Fyrsti viðkomustaðurinn, loks endurbætur! Þórarinn Ingólfsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Þegar núverandi heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, tók við embætti á vormánuðum 2013 blasti við vond staða heilsugæslunnar í landinu. Skortur var á læknum í heilsugæslu bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Þúsundir landsmanna voru án heimilislæknis og hornsteinn heilsugæslunnar, listunin, hafði þynnst út með yfirskráningu á heilsugæslustöðvar og íbúar þurft að sætta sig við lakari þjónustu. Almenn óánægja var með aðgengið að heilsugæslunni og átt hafði sér stað niðurskurður í þjónustunni. Heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist skyldi í endurskipulagningu á grunni starfs sem unnið hafði verið í ráðuneytinu af forvera hans, Guðbjarti Hannessyni, með skýrslu sænska ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting. Kristján tók mið af 3. grein laga um heilbrigðisþjónustu frá 2007 um að stefnt skuli að því að heilbrigðisþjónusta sé ávallt veitt á viðeigandi þjónustustigi og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Hann kynnti hugmyndir sýnar í Norræna húsinu þann 20.?janúar 2014. Í höfuðatriðum ganga endurbæturnar út á að breyta skipuriti heilsugæslunnar þannig að fagstéttir hefðu meiri áhrif á veitingu þjónustunnar með einum yfirmanni, annaðhvort hjúkrunarfræðingi eða lækni á hverri stöð. Opnað yrði fyrir fjölbreytt rekstrarform í heilsugæslu og áhugasömu starfsfólki gert mögulegt að reka heilsugæslur ef áhugi væri fyrir því. Allir íbúar skyldu vera skráðir hjá heimilislækni sem hefði yfirsýn yfir þeirra mál. Sjúklingar sem líða af langvinnum sjúkdómum skyldu hafa sérstakan tengilið innan stöðvar auk heimilislæknis. Nýtt fjármögnunarlíkan skal gilda fyrir þjónustuna hvort sem hún yrði veitt af hinu opinbera beint eða með þjónustusamningum við heilbrigðisstarfsfólk. Fjármögnunarlíkanið tekur tillit til sjúkdómabyrði og greitt yrði meira fyrir að sinna þeim er veikastir eru og félagslega verst settir. Einnig verða innleiddir gæðavísar og m.a. hvatar til að stuðla að réttri notkun sýklalyfja, yfirferð lyfjalista o.fl.Aukið fjármagn þarf Síðast en ekki síst réðst hann í gerð ítarlegrar og samræmdrar kröfulýsingar varðandi þjónustu heilsugæslustöðva með áherslum á þjónustu við langveika og aldraða og aukið aðgengi fyrir alla. Slíka kröfulýsingu skal kostnaðargreina skv. lögum og mun þá koma fram raunkostnaðurinn við að veita þjónustuna. Ljóst er að slíkar endurbætur með nýjum viðeigandi verkefnum sem sinnt verður vel heppnast ekki nema aukið fjármagn komi til. Heilbrigðisráðherra og stjórnmálamönnum öllum er það vel ljóst. Illa hefur gengið að manna stöður heimilislækna sl. áratug og nýliðun verið ónóg. Heimilislæknar hafa óskað eftir þeim möguleika að reka heilsugæslustöðvar sjálfir og hefur þetta sérstaklega verið ósk sem yngri sérfræðingar hafa sett fram. Þau áform sem nú eru uppi um að gefa heilbrigðisstarfsfólki kost á að koma að rekstri þriggja nýrra heilsugæslustöðva eru því jákvæð að því leyti að ef fjármögnun þjónustunnar er tryggð má búast við því að þetta leiði til betri og aukinnar mönnunar innan heilsugæslunnar og betri og meiri þjónustu við íbúana en áður hefur verið. Rekstrarformið sjálft á ekki að skipta máli fyrir þá sem þjónustuna fá, þjónustukröfum, verðskrá og öðru er stýrt af hinu opinbera. Við í stjórn Félags íslenskra heimilislækna styðjum endurbætur heilbrigðisráðherra á heilsugæslunni og teljum þær löngu tímabærar og berum þá von í brjósti að heilsugæslan geti staðið undir nafni sem fyrsti viðkomustaðurinn eins og lög segja til um.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Þegar núverandi heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, tók við embætti á vormánuðum 2013 blasti við vond staða heilsugæslunnar í landinu. Skortur var á læknum í heilsugæslu bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Þúsundir landsmanna voru án heimilislæknis og hornsteinn heilsugæslunnar, listunin, hafði þynnst út með yfirskráningu á heilsugæslustöðvar og íbúar þurft að sætta sig við lakari þjónustu. Almenn óánægja var með aðgengið að heilsugæslunni og átt hafði sér stað niðurskurður í þjónustunni. Heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist skyldi í endurskipulagningu á grunni starfs sem unnið hafði verið í ráðuneytinu af forvera hans, Guðbjarti Hannessyni, með skýrslu sænska ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting. Kristján tók mið af 3. grein laga um heilbrigðisþjónustu frá 2007 um að stefnt skuli að því að heilbrigðisþjónusta sé ávallt veitt á viðeigandi þjónustustigi og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Hann kynnti hugmyndir sýnar í Norræna húsinu þann 20.?janúar 2014. Í höfuðatriðum ganga endurbæturnar út á að breyta skipuriti heilsugæslunnar þannig að fagstéttir hefðu meiri áhrif á veitingu þjónustunnar með einum yfirmanni, annaðhvort hjúkrunarfræðingi eða lækni á hverri stöð. Opnað yrði fyrir fjölbreytt rekstrarform í heilsugæslu og áhugasömu starfsfólki gert mögulegt að reka heilsugæslur ef áhugi væri fyrir því. Allir íbúar skyldu vera skráðir hjá heimilislækni sem hefði yfirsýn yfir þeirra mál. Sjúklingar sem líða af langvinnum sjúkdómum skyldu hafa sérstakan tengilið innan stöðvar auk heimilislæknis. Nýtt fjármögnunarlíkan skal gilda fyrir þjónustuna hvort sem hún yrði veitt af hinu opinbera beint eða með þjónustusamningum við heilbrigðisstarfsfólk. Fjármögnunarlíkanið tekur tillit til sjúkdómabyrði og greitt yrði meira fyrir að sinna þeim er veikastir eru og félagslega verst settir. Einnig verða innleiddir gæðavísar og m.a. hvatar til að stuðla að réttri notkun sýklalyfja, yfirferð lyfjalista o.fl.Aukið fjármagn þarf Síðast en ekki síst réðst hann í gerð ítarlegrar og samræmdrar kröfulýsingar varðandi þjónustu heilsugæslustöðva með áherslum á þjónustu við langveika og aldraða og aukið aðgengi fyrir alla. Slíka kröfulýsingu skal kostnaðargreina skv. lögum og mun þá koma fram raunkostnaðurinn við að veita þjónustuna. Ljóst er að slíkar endurbætur með nýjum viðeigandi verkefnum sem sinnt verður vel heppnast ekki nema aukið fjármagn komi til. Heilbrigðisráðherra og stjórnmálamönnum öllum er það vel ljóst. Illa hefur gengið að manna stöður heimilislækna sl. áratug og nýliðun verið ónóg. Heimilislæknar hafa óskað eftir þeim möguleika að reka heilsugæslustöðvar sjálfir og hefur þetta sérstaklega verið ósk sem yngri sérfræðingar hafa sett fram. Þau áform sem nú eru uppi um að gefa heilbrigðisstarfsfólki kost á að koma að rekstri þriggja nýrra heilsugæslustöðva eru því jákvæð að því leyti að ef fjármögnun þjónustunnar er tryggð má búast við því að þetta leiði til betri og aukinnar mönnunar innan heilsugæslunnar og betri og meiri þjónustu við íbúana en áður hefur verið. Rekstrarformið sjálft á ekki að skipta máli fyrir þá sem þjónustuna fá, þjónustukröfum, verðskrá og öðru er stýrt af hinu opinbera. Við í stjórn Félags íslenskra heimilislækna styðjum endurbætur heilbrigðisráðherra á heilsugæslunni og teljum þær löngu tímabærar og berum þá von í brjósti að heilsugæslan geti staðið undir nafni sem fyrsti viðkomustaðurinn eins og lög segja til um.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun