Hjálpum Sýrlendingum að vera heima hjá sér Hildur Þórðardóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Næstum daglega heyrum við átakanlegar sögur af hrakningum sýrlenskra flóttamanna sem hvergi fá inni. En ef Frakkar, Bandaríkjamenn og Rússar hefðu ekki blandað sér í stríðið í Sýrlandi væri það líklega löngu búið. Þá væru ekki átta milljónir manna á flótta um Evrópu. Þegar styrjöldin geisaði í Rúanda vildi alþjóðasamfélagið ekki skipta sér af, því þetta var skilgreint sem borgarastyrjöld. Tveir ættbálkar tókust á og gripu menn það sem var hendi næst; sveðjur, búrhnífa og axir. Í Rúanda voru því engin utanaðkomandi flugskeyti sem eyðilögðu íbúðarhús og önnur mannvirki. Eftir tæplega þriggja ára bardaga þar sem 800 þúsund manns höfðu slátrað hver öðrum, sáu menn loksins tilgangsleysið með þessu, ákváðu að fyrirgefa hver öðrum og byggja upp menntun og heilbrigðiskerfi í landinu. Í Sýrlandi geisar enn „borgarastyrjöld“ fimm árum eftir að hún hófst. Hálf milljón manns er talin af og tæplega átta milljónir eru á flótta. En í Sýrlandi vildu Vesturlönd endilega leggja uppreisnarmönnum lið og þá vildu Rússar styðja forsetann. Nú er búið að leggja heilu borgirnar í rúst með flugskeytum og eyðileggja heimili átta milljóna saklausra borgara svo það verður meiriháttar mál að byggja landið upp aftur. En þessi lönd gátu ekki sleppt því að skipta sér af. Það er nefnilega olía og gas í Sýrlandi. Fyrir hverja sprengju sem Vesturlönd varpa á Sýrland og í Austurlöndum nær, magnast herskáir múslimar, því í þeirra augum er þetta menningarstríð. Þeir eru í raun að mótmæla afskiptum annarra ríkja af þeirra málum. Af hverju mega þeir ekki eiga sínar auðlindir í friði og byggja upp landið sitt án afskipta annarra? Umbætur og byltingar verða að koma innan frá. Fólkið sjálft verður að rísa upp gegn einræðisherrum og víkja þeim frá völdum. Fólkið sjálft verður að vilja umbreytingarnar og finna sjálft hvernig kerfi það vill hafa. Vesturlönd geta ekki ráðist inn í lönd undir því yfirskini að bola einræðisherra frá völdum og koma á lýðræði. Sérstaklega þegar raunveruleg ástæða er sú að viðkomandi einræðisherra vill ekki lengur selja olíu og gas á spottprís. Það eina sem afskipti Vesturlanda gera er að halda þjóðum á steinaldarstigi með því að eyðileggja þá uppbyggingu sem löndin hafa sjálf staðið fyrir.Herská og gráðug Vesturlönd eru vandamálið Allir sem hafa kynnt sér málið vita hvar hundurinn liggur grafinn. Herskáir múslimar eru ekki vandamálið í Sýrlandi. Það eru herská og gráðug Vesturlönd sem eru vandamálið. Ef Vesturlönd hefðu ekki skipt sér af í Afganistan, Írak og víðar hefðu herskáir múslimar ekki streymt til Evrópu og tekið yfir úthverfi Marseilles eða miðbæ Malmö. Þá væru kannski engir herskáir múslimar til, heldur einungis hófsamir múslimar sem leggja áherslu á menntun og velferð fólksins. Ísland er eina Evrópulandið sem ekki framleiðir vopn eða hefur fjárhagslega hagsmuni af vopnaframleiðslu. Þess vegna er Ísland eina landið í Evrópu sem gæti talað fyrir friði án þess að hljóma falskt. Bandaríkjamenn, Rússar, Kínverjar, Frakkar og Þjóðverjar eru fimm stærstu vopnaframleiðendur í heimi. Það er þeirra hagur að stríð geisi sem víðast og sem lengst. Hjálpum frekar Sýrlendingum að vera heima hjá sér. Beitum okkur fyrir lausnum og friði á svæðinu. Ef forseti vor er í svo góðu sambandi við Frakklandsforseta og Rússlandsforseta, af hverju hringir hann ekki í þá og segir þeim að hætta afskiptum í Sýrlandi? Af hverju eru forsetinn og utanríkisráðherra ekki að beita sér fyrir friði á svæðinu? Hafa þeir kannski einhverja hagsmuni af stríðinu? Maður spyr sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Næstum daglega heyrum við átakanlegar sögur af hrakningum sýrlenskra flóttamanna sem hvergi fá inni. En ef Frakkar, Bandaríkjamenn og Rússar hefðu ekki blandað sér í stríðið í Sýrlandi væri það líklega löngu búið. Þá væru ekki átta milljónir manna á flótta um Evrópu. Þegar styrjöldin geisaði í Rúanda vildi alþjóðasamfélagið ekki skipta sér af, því þetta var skilgreint sem borgarastyrjöld. Tveir ættbálkar tókust á og gripu menn það sem var hendi næst; sveðjur, búrhnífa og axir. Í Rúanda voru því engin utanaðkomandi flugskeyti sem eyðilögðu íbúðarhús og önnur mannvirki. Eftir tæplega þriggja ára bardaga þar sem 800 þúsund manns höfðu slátrað hver öðrum, sáu menn loksins tilgangsleysið með þessu, ákváðu að fyrirgefa hver öðrum og byggja upp menntun og heilbrigðiskerfi í landinu. Í Sýrlandi geisar enn „borgarastyrjöld“ fimm árum eftir að hún hófst. Hálf milljón manns er talin af og tæplega átta milljónir eru á flótta. En í Sýrlandi vildu Vesturlönd endilega leggja uppreisnarmönnum lið og þá vildu Rússar styðja forsetann. Nú er búið að leggja heilu borgirnar í rúst með flugskeytum og eyðileggja heimili átta milljóna saklausra borgara svo það verður meiriháttar mál að byggja landið upp aftur. En þessi lönd gátu ekki sleppt því að skipta sér af. Það er nefnilega olía og gas í Sýrlandi. Fyrir hverja sprengju sem Vesturlönd varpa á Sýrland og í Austurlöndum nær, magnast herskáir múslimar, því í þeirra augum er þetta menningarstríð. Þeir eru í raun að mótmæla afskiptum annarra ríkja af þeirra málum. Af hverju mega þeir ekki eiga sínar auðlindir í friði og byggja upp landið sitt án afskipta annarra? Umbætur og byltingar verða að koma innan frá. Fólkið sjálft verður að rísa upp gegn einræðisherrum og víkja þeim frá völdum. Fólkið sjálft verður að vilja umbreytingarnar og finna sjálft hvernig kerfi það vill hafa. Vesturlönd geta ekki ráðist inn í lönd undir því yfirskini að bola einræðisherra frá völdum og koma á lýðræði. Sérstaklega þegar raunveruleg ástæða er sú að viðkomandi einræðisherra vill ekki lengur selja olíu og gas á spottprís. Það eina sem afskipti Vesturlanda gera er að halda þjóðum á steinaldarstigi með því að eyðileggja þá uppbyggingu sem löndin hafa sjálf staðið fyrir.Herská og gráðug Vesturlönd eru vandamálið Allir sem hafa kynnt sér málið vita hvar hundurinn liggur grafinn. Herskáir múslimar eru ekki vandamálið í Sýrlandi. Það eru herská og gráðug Vesturlönd sem eru vandamálið. Ef Vesturlönd hefðu ekki skipt sér af í Afganistan, Írak og víðar hefðu herskáir múslimar ekki streymt til Evrópu og tekið yfir úthverfi Marseilles eða miðbæ Malmö. Þá væru kannski engir herskáir múslimar til, heldur einungis hófsamir múslimar sem leggja áherslu á menntun og velferð fólksins. Ísland er eina Evrópulandið sem ekki framleiðir vopn eða hefur fjárhagslega hagsmuni af vopnaframleiðslu. Þess vegna er Ísland eina landið í Evrópu sem gæti talað fyrir friði án þess að hljóma falskt. Bandaríkjamenn, Rússar, Kínverjar, Frakkar og Þjóðverjar eru fimm stærstu vopnaframleiðendur í heimi. Það er þeirra hagur að stríð geisi sem víðast og sem lengst. Hjálpum frekar Sýrlendingum að vera heima hjá sér. Beitum okkur fyrir lausnum og friði á svæðinu. Ef forseti vor er í svo góðu sambandi við Frakklandsforseta og Rússlandsforseta, af hverju hringir hann ekki í þá og segir þeim að hætta afskiptum í Sýrlandi? Af hverju eru forsetinn og utanríkisráðherra ekki að beita sér fyrir friði á svæðinu? Hafa þeir kannski einhverja hagsmuni af stríðinu? Maður spyr sig.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun