Stjórnvöld á rangri braut Samúel Karl Ólason skrifar 1. maí 2016 16:52 Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Mynd/BSRB Stjórnvöld eru á rangri braut með áformum um aukna einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni og aukinni kostnaðarþátttöku stórs hluta sjúklinga. Þetta sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í ræðu sinni á 1. maí í Hafnarfirði í dag. Hún sagði heilbrigðiskerfið hafa þurft að búa við fjársvelti og sagði nýja rannsókn gefa sterkar vísbendingar um að gjaldtaka í heilbrigðiskerfi hefti aðgang tiltekinna hópa að þjónustunni. Niðurstöðurnar sýni að of stór hópur Íslendinga fresti því að leita sér læknisaðstoðar, jafnvel þó fólk telji sig þurfa á slíkri þjónustu að halda. „Stöðugt fleiri nefna kostnað sem ástæðu þess að þeir leita ekki til læknis. Við slíkt ástand verður ekki unað,“ sagði Elín Björg.Samkvæmt tilkynningu frá BSRB benti hún á að stjórnvöld hafi nú kynnt tvennar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Annars vegar þak á greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu, sem mun að óbreyttu kalla á stóraukna gjaldtöku af stórum hluta þjóðarinnar. Hins vegar ræddi hún um þá ákvörðun stjórnvalda að þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu verði einkareknar. „Ég hef ekki orðið vör við að fólkið í landinu sé að biðja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og því síður að það óski eftir að greiða meira fyrir læknisþjónustuna,“ sagði Elín. „Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að félagsleg heilbrigðiskerfi eru skilvirkari en önnur heilbrigðiskerfi. Þau skila, með öðrum orðum, almenningi betri lýðheilsu fyrir lægri heildarkostnað. Þessar niðurstöður segja okkur að stjórnvöld eru á rangri braut. Gjaldfrjáls aðgangur allra að grunnþjónustunni verður að vera tryggður og það er eitt mikilvægasta verkefni framtíðarinnar að sjá til þess að svo verði.“Óásættanlegt að nota skattaskjól Auk þess gagnrýndi Elín harðlega þá sem fela eigur sínar í skattaskjólum, þar sem megin tilgangurinn sé að fela eignarhald og komast hjá því að greiða skatta. „Við sættum okkur ekki við að þeir sem mest hafa geti ráðið því sjálfir hvort þeir ætla að greiða skatta til velferðarsamfélagsins, með okkur hinum, eða fela fjármuni sína í skattaskjólum á sólríkum Suðurhafseyjum,“ sagði Elín. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Stjórnvöld eru á rangri braut með áformum um aukna einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni og aukinni kostnaðarþátttöku stórs hluta sjúklinga. Þetta sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í ræðu sinni á 1. maí í Hafnarfirði í dag. Hún sagði heilbrigðiskerfið hafa þurft að búa við fjársvelti og sagði nýja rannsókn gefa sterkar vísbendingar um að gjaldtaka í heilbrigðiskerfi hefti aðgang tiltekinna hópa að þjónustunni. Niðurstöðurnar sýni að of stór hópur Íslendinga fresti því að leita sér læknisaðstoðar, jafnvel þó fólk telji sig þurfa á slíkri þjónustu að halda. „Stöðugt fleiri nefna kostnað sem ástæðu þess að þeir leita ekki til læknis. Við slíkt ástand verður ekki unað,“ sagði Elín Björg.Samkvæmt tilkynningu frá BSRB benti hún á að stjórnvöld hafi nú kynnt tvennar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Annars vegar þak á greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu, sem mun að óbreyttu kalla á stóraukna gjaldtöku af stórum hluta þjóðarinnar. Hins vegar ræddi hún um þá ákvörðun stjórnvalda að þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu verði einkareknar. „Ég hef ekki orðið vör við að fólkið í landinu sé að biðja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og því síður að það óski eftir að greiða meira fyrir læknisþjónustuna,“ sagði Elín. „Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að félagsleg heilbrigðiskerfi eru skilvirkari en önnur heilbrigðiskerfi. Þau skila, með öðrum orðum, almenningi betri lýðheilsu fyrir lægri heildarkostnað. Þessar niðurstöður segja okkur að stjórnvöld eru á rangri braut. Gjaldfrjáls aðgangur allra að grunnþjónustunni verður að vera tryggður og það er eitt mikilvægasta verkefni framtíðarinnar að sjá til þess að svo verði.“Óásættanlegt að nota skattaskjól Auk þess gagnrýndi Elín harðlega þá sem fela eigur sínar í skattaskjólum, þar sem megin tilgangurinn sé að fela eignarhald og komast hjá því að greiða skatta. „Við sættum okkur ekki við að þeir sem mest hafa geti ráðið því sjálfir hvort þeir ætla að greiða skatta til velferðarsamfélagsins, með okkur hinum, eða fela fjármuni sína í skattaskjólum á sólríkum Suðurhafseyjum,“ sagði Elín.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira