Hafa áhyggjur af því hversu mjög fæðingarorlofskerfinu hefur hrakað Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. maí 2016 10:13 Fyrstu mánuðirnir eru mikilvægir í lífi barns. Vísir/Getty Sambandsstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands hefur samþykkt breytingar á reglum styrktarsjóðs sem heimila sjóðnum að styrkja foreldra í fæðingarorlofi. Sambandsstjórnin telur þrátt fyrir þetta að það sé í raun hlutverk ríkisins að tryggja fjárhagslegt öryggi nýbakaðra foreldra og skorar á stjórnvöld að styrkja kerfið. Það sé ekki svipur hjá sjón vegna gríðarlegs niðurskurðar. Þetta kemur fram í ályktun sambandsstjórnarinnar. „Sambandsstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands skorar á stjórnvöld að grípa strax til aðgerða til að styrkja fæðingarorlofskerfið. Núverandi kerfi skapar foreldrum ekki nægilegt fjárhagslegt öryggi og margir foreldrar, sérstaklega feður, sjá sér ekki fært að taka fæðingarorlof vegna þeirrar tekjuskerðingar sem leiðir af því,“ segir í ályktuninni. Þá segir að sambandsstjórnin leggi höfuðáherslu á að tekjuviðmið verði hækkað svo það endurspegli laun á vinnumarkaði. Að mati sambandsstjórnar var íslenska fæðingarorlofskerfið áður til fyrirmyndar en að vegna niðurskurðar á síðustu árum sé það ekki svipur hjá sjón sem áður segir. Hér að neðan má sjá ályktunina í heild sinni:Ályktun sambandsstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands um fæðingarorlofsmálSambandsstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands skorar á stjórnvöld að grípa strax til aðgerða til að styrkja fæðingarorlofskerfið. Núverandi kerfi skapar foreldrum ekki nægilegt fjárhagslegt öryggi og margir foreldrar, sérstaklega feður, sjá sér ekki fært að taka fæðingarorlof vegna þeirrar tekjuskerðingar sem leiðir af því. Tölur síðustu ára um töku fæðingarorlofs staðfesta þetta. Sambandsstjórn RSÍ lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og telur mikilvægt að gripið sé til myndarlegra aðgerða tafarlaust. Fyrstu mánuðir eftir fæðingu eru gríðarlega mikilvægir, bæði fyrir börn og foreldra. Auk þess er fæðingarorlofskerfið eitt besta tækið sem við höfum til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu. Sambandsstjórn leggur höfuðáherslu á að tekjuviðmið verði hækkað svo það endurspegli laun á vinnumarkaði.Á fundi sambandsstjórnar þann 30. apríl voru samþykktar breytingar á reglum styrktarsjóðs Rafiðnaðarsambandsins og sett inn heimild til að styrkja foreldra í fæðingarorlofi. Sambandsstjórn vonar að þessi styrkur muni að einhverju leyti koma til móts við tekjuskerðingu foreldra og hvetja jafnframt fleiri feður til þess að nýta sér fæðingarorlof, en karlmenn eru stór meirihluti félagsmanna í RSÍ. Sambandsstjórn er þó þeirrar skoðunar að það sé hlutverk ríkisins að sjá til þess að foreldrar geti eytt fyrstu mánuðum eftir fæðingu með börnum sínum án þess að lenda í fjárhagsörðugleikum.Íslenska fæðingarorlofskerfið var lengi vel til fyrirmyndar og eitthvað sem aðrar þjóðir litu til. Eftir hrun hefur kerfið ekki verið svipur hjá sjón vegna gríðarlegs niðurskurðar. Nú þegar efnahagsástandið hefur batnað og sameiginlegir sjóðir standa betur, m.a. vegna minna atvinnuleysis, ættu stjórnvöld að setja í forgang að endurreisa kerfið. Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Sambandsstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands hefur samþykkt breytingar á reglum styrktarsjóðs sem heimila sjóðnum að styrkja foreldra í fæðingarorlofi. Sambandsstjórnin telur þrátt fyrir þetta að það sé í raun hlutverk ríkisins að tryggja fjárhagslegt öryggi nýbakaðra foreldra og skorar á stjórnvöld að styrkja kerfið. Það sé ekki svipur hjá sjón vegna gríðarlegs niðurskurðar. Þetta kemur fram í ályktun sambandsstjórnarinnar. „Sambandsstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands skorar á stjórnvöld að grípa strax til aðgerða til að styrkja fæðingarorlofskerfið. Núverandi kerfi skapar foreldrum ekki nægilegt fjárhagslegt öryggi og margir foreldrar, sérstaklega feður, sjá sér ekki fært að taka fæðingarorlof vegna þeirrar tekjuskerðingar sem leiðir af því,“ segir í ályktuninni. Þá segir að sambandsstjórnin leggi höfuðáherslu á að tekjuviðmið verði hækkað svo það endurspegli laun á vinnumarkaði. Að mati sambandsstjórnar var íslenska fæðingarorlofskerfið áður til fyrirmyndar en að vegna niðurskurðar á síðustu árum sé það ekki svipur hjá sjón sem áður segir. Hér að neðan má sjá ályktunina í heild sinni:Ályktun sambandsstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands um fæðingarorlofsmálSambandsstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands skorar á stjórnvöld að grípa strax til aðgerða til að styrkja fæðingarorlofskerfið. Núverandi kerfi skapar foreldrum ekki nægilegt fjárhagslegt öryggi og margir foreldrar, sérstaklega feður, sjá sér ekki fært að taka fæðingarorlof vegna þeirrar tekjuskerðingar sem leiðir af því. Tölur síðustu ára um töku fæðingarorlofs staðfesta þetta. Sambandsstjórn RSÍ lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og telur mikilvægt að gripið sé til myndarlegra aðgerða tafarlaust. Fyrstu mánuðir eftir fæðingu eru gríðarlega mikilvægir, bæði fyrir börn og foreldra. Auk þess er fæðingarorlofskerfið eitt besta tækið sem við höfum til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu. Sambandsstjórn leggur höfuðáherslu á að tekjuviðmið verði hækkað svo það endurspegli laun á vinnumarkaði.Á fundi sambandsstjórnar þann 30. apríl voru samþykktar breytingar á reglum styrktarsjóðs Rafiðnaðarsambandsins og sett inn heimild til að styrkja foreldra í fæðingarorlofi. Sambandsstjórn vonar að þessi styrkur muni að einhverju leyti koma til móts við tekjuskerðingu foreldra og hvetja jafnframt fleiri feður til þess að nýta sér fæðingarorlof, en karlmenn eru stór meirihluti félagsmanna í RSÍ. Sambandsstjórn er þó þeirrar skoðunar að það sé hlutverk ríkisins að sjá til þess að foreldrar geti eytt fyrstu mánuðum eftir fæðingu með börnum sínum án þess að lenda í fjárhagsörðugleikum.Íslenska fæðingarorlofskerfið var lengi vel til fyrirmyndar og eitthvað sem aðrar þjóðir litu til. Eftir hrun hefur kerfið ekki verið svipur hjá sjón vegna gríðarlegs niðurskurðar. Nú þegar efnahagsástandið hefur batnað og sameiginlegir sjóðir standa betur, m.a. vegna minna atvinnuleysis, ættu stjórnvöld að setja í forgang að endurreisa kerfið.
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira