Forvarnarátak Síldarvinnslunnar þegar búið að sanna sig svavar hávarðsson skrifar 2. maí 2016 07:00 Átakið hófst í Mottumars í fyrra. Skipið er Birtingur NK - gamli Börkur, aflahæsta fiskiskip Íslandssögunnar. Mynd/Hákon Ernuson Átak Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þar sem starfsmönnum er boðin ristilspeglun þeim að kostnaðarlausu hefur þegar skilað markverðum árangri. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu á staðnum segir allar líkur á því að þegar hafi verið komið í veg fyrir krabbamein. „Ég tel mig geta sagt með töluverðri vissu að frumkvæði fyrirtækisins hafi að öllum líkindum beinlínis komið í veg fyrir krabbamein,“ segir Jón H. H. Sen, yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, sem hefur umsjón með ristilspeglunum starfsfólksins. Í eðli sínu er átakið hugsað sem fyrirbyggjandi aðgerð, að skoða fólk sem er einkennalaust en þegar segist Jón hafa fjarlægt mikinn fjölda svonefndra sepa úr ristlum starfsmanna, en separnir geta verið forstig krabbameins. Í tveimur tilvikum voru separnir sem fjarlægðir voru það stórir að þeir hefðu orðið að krabbameini með tímanum, segir Jón en búið er að spegla um 50 starfsmenn fyrirtækisins og verkefnið því hálfnað. Hjá Síldarvinnslunni starfa 240 manns en átakið varðar 99 þeirra sem eru fimmtugir eða eldri. Stefnt er að því að ljúka speglun allra þeirra starfsmanna sem það kjósa fyrir áramótin. Forsaga átaksins er sú að á gamlársdag árið 2014 var undirritaður samningur á milli Síldarvinnslunnar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands um átakið. Í samningnum fólst að Síldarvinnslan færði sjúkrahúsinu nýtt fullkomið speglunartæki að gjöf. Jón segir að gjöfin hafi þegar sannað sig sem framfaraskref, bæði með tilliti til átaks Síldarvinnslunnar en ekki síður fyrir alla aðra sem sjúkrahúsið þjónar, og til dæmis hafi náðst að vinna niður biðlista eftir ristilspeglun sem voru staðreynd þegar tækið var tekið í notkun. Hákon Ernuson, starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar, segir að framhald verkefnisins komi vel til greina, en það yrði gert í samráði við Jón Sen yfirlækni. Starfsmenn fari allir í heilsufarsskoðun á þriggja ára fresti í boði fyrirtækisins; þær séu misjafnlega viðamiklar sem fari eftir aldri, en 60 ára og eldri sé gefinn kostur á því að fara á hverju ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Átak Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þar sem starfsmönnum er boðin ristilspeglun þeim að kostnaðarlausu hefur þegar skilað markverðum árangri. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu á staðnum segir allar líkur á því að þegar hafi verið komið í veg fyrir krabbamein. „Ég tel mig geta sagt með töluverðri vissu að frumkvæði fyrirtækisins hafi að öllum líkindum beinlínis komið í veg fyrir krabbamein,“ segir Jón H. H. Sen, yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, sem hefur umsjón með ristilspeglunum starfsfólksins. Í eðli sínu er átakið hugsað sem fyrirbyggjandi aðgerð, að skoða fólk sem er einkennalaust en þegar segist Jón hafa fjarlægt mikinn fjölda svonefndra sepa úr ristlum starfsmanna, en separnir geta verið forstig krabbameins. Í tveimur tilvikum voru separnir sem fjarlægðir voru það stórir að þeir hefðu orðið að krabbameini með tímanum, segir Jón en búið er að spegla um 50 starfsmenn fyrirtækisins og verkefnið því hálfnað. Hjá Síldarvinnslunni starfa 240 manns en átakið varðar 99 þeirra sem eru fimmtugir eða eldri. Stefnt er að því að ljúka speglun allra þeirra starfsmanna sem það kjósa fyrir áramótin. Forsaga átaksins er sú að á gamlársdag árið 2014 var undirritaður samningur á milli Síldarvinnslunnar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands um átakið. Í samningnum fólst að Síldarvinnslan færði sjúkrahúsinu nýtt fullkomið speglunartæki að gjöf. Jón segir að gjöfin hafi þegar sannað sig sem framfaraskref, bæði með tilliti til átaks Síldarvinnslunnar en ekki síður fyrir alla aðra sem sjúkrahúsið þjónar, og til dæmis hafi náðst að vinna niður biðlista eftir ristilspeglun sem voru staðreynd þegar tækið var tekið í notkun. Hákon Ernuson, starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar, segir að framhald verkefnisins komi vel til greina, en það yrði gert í samráði við Jón Sen yfirlækni. Starfsmenn fari allir í heilsufarsskoðun á þriggja ára fresti í boði fyrirtækisins; þær séu misjafnlega viðamiklar sem fari eftir aldri, en 60 ára og eldri sé gefinn kostur á því að fara á hverju ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira