Vika er langur tími í pólitík Stefán Óli Jónsson skrifar 12. maí 2016 22:00 Atburðarás síðustu daga í forsetaframboðsmálum hefur verið lyginni líkust. Í þessu myndbandi hér að ofan rifjar Vísir upp hina ýmsu snúninga og óvæntar uppákomur í kringum baráttuna um Bessastaði, frá fimmtudeginum 5. maí til dagsins í dag. Á forsíðu Fréttablaðsins þann 5. maí, á uppstigningardag, birtist frétt þess efnis að Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Ólafur Ragnar Grímsson forseti nytu sambærilegs stuðnings fyrir forsetakosningarnar sem fram fara þann 25. júní. Á þeim tíma hafði Guðni Th. ekki tilkynnt formlega um framboð en það gerði hann hins vegar síðar sama dag í Salnum í Kópavogi. Örfáum klukkustundum síðar sendi forsetaskrifstofa tilkynningu, á ensku, frá Dorrit Moussaieff forsetafrú þar sem hún hafnaði öllum tengslum við aflandsfélög. Fjármál Dorritar og fjölskyldu hennar höfðu verið mikið til umræðu eftir að fyrirtæki þeirra fundust í Panama-skjölunum svokölluðu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu vildi Ólafur Ragnar ekki tjá sig föstudaginn 6. maí en þá var forseti að eigin sögn þjakaður af flensu. Daginn eftir gaf hann hinsvegar kvöldfréttum Stöðvar 2 tiltölulega óljós svör um framtíð kosningabaráttu sinnar.Tíst Páls blés lífi í orðóma Varð það til þess að ýmsar sögusagnir fóru á kreik um hvort hann hygðist yfirhöfuð halda framboði sínu til streitu. Ekki minnkaði pískrið þegar Páll Magnússon, stjórnandi útvarpsþáttarins Sprengisands, sagði á Twitter-síðu sinni að hann hefði þurft að gera breytingar á dagskrá þáttarins sem fyrirhugaður var morguninn eftir. Það var svo á ellefta tímanum daginn eftir, sunnudaginn 8. maí, sem Davíð Oddsson tilkynnti um framboð sitt til forseta. Að kvöldi sama dags sagði Ólafur Ragnar að forsendurnar fyrir framboði sínu, sem hann hafði tilkynnt rúmlega hálfum mánuði áður, væru nú breyttar. Atburðarás mánudagsins var engu hægari. Könnun MMR leiddi í ljós að Guðni Th. nyti stuðnings 59,2% aðspurðra og að stuðningur við Ólaf Ragnar hefði minnkað um helming. Um 20 mínútum eftir að niðurstöður könnunarinnar höfðu verið birtar sendi Ólafur Ragnar frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að hann væri endanlega hættur við að bjóða sig fram til endurkjörs. Könnun fréttastofu 365, sem prýddi forsíðu Fréttablaðsins í gær, gaf svo til kynna tæplega 70% fylgi Guðna Th. og að rúmlega 13 prósent hygðust kjósa Davíð Oddsson. Andri Snær Magnason mældist í sömu könnun með um 11 prósent stuðning. Aðrir frambjóðendur nutu minni stuðnings. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Atburðarás síðustu daga í forsetaframboðsmálum hefur verið lyginni líkust. Í þessu myndbandi hér að ofan rifjar Vísir upp hina ýmsu snúninga og óvæntar uppákomur í kringum baráttuna um Bessastaði, frá fimmtudeginum 5. maí til dagsins í dag. Á forsíðu Fréttablaðsins þann 5. maí, á uppstigningardag, birtist frétt þess efnis að Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Ólafur Ragnar Grímsson forseti nytu sambærilegs stuðnings fyrir forsetakosningarnar sem fram fara þann 25. júní. Á þeim tíma hafði Guðni Th. ekki tilkynnt formlega um framboð en það gerði hann hins vegar síðar sama dag í Salnum í Kópavogi. Örfáum klukkustundum síðar sendi forsetaskrifstofa tilkynningu, á ensku, frá Dorrit Moussaieff forsetafrú þar sem hún hafnaði öllum tengslum við aflandsfélög. Fjármál Dorritar og fjölskyldu hennar höfðu verið mikið til umræðu eftir að fyrirtæki þeirra fundust í Panama-skjölunum svokölluðu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu vildi Ólafur Ragnar ekki tjá sig föstudaginn 6. maí en þá var forseti að eigin sögn þjakaður af flensu. Daginn eftir gaf hann hinsvegar kvöldfréttum Stöðvar 2 tiltölulega óljós svör um framtíð kosningabaráttu sinnar.Tíst Páls blés lífi í orðóma Varð það til þess að ýmsar sögusagnir fóru á kreik um hvort hann hygðist yfirhöfuð halda framboði sínu til streitu. Ekki minnkaði pískrið þegar Páll Magnússon, stjórnandi útvarpsþáttarins Sprengisands, sagði á Twitter-síðu sinni að hann hefði þurft að gera breytingar á dagskrá þáttarins sem fyrirhugaður var morguninn eftir. Það var svo á ellefta tímanum daginn eftir, sunnudaginn 8. maí, sem Davíð Oddsson tilkynnti um framboð sitt til forseta. Að kvöldi sama dags sagði Ólafur Ragnar að forsendurnar fyrir framboði sínu, sem hann hafði tilkynnt rúmlega hálfum mánuði áður, væru nú breyttar. Atburðarás mánudagsins var engu hægari. Könnun MMR leiddi í ljós að Guðni Th. nyti stuðnings 59,2% aðspurðra og að stuðningur við Ólaf Ragnar hefði minnkað um helming. Um 20 mínútum eftir að niðurstöður könnunarinnar höfðu verið birtar sendi Ólafur Ragnar frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að hann væri endanlega hættur við að bjóða sig fram til endurkjörs. Könnun fréttastofu 365, sem prýddi forsíðu Fréttablaðsins í gær, gaf svo til kynna tæplega 70% fylgi Guðna Th. og að rúmlega 13 prósent hygðust kjósa Davíð Oddsson. Andri Snær Magnason mældist í sömu könnun með um 11 prósent stuðning. Aðrir frambjóðendur nutu minni stuðnings.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira