Innlent

Ungur drengur fannst meðvitundarlaus í Laugardalslaug

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Skjót viðbrögð sundlaugargesta og starfsmanna urðu barninu til bjargar.
Skjót viðbrögð sundlaugargesta og starfsmanna urðu barninu til bjargar.
Ungur drengur fannst meðvitundarlaus í Laugardalslaug um hádegisbil í dag. Endurlífgun var hafin þegar sjúkralið og lögreglu bar að garði, en skjót viðbrögð sundlaugargesta  og starfsmanna eru talin hafa orðið barninu til bjargar.

Drengurinn var fluttur á slysadeild og er líðan hans góð, að sögn Loga Friðfinnssonar, forstöðumanns í Laugardalslaug. Hann segir sundlaugargesti, þar á meðal lækni, og föður drengsins hafa komið barninu upp á bakkann, þar sem endurlífgunartilraunir hófust – og báru árangur.

Atvikið átti sér stað undir göngubrúnni í lauginni. Logi segir næstu skref að yfirfara myndavélar og verkferla – en að starfsfólk hafi brugðist hárrétt við. Ávallt sé unnið eftir ákveðinni áætlun í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×