Drekka kaffi, borða köku og ræða dauðann Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. maí 2016 07:00 Lóa Björk segir þörf á umræðu um dauðann með það að markmiði að lifa lífinu til fulls. Fréttablaðið/Anton Brink „Á Dauðakaffi kemur fólk saman til þess að borða köku, drekka kaffi og ræða dauðann. Fólk sem oft þekkist ekkert,“ segir Lóa Björk Ólafsdóttir einn forsvarsmanna Dauðakaffis á Íslandi. „Tilgangurinn er að vekja fólk til meðvitundar um að allt líf tekur enda og skerpa sýn fólks á að lifa lífinu vel, í ljósi endanleika þess,“ segir Lóa. Dauðakaffi voru haldin þrisvar sinnum í vetur og fengu góðar undirtektir og mætingu. Haldið verður áfram næsta haust en Lóa minnir á að hver sem er getur haldið Dauðakaffi. Til að mynda hafi aðilar á Akureyri og víðar á landsbyggðinni sýnt áhuga á að halda Dauðakaffi. „Allir eru velkomnir á Dauðakaffi og öllum er frjálst að standa fyrir slíkum viðburði. Það hafa komið að máli við okkur aðilar af landsbyggðinni, Akureyri til dæmis, sem hafa lýst yfir áhuga á að halda Dauðakaffi í sinni heimabyggð. Stofnuð var fésbókarsíðan „Dauðakaffi“ í þeim tilgangi að auglýsa viðburði, svara fyrirspurnum og gefa tækifæri til að deila hugleiðingum,“ segir Lóa frá. „Upphafsmaðurinn var félagsráðgjafinn Bernard Crettaz. En það var svo Jon Underwoods sem stofnaði síðuna deathcafe.com, þar sem finna má leiðbeiningar um hvernig skal standa að svona stundum. Jon Underwood hefur stofnað sérstakt kaffihús, Death Café, í London sem er helgað umræðum um dauðann. Við höfðum samband við Jon sem veitti okkur ráðgjöf og upplýsingar,“ segir hún. Lóa starfar sem hjúkrunarfræðingur og segir þörf á opnari umræðu um dauðann í samfélaginu. „Það er oft ákveðið tabú að ræða dauðann, til dæmis í tengslum við veikindi, sem kemur sér ekki alltaf vel. Sú nálgun sem Dauðakaffið býður upp á þykir mér því góð leið til að brjóta upp bannhelgina sem gjarnan hvílir yfir dauðanum sem umræðuefni. Á kaffistundunum er lögð áhersla á virðingu í samskiptum og fyrir skoðunum, trú, gildum og viðhorfum annarra. Í Dauðakaffi er enginn leiddur að sérstakri niðurstöðu, þá er þetta ekki vettvangur fyrir ráðgjöf eða stuðning við syrgjendur þótt margir hafi hag af því að geta rætt sína reynslu. Ef einhver hefur áhuga á að standa fyrir kaffistundum sem þessum er velkomið að hafa samband við okkur sem nú höfum reynsluna, en við höfum líka tekið saman og þýtt leiðbeiningar og efni frá deathcafe.com.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. maí. Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
„Á Dauðakaffi kemur fólk saman til þess að borða köku, drekka kaffi og ræða dauðann. Fólk sem oft þekkist ekkert,“ segir Lóa Björk Ólafsdóttir einn forsvarsmanna Dauðakaffis á Íslandi. „Tilgangurinn er að vekja fólk til meðvitundar um að allt líf tekur enda og skerpa sýn fólks á að lifa lífinu vel, í ljósi endanleika þess,“ segir Lóa. Dauðakaffi voru haldin þrisvar sinnum í vetur og fengu góðar undirtektir og mætingu. Haldið verður áfram næsta haust en Lóa minnir á að hver sem er getur haldið Dauðakaffi. Til að mynda hafi aðilar á Akureyri og víðar á landsbyggðinni sýnt áhuga á að halda Dauðakaffi. „Allir eru velkomnir á Dauðakaffi og öllum er frjálst að standa fyrir slíkum viðburði. Það hafa komið að máli við okkur aðilar af landsbyggðinni, Akureyri til dæmis, sem hafa lýst yfir áhuga á að halda Dauðakaffi í sinni heimabyggð. Stofnuð var fésbókarsíðan „Dauðakaffi“ í þeim tilgangi að auglýsa viðburði, svara fyrirspurnum og gefa tækifæri til að deila hugleiðingum,“ segir Lóa frá. „Upphafsmaðurinn var félagsráðgjafinn Bernard Crettaz. En það var svo Jon Underwoods sem stofnaði síðuna deathcafe.com, þar sem finna má leiðbeiningar um hvernig skal standa að svona stundum. Jon Underwood hefur stofnað sérstakt kaffihús, Death Café, í London sem er helgað umræðum um dauðann. Við höfðum samband við Jon sem veitti okkur ráðgjöf og upplýsingar,“ segir hún. Lóa starfar sem hjúkrunarfræðingur og segir þörf á opnari umræðu um dauðann í samfélaginu. „Það er oft ákveðið tabú að ræða dauðann, til dæmis í tengslum við veikindi, sem kemur sér ekki alltaf vel. Sú nálgun sem Dauðakaffið býður upp á þykir mér því góð leið til að brjóta upp bannhelgina sem gjarnan hvílir yfir dauðanum sem umræðuefni. Á kaffistundunum er lögð áhersla á virðingu í samskiptum og fyrir skoðunum, trú, gildum og viðhorfum annarra. Í Dauðakaffi er enginn leiddur að sérstakri niðurstöðu, þá er þetta ekki vettvangur fyrir ráðgjöf eða stuðning við syrgjendur þótt margir hafi hag af því að geta rætt sína reynslu. Ef einhver hefur áhuga á að standa fyrir kaffistundum sem þessum er velkomið að hafa samband við okkur sem nú höfum reynsluna, en við höfum líka tekið saman og þýtt leiðbeiningar og efni frá deathcafe.com.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. maí.
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira