Innlent

Fimmtungur frestar því að fara til læknis

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
41% segir kostnað ástæðu fyrir frestun læknisheimsóknar.
41% segir kostnað ástæðu fyrir frestun læknisheimsóknar. Fréttablaðið/Vilhelm
Rúmur fimmtungur, 21,9 prósent, hefur frestað því að sækja sér læknisþjónustu sem þörf var á. Þetta kemur fram í könnun Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Könnunin var gerð á síðasta ári og er hlutfallið svipað og í könnun frá árinu 2006 en ástæður þess að einstaklingar leita ekki læknisþjónustu strax þó þörf sé á hafa breyst.

Í fyrri rannsókn sögðu 30 prósent kostnað ástæðuna en í nýju könnuninni sagði 41prósent kostnaðinn nú ástæðu fyrir frestun þess að leita til læknis. Frá þessu er greint á vef BSRB.

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×