Innlent

Almenn ánægja með störf Ólafs samkvæmt könnun MMR

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/Anton
Almenn ánægja ríkir með störf Ólafs Ragnar Grímssonar, forseta Íslands, ef marka má könnun MMR. 59,3 prósent þeirra sem svöruðu kváðust ánægð með störf Ólafs en 19,8 prósent kváðust óánægð.

Könnunin var framkvæmd daga 6. – 9. maí en 947 einstaklingar svöruðu henni. Í síðustu könnun sem lauk 26. apríl sögðust 63,7% vera ánægð með störf forsetans, en 17,0% óánægð.

Ánægja með störf Ólafs Ragnars sem forseta reyndist mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, en þau sem studdu ríkisstjórnarflokkana mældust mun ánægðari með störf forseta en þeir þau sem studdu aðra stjórnmálaflokka en þeir sem höfðu lokið háskólanámi voru líklegri til að vera óánægðir með störf forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×