Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar tvö verður sýnt beint frá opnun kosningamiðstöðvar Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta um síðustu helgi.

Þá verður fjallað um heimsókn Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra til Washington þar sem hann sækir leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna og skil á meðmælendalistum forsetaframbjóðenda í dag en útlit er fyrir að tíu manns verði í framboði í sumar.

Þá verður rætt við forstjóra Landsnets sem segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×