Innlent

Hæstiréttur staðfestir dóm í Kona Stinky málinu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Gísli Freyr var afar ánægður þegar hann endurheimti hjól sitt á ný, þremur mánuðum eftir að því var stolið.
Gísli Freyr var afar ánægður þegar hann endurheimti hjól sitt á ný, þremur mánuðum eftir að því var stolið. Vísir
Hæstiréttur staðfesti í dag fimm mánaða fangelsisdóm yfir 29 ára gömlum karlmanni fyrir hylmingu en hann reyndi að selja stolið reiðhjól á Bland. Dómurinn féll upphaflega í Héraðsdómi Reykjavíkur í október í fyrra.

Upp komst um manninn þegar eigandi hjólsins, Gísli Freyr Sverrisson, sá það til sölu á netinu þremur mánuðum eftir að því var stolið við Engilhalla í Kópavogi í október 2013. Hann mælti sér mót við seljandann og þekkti hjólið strax. Lögreglan beið í launsátri á meðan og ræddi svo við seljandann eftir að Gísli gaf merki um  að þetta væri vissulega hjólið hans.

Gísli hafði tilkynnt lögreglu um stuldinn á sínum tíma en ekkert hafði gerst í málinu fyrr en hjólið var auglýst til sölu á netinu.

Auk fimm mánaða fangelsissetu þarf hinn ákærði að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns upp á rúmlega 510 þúsund krónur. 


Tengdar fréttir

Kona Stinky endurheimt eftir þrjá mánuði

Gísli Freyr Sverrisson endurheimti fokdýrt keppnishjól sitt með hjálp lögreglumanna sem biðu í launsátri á meðan hann fór og hitti þjófinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×