Grunaði ekki að saga Góðu systur væri svona áhugaverð Guðrún Ansnes skrifar 6. maí 2016 11:15 Þórunn nýtir hvert tækifæri til að lenda í ævintýrum. Kaliforníuferðin er engin undantekning. RushZimmerman „Þetta hefur verið algjörlega frábært, þetta gekk svo rosalega vel og lífsreynslan svakaleg,“ segir Þórunn Antonía, söngkona og upphafskona Góðu systur, sem er nýsnúin aftur heim frá Bandaríkjunum. Fór Þórunn út til Kaliforníu í boði ekki smærra fyrirtækis en sjálfs Facebook til að halda þar erindi vegna hópsins Góðu systur. Telur hópurinn rúmar fimmtíu þúsund konur, sem telst býsna merkilegt í ljósi þess að Íslendingar eru um þrjúhundruð og þrjátíu þúsund. „Ég talaði á þessari ráðstefnu á vegum Facebook, Mom 2.0, ásamt tveimur konum, sem hafa einnig stofnað áhugaverða hópa. Önnur er blind og fann sig knúna til að stofna hóp er hún varð ófrísk og þurfti að standa gegn miklum fordómum. Hin er indversk kona sem flutti til Bandaríkjanna og stofnaði sinn hóp til að ræða ólíka menningarhópa. Báðar með það að markmiði að minnka fordóma.“ Þórunn segist býsna upp með sér yfir að hafa verið fengin til að slást í hópinn með þessum kraftmiklu konum, og segist hafa fengið virkilega góð viðbrögð. „Þeim fannst þetta stórmerkilegt, að fimmtíu þúsund konur hefðu safnast í hópinn á þremur sólarhringum. Mig grunaði ekki hversu áhugaverð þessi saga væri, enda situr maður kannski ekki heima hjá sér og „ómægod-ar“ yfir sjálfri sér endalaust,“ segir hún og skellir upp úr. Viðurkennir Þórunn þó fúslega að hún hafi ekki verið sú eina sem stútfylltist innblæstri og aðdáun, því sannarlega hafi henni tekist að ná til áheyrenda.Hippinn í Þórunni er sjaldnast langt undan.„Það var svolítið skondið að fá metsölurithöfundinn Jessicu Lahey hlaupandi á eftir sér, til að segja mér hversu innblásin hún og sessunautur hennar, ritstjóri The New York Times, hefðu verið. Hún fór þá að segja mér að verið væri að endurskoða kommentakerfi The New York Times og þar hefðu þær hitt á sömu hugmynd og ég, að henda einfaldlega út öllu neikvæðu. Það var svolítið gaman að heyra að þær væru sama sinnis. Það segir mér líka svolítið að konur um allan heim séu komnar með leið á þessu. Ég meina, það má alveg finnast eitthvað fáránlegt án þess að setjast við lyklaborðið og setja þá skoðun á internetið.“ Eftir að ráðstefnunni lauk staldraði Þórunn aðeins við þar vestra og skaust til Los Angeles. „Ég hef haft það nokkuð fínt hérna, hitt gamla vini og fólk sem ég hef unnið með. Svo hef ég svolítið verið í myndatökum, dálítið óvænt,“ segir hún alsæl. „Ég er alltaf svolítið í því að lenda í ævintýrum, og er mjög opin fyrir þeim. Ég kynntist til að mynda ljósmyndara, fyrrverandi ólympíufara í hokkí sem er á sama leveli og ég í þessum efnum, nema að hagsmunir kvenna á sviði íþrótta brenna á henni. Ég skellti mér bara í myndatöku, glamúr sexí pæjan er alveg hlutverk sem ég skelli mér stundum í þó ég sé núna kannski meira á hippalínunni. Það er nefnilega líka allt í lagi að vera svolítið sexí og maður á ekkert að skammast sín fyrir það. Konur verða ekki minni femínistar fyrir það,“ segir þessi ævintýragjarna kjarnakona og bætir svo við að stefnan sé sett á að vinna meira með henni í náinni framtíð, en lítið megi gefa upp núna. „Nú ætla ég bara að fara af stað með nýtt námskeið í Kramhúsinu þar sem ég ætla að nýta ballettmenntunina mína í bland við jóga. Námskeiðið er fyrir konur sem langar til að gleðjast og á ekkert skylt við megrun,“ segir Þórunn. Hana langar jafnframt mikið að halda áfram að dreifa út jákvæða boðskapinn og horfir til ungra stúlkna. „Mig langar að búa til erindi og fara inn í skólana, því það verður að byrja snemma á þessu. Ég held það sé alveg ljóst að Góða systir verði eitthvað stærra og meira," segir hún glaðleg í lokin. Tengdar fréttir Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55 Sheryl Sandberg deilir umfjölluninni um framtak Þórunnar Antoníu Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Facebook fjallar um Góðu systur á Facebook-síðu sinni í gær. 9. mars 2016 23:20 Góða systir vekur heimsathygli Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofandi facebook síðunnar Góða systir var valin ein af sjö konum sem Facebook Stories vildu fjalla um fyrir alþjóðlegan baráttudag kvenna. 9. mars 2016 09:30 Þórunn Antonía svarar Bubba: „Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka“ Söngkonan Þórunn Antonía svarar tónlistarmanninum Bubba Morthens fullum hálsi. 8. febrúar 2016 11:41 Um fjórðungur íslenskra kvenna kominn í Facebook-hóp Þórunnar Antoníu Hópurinn Góða systir telur nú fleiri meðlimi en Beauty Tips. 13. desember 2015 19:56 Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
„Þetta hefur verið algjörlega frábært, þetta gekk svo rosalega vel og lífsreynslan svakaleg,“ segir Þórunn Antonía, söngkona og upphafskona Góðu systur, sem er nýsnúin aftur heim frá Bandaríkjunum. Fór Þórunn út til Kaliforníu í boði ekki smærra fyrirtækis en sjálfs Facebook til að halda þar erindi vegna hópsins Góðu systur. Telur hópurinn rúmar fimmtíu þúsund konur, sem telst býsna merkilegt í ljósi þess að Íslendingar eru um þrjúhundruð og þrjátíu þúsund. „Ég talaði á þessari ráðstefnu á vegum Facebook, Mom 2.0, ásamt tveimur konum, sem hafa einnig stofnað áhugaverða hópa. Önnur er blind og fann sig knúna til að stofna hóp er hún varð ófrísk og þurfti að standa gegn miklum fordómum. Hin er indversk kona sem flutti til Bandaríkjanna og stofnaði sinn hóp til að ræða ólíka menningarhópa. Báðar með það að markmiði að minnka fordóma.“ Þórunn segist býsna upp með sér yfir að hafa verið fengin til að slást í hópinn með þessum kraftmiklu konum, og segist hafa fengið virkilega góð viðbrögð. „Þeim fannst þetta stórmerkilegt, að fimmtíu þúsund konur hefðu safnast í hópinn á þremur sólarhringum. Mig grunaði ekki hversu áhugaverð þessi saga væri, enda situr maður kannski ekki heima hjá sér og „ómægod-ar“ yfir sjálfri sér endalaust,“ segir hún og skellir upp úr. Viðurkennir Þórunn þó fúslega að hún hafi ekki verið sú eina sem stútfylltist innblæstri og aðdáun, því sannarlega hafi henni tekist að ná til áheyrenda.Hippinn í Þórunni er sjaldnast langt undan.„Það var svolítið skondið að fá metsölurithöfundinn Jessicu Lahey hlaupandi á eftir sér, til að segja mér hversu innblásin hún og sessunautur hennar, ritstjóri The New York Times, hefðu verið. Hún fór þá að segja mér að verið væri að endurskoða kommentakerfi The New York Times og þar hefðu þær hitt á sömu hugmynd og ég, að henda einfaldlega út öllu neikvæðu. Það var svolítið gaman að heyra að þær væru sama sinnis. Það segir mér líka svolítið að konur um allan heim séu komnar með leið á þessu. Ég meina, það má alveg finnast eitthvað fáránlegt án þess að setjast við lyklaborðið og setja þá skoðun á internetið.“ Eftir að ráðstefnunni lauk staldraði Þórunn aðeins við þar vestra og skaust til Los Angeles. „Ég hef haft það nokkuð fínt hérna, hitt gamla vini og fólk sem ég hef unnið með. Svo hef ég svolítið verið í myndatökum, dálítið óvænt,“ segir hún alsæl. „Ég er alltaf svolítið í því að lenda í ævintýrum, og er mjög opin fyrir þeim. Ég kynntist til að mynda ljósmyndara, fyrrverandi ólympíufara í hokkí sem er á sama leveli og ég í þessum efnum, nema að hagsmunir kvenna á sviði íþrótta brenna á henni. Ég skellti mér bara í myndatöku, glamúr sexí pæjan er alveg hlutverk sem ég skelli mér stundum í þó ég sé núna kannski meira á hippalínunni. Það er nefnilega líka allt í lagi að vera svolítið sexí og maður á ekkert að skammast sín fyrir það. Konur verða ekki minni femínistar fyrir það,“ segir þessi ævintýragjarna kjarnakona og bætir svo við að stefnan sé sett á að vinna meira með henni í náinni framtíð, en lítið megi gefa upp núna. „Nú ætla ég bara að fara af stað með nýtt námskeið í Kramhúsinu þar sem ég ætla að nýta ballettmenntunina mína í bland við jóga. Námskeiðið er fyrir konur sem langar til að gleðjast og á ekkert skylt við megrun,“ segir Þórunn. Hana langar jafnframt mikið að halda áfram að dreifa út jákvæða boðskapinn og horfir til ungra stúlkna. „Mig langar að búa til erindi og fara inn í skólana, því það verður að byrja snemma á þessu. Ég held það sé alveg ljóst að Góða systir verði eitthvað stærra og meira," segir hún glaðleg í lokin.
Tengdar fréttir Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55 Sheryl Sandberg deilir umfjölluninni um framtak Þórunnar Antoníu Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Facebook fjallar um Góðu systur á Facebook-síðu sinni í gær. 9. mars 2016 23:20 Góða systir vekur heimsathygli Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofandi facebook síðunnar Góða systir var valin ein af sjö konum sem Facebook Stories vildu fjalla um fyrir alþjóðlegan baráttudag kvenna. 9. mars 2016 09:30 Þórunn Antonía svarar Bubba: „Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka“ Söngkonan Þórunn Antonía svarar tónlistarmanninum Bubba Morthens fullum hálsi. 8. febrúar 2016 11:41 Um fjórðungur íslenskra kvenna kominn í Facebook-hóp Þórunnar Antoníu Hópurinn Góða systir telur nú fleiri meðlimi en Beauty Tips. 13. desember 2015 19:56 Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55
Sheryl Sandberg deilir umfjölluninni um framtak Þórunnar Antoníu Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Facebook fjallar um Góðu systur á Facebook-síðu sinni í gær. 9. mars 2016 23:20
Góða systir vekur heimsathygli Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofandi facebook síðunnar Góða systir var valin ein af sjö konum sem Facebook Stories vildu fjalla um fyrir alþjóðlegan baráttudag kvenna. 9. mars 2016 09:30
Þórunn Antonía svarar Bubba: „Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka“ Söngkonan Þórunn Antonía svarar tónlistarmanninum Bubba Morthens fullum hálsi. 8. febrúar 2016 11:41
Um fjórðungur íslenskra kvenna kominn í Facebook-hóp Þórunnar Antoníu Hópurinn Góða systir telur nú fleiri meðlimi en Beauty Tips. 13. desember 2015 19:56
Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24