Eineltismálið í Austurbæjarskóla: Hömuðust á hurðinni með fórnarlambið inni Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. maí 2016 07:00 Skólastjóri Austurbæjarskóla ræddi við nemendur í gær og minnti á að í skólanum sé einelti og ofbeldi ekki liðið. Fréttablaðið/Vilhelm Stúlku sem varð fyrir grófri líkamsárás skólafélaga sinna hefur verið boðin aðstoð sálfræðings til að vinna úr áfallinu sem hún varð fyrir. Starfsmenn skóla- og frístundasviðs ræddu við skólastjóra og starfsfólk Austurbæjarskóla í gær og fóru yfir stöðuna. Faðir stúlkunnar hefur gagnrýnt samskiptaleysi við skólayfirvöld og Reykjavíkurborg. Enginn úr skólanum hafi enn haft samband við fjölskylduna til að athuga um líðan stúlkunnar. Hann segir stúlkuna hafa líka orðið fyrir ofbeldi og líflátshótunum innan veggja skólans og hefur farið fram á óháða nefnd til að skoða málsmeðferð hennar í skólanum. „Ég hef þurft að sækja hana í skólann í aðstæður sem voru afar ógeðfelldar. Hún hafði þá leitað skjóls á skrifstofu námsráðgjafa. Við sátum þar, ég, hún og námsráðgjafinn og á meðan hömuðust fjórar stúlkur á hurðinni. Starfsmenn skólans þurftu að stilla sér upp á milli okkar til að við kæmumst út,“ segir faðirinn frá. Faðirinn segist upplifa málsmeðferðina sem hvítþvott. „Ábyrgðin liggur hjá skólastjórnendum, við höfum kallað eftir því með hvaða hætti öryggi dóttur okkar er tryggt í skólanum en fengið þau svör að það sé bundið trúnaði. Farið sé eftir verklagsreglum.“ „Við viljum ræða lausnir,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólasviðs Reykjavíkurborgar, sem setti sig í samband við foreldra stúlkunnar til að ræða við þá eftir fundinn. „Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri hefur unnið þetta mjög vel og fylgt öllum ferlum. Ég skil samt mjög vel að foreldrarnir upplifi það ekki, vegna þess að það er oft mikil vinna í gangi í skólunum í tengslum við svona mál. Skólastjóri getur verið að taka á málum án þess að nokkrir viti nema viðkomandi foreldrar. Þetta er hræðilegt atvik og við sættum okkur ekki við ofbeldi,“ segir Guðlaug. Hún minnir á að tiltekin árás sé utan þeirra lögsögu. „Þetta er lögreglumál. Þetta gerist utan skóla og við getum ekki farið inn í slík mál. Málið fer til Barnaverndar og þaðan kemur það líklega aftur til okkar, Barnavernd á þá frumkvæði að þeim samskiptum,“ segir Guðlaug og segir Barnavernd búa yfir úrræðum sem geti reynst börnum í vanda góð. Kristín skólastjóri gekk á milli bekkja í gærmorgun og ræddi við nemendur í fimmta til tíunda bekk í skólanum. Þá sendi skólastjórinn foreldrum barna í skólanum bréf og hvatti foreldra til að vera í sambandi við skólastjórnendur og sálfræðinga á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Kristín lagði áherslu á það að í skólanum væri einelti og ofbeldi ekki liðið. Það væri ekki nemenda að dæma heldur huga að því að byggja upp góðan skólaanda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Stúlku sem varð fyrir grófri líkamsárás skólafélaga sinna hefur verið boðin aðstoð sálfræðings til að vinna úr áfallinu sem hún varð fyrir. Starfsmenn skóla- og frístundasviðs ræddu við skólastjóra og starfsfólk Austurbæjarskóla í gær og fóru yfir stöðuna. Faðir stúlkunnar hefur gagnrýnt samskiptaleysi við skólayfirvöld og Reykjavíkurborg. Enginn úr skólanum hafi enn haft samband við fjölskylduna til að athuga um líðan stúlkunnar. Hann segir stúlkuna hafa líka orðið fyrir ofbeldi og líflátshótunum innan veggja skólans og hefur farið fram á óháða nefnd til að skoða málsmeðferð hennar í skólanum. „Ég hef þurft að sækja hana í skólann í aðstæður sem voru afar ógeðfelldar. Hún hafði þá leitað skjóls á skrifstofu námsráðgjafa. Við sátum þar, ég, hún og námsráðgjafinn og á meðan hömuðust fjórar stúlkur á hurðinni. Starfsmenn skólans þurftu að stilla sér upp á milli okkar til að við kæmumst út,“ segir faðirinn frá. Faðirinn segist upplifa málsmeðferðina sem hvítþvott. „Ábyrgðin liggur hjá skólastjórnendum, við höfum kallað eftir því með hvaða hætti öryggi dóttur okkar er tryggt í skólanum en fengið þau svör að það sé bundið trúnaði. Farið sé eftir verklagsreglum.“ „Við viljum ræða lausnir,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólasviðs Reykjavíkurborgar, sem setti sig í samband við foreldra stúlkunnar til að ræða við þá eftir fundinn. „Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri hefur unnið þetta mjög vel og fylgt öllum ferlum. Ég skil samt mjög vel að foreldrarnir upplifi það ekki, vegna þess að það er oft mikil vinna í gangi í skólunum í tengslum við svona mál. Skólastjóri getur verið að taka á málum án þess að nokkrir viti nema viðkomandi foreldrar. Þetta er hræðilegt atvik og við sættum okkur ekki við ofbeldi,“ segir Guðlaug. Hún minnir á að tiltekin árás sé utan þeirra lögsögu. „Þetta er lögreglumál. Þetta gerist utan skóla og við getum ekki farið inn í slík mál. Málið fer til Barnaverndar og þaðan kemur það líklega aftur til okkar, Barnavernd á þá frumkvæði að þeim samskiptum,“ segir Guðlaug og segir Barnavernd búa yfir úrræðum sem geti reynst börnum í vanda góð. Kristín skólastjóri gekk á milli bekkja í gærmorgun og ræddi við nemendur í fimmta til tíunda bekk í skólanum. Þá sendi skólastjórinn foreldrum barna í skólanum bréf og hvatti foreldra til að vera í sambandi við skólastjórnendur og sálfræðinga á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Kristín lagði áherslu á það að í skólanum væri einelti og ofbeldi ekki liðið. Það væri ekki nemenda að dæma heldur huga að því að byggja upp góðan skólaanda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira