Innlent

Tilboðum í siglingar milli Reykjavíkur og Akraness hafnað

Bjarki Ármannsson skrifar
Ákveðið var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær að hafna tveimur fyrirliggjandi tilboðum í siglingar á milli Reykjavíkur og Akraness.
Ákveðið var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær að hafna tveimur fyrirliggjandi tilboðum í siglingar á milli Reykjavíkur og Akraness. Vísir/GVA
Ákveðið var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær að hafna tveimur fyrirliggjandi tilboðum í siglingar á milli Reykjavíkur og Akraness.

Bæjarfélögin tvö hófu í fyrra sameiginlega skoðun á möguleikanum á því að koma á fót ferjusiglingum að hætti flóabátsins Akraborgarinnar sem hætti að ganga með tilkomu Hvalfjarðarganganna árið 1998.

Hugmyndin að þessu sinni var þó að koma upp minni ferju, sem ekki tæki bíla líkt og Akraborgin en gæti gengið á um hálftíma fresti sem eins konar bátastrætó.

Í greinargerð borgarstjóra frá fundinum í gær kemur fram að einn þeirra þriggja sem gert hafi tilboð í slíkar siglingar hafi dregið það til baka og að hugmyndir þeirra tveggja sem eftir voru samrýmdust ekki þeirri auglýsingu sem birt var.

Á fundinum var lagt til að útboð verði auglýst að nýju fyrir sumarið 2017.


Tengdar fréttir

Skattgreiðendur greiði ekki fyrir siglingar

Fulltrúar sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í borgarráði segjast ekki geta stutt hugmyndir þess eðlis að fjármunir úr borgarsjóði renni til reksturs ferju sem sigli milli Reykjavíkur og Akraness.

Siglingar milli Reykjavíkur og Akraness gætu hafist á ný

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi undirrituðu viljayfirlýsingu í morgun um það að bæjarfélögin hefji sameiginlega skoðun á því hvort flóasiglingar á milli Akraneskaupstaðar og Reykjavíkur geti verið góður valkostur í almenningssamgöngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×