Innlent

Vestfirsk útgerð sýknuð af meintu veiðilagabroti

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/hbGrandi
Ríkissjóður þarf að greiða rúmlega 900 þúsund krónur í málskostnað eftir að héraðsdómur Vestfjarða sýknaði á dögunum ísfirska útgerð af sökum um fiskveiðabrot.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum stefndi áhöfn tveggja togara fyrir meinta ólöglega togveiði sem átti sér stað í nóvember í fyrra. Þeim var gefið að sök að nota 135 mm poka í botnvörpum sínum þegar þeir voru staðsettir 1,3 sjómílum innan reglugerðarhólfsins.

Hinir ákæru báru undir sig að þeir hefðu farið eftir faglegu mati Hafrannsóknarstofnunnar á ástandi þorkstofns á svæðinu. Héraðsdómur mat málið svo að samkvæmt núgildandi reglugerð verði togarar sem veiða í tilteknu reglugerðahólfi að styðjast við svokallaða smáfiskaskilju sem er 135mm - 155 mm poki í botnvörpu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×