upp að því loknu. Rennslisaukningin í vatnsveitunni eftir að ljóst varð að Ísland ætti ekki fulltrúa í úrslitakeppninni á laugardag nam um fjórðungi, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Oft sjást þess merki í vatnsnotkun höfuðborgarbúa þegar áhugavert efni er í sjónvarpinu. Aðalástæðan er sú að fólk fer síður á salernið á meðan útsendingu stendur. Á þessu var engin undantekning í gær, líkt og fyrrnefndar tölur gefa til kynna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×