Innlent

Meirihluti andvígur inngöngu í ESB

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/DAníel
Meirihluti Íslendinga er andvígur því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Alls segjast 51,4 prósent vera andvíg eða mjög andvíg inngöngu. Þá segjast 27,1 prósent vera hlynnt eða mjög hlynnt. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að litlar breytingar hafi orðið á afstöðu almennings gagnvart inngöngu í ESB á undanförnum tveimur árum. Sé hins vegar litið aftur til 2012 hefur andvígum fækkað um rúmlega tíu prósentustig. Á sama tíma hefur hlynntum fjölgað um tíu prósentustig.

Greinilegt er að fólk sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu er mun hlynntara inngöngu en fólk sem býr á landsbyggðinni. Þá eru eldri aldurshópar og konur einnig líklegri til að vera andvíg inngöngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×