Innlent

Slasaðist á fæti í Reykjadal

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá Hveragerði.
Frá Hveragerði. vísir/vilhelm
Kona slasaðist á fæti í Reykjadal við Hveragerði um hádegisbil í dag. Hún var á göngu um einn kílómetra frá bílastæðinu Hveragerðismegin.

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út en sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands komu fyrstir á vettvang. Búið var um konuna í börum og hún flutt í sjúkrabíl og á slysadeild.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að flutningurinn hafi gengið fljótt og vel fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×