Slydda, snjókoma og norðanátt í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 08:11 Ekki er víst að ferðalög um fjallvegi gangi snuðrulaust fyrir sig norðvestanlands á morgun. Vísir/Vilhelm Veðurstofan spáir rigningu, slyddu eða snjókomu með köflum austan-og norðanlands í dag sem og á Vestfjörðum, en úrkomulítið verður þurrt að kalla auk þess sem þar mun sjást eitthvað til sólar, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Á morgun mun síðan bæta í vind og verður allhvasst norðvestanlands. Með vindinum fylgir slydda eða snjókoma og ekki er víst að ferðalög um fjallvegi gangi snuðrulaust fyrir sig á þessum slóðum. Sunnan-og austanlands verður hægari vindur og lítil eða engin úrkoma. Í hugleiðingum veðurfræðings segir svo: „Nú er sauðburður ýmist hafinn eða að hefjast og því margir sem vonast eftir að mildara loft fari að leika um landið. Enn er til að mynda þónokkur snjór um landið norðaustanvert. Því miður virðist ekki ætla að verða af komu hlýs lofts í vikunni, því norðanáttin virðist ætla að vera allsráðandi alveg fram á laugardag. Henni fylgir svalviðri og úrkoma verður þrálát á norðurhelmingi landins.“ Veðurhorfur næstu daga eru annars eftirfarandi:Í dag:Norðan 5-13 metrar á sekúndu. Rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið um landið sunnanvert. Norðvestan og vestan 10-18 metra á sekúnd á morgun, hvassast norðvestan til. Þurrt að kalla sunnan- og austanlands, annars slydda eða snjókoma, sums staðar talsverð norðvestanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 10 stig á Suðausturlandi. Lítið eitt kaldara á morgun.Á þriðjudag:Norðvestan og vestan 10-18 metrar á sekúndu, hvassast um landið norðvestanvert. Þurrt að kalla sunnan- og austanlands, annars rigning, slydda eða snjókoma, einkum norðvestantil. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki norðvestanlands, en allt að 8 stig á Suðausturlandi.Á miðvikudag:Norðan 5-15 metrar á sekúndu, hvassast norðvestanlands. Slydda eða rigning með köflum og hiti 0 til 4 stig, en bjart syðra og hiti 4 til 9 stig.Á fimmtudag og föstudag:Ákveðin norðan- og norðvestanátt með rigningu, slyddu eða snjókomu norðantil, en þurrt sunnanlands. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og bjart með köflum, en stöku él á norðausturhorninu framan af degi. Hiti 2 til 9 stig, mildast sunnan heiða.Á sunnudag:Austlæg átt og dálítil væta sunnan- og austanlands, en þurrt annars staðar. Hiti víða 3 til 8 stig. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Veðurstofan spáir rigningu, slyddu eða snjókomu með köflum austan-og norðanlands í dag sem og á Vestfjörðum, en úrkomulítið verður þurrt að kalla auk þess sem þar mun sjást eitthvað til sólar, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Á morgun mun síðan bæta í vind og verður allhvasst norðvestanlands. Með vindinum fylgir slydda eða snjókoma og ekki er víst að ferðalög um fjallvegi gangi snuðrulaust fyrir sig á þessum slóðum. Sunnan-og austanlands verður hægari vindur og lítil eða engin úrkoma. Í hugleiðingum veðurfræðings segir svo: „Nú er sauðburður ýmist hafinn eða að hefjast og því margir sem vonast eftir að mildara loft fari að leika um landið. Enn er til að mynda þónokkur snjór um landið norðaustanvert. Því miður virðist ekki ætla að verða af komu hlýs lofts í vikunni, því norðanáttin virðist ætla að vera allsráðandi alveg fram á laugardag. Henni fylgir svalviðri og úrkoma verður þrálát á norðurhelmingi landins.“ Veðurhorfur næstu daga eru annars eftirfarandi:Í dag:Norðan 5-13 metrar á sekúndu. Rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið um landið sunnanvert. Norðvestan og vestan 10-18 metra á sekúnd á morgun, hvassast norðvestan til. Þurrt að kalla sunnan- og austanlands, annars slydda eða snjókoma, sums staðar talsverð norðvestanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 10 stig á Suðausturlandi. Lítið eitt kaldara á morgun.Á þriðjudag:Norðvestan og vestan 10-18 metrar á sekúndu, hvassast um landið norðvestanvert. Þurrt að kalla sunnan- og austanlands, annars rigning, slydda eða snjókoma, einkum norðvestantil. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki norðvestanlands, en allt að 8 stig á Suðausturlandi.Á miðvikudag:Norðan 5-15 metrar á sekúndu, hvassast norðvestanlands. Slydda eða rigning með köflum og hiti 0 til 4 stig, en bjart syðra og hiti 4 til 9 stig.Á fimmtudag og föstudag:Ákveðin norðan- og norðvestanátt með rigningu, slyddu eða snjókomu norðantil, en þurrt sunnanlands. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og bjart með köflum, en stöku él á norðausturhorninu framan af degi. Hiti 2 til 9 stig, mildast sunnan heiða.Á sunnudag:Austlæg átt og dálítil væta sunnan- og austanlands, en þurrt annars staðar. Hiti víða 3 til 8 stig.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira